Vikan - 30.01.1964, Síða 9
Virðulegir herrar á hátíðlegri
stundu: Evrópiskir kóngar við
útför Edwards VII. Breta-
konungs. Það vildi svo til,
að þessi samkoma varð um
ieið einskonar útfararhátíð fyr-
ir konungdóm í Evrópu. Fjór-
um árum síðar skall fyrri
heimsstyrjöldin á; ný öld
gekk í garð. Fremstir á mynd-
inni eru (frá vinstri) Wil-
helm II. Þýzkalandskeis-
ari, Georg V. Bretakóngur
og hróðir hins látna Edwards,
hertoginn af Connaught.
Fyrir fimmtíu árum endaði
eitt mesta og bezta friðartíma-
bil síðari alda í Evrópu. Það
er nú ekki lengra síðan og þó
virðast þessi ár óralangt í burtu.
Okkur er kunnugt um, að mikil
bjartsýni var ríkjandi á Islandi
um síðustu aldamót. Skáldin
ortu eldbeit ættjarðarkvæði og
sáu fyrir sér glæslar framfarir
og „menningu i lundum nýrra
skóga“. Sá, sem orti eitt bezta
og frægasta lirifningarkvæðið
í lilefni aldamólanna, var sá
maður, sem aðeins fjórum ár-
um síðar varð fyrsti ráðherra
landsins. Þá gætti bjartsýni,
sem mörgum finnst nú að liafi
verið dálítið barnaleg, en liún
var einlæg eins og flest sem
er barnalegt. Það var heldur
ekki nein furða, að menn væru
bjartsýnir; ísland var á þrösk-
uldi nýs tíma, nýir atvinnuveg-
ir voru í uppsiglingu og fólkið
búið að fá smjörþefinn af tækni-
legum framförum svo sem
bílnum. Menn voru að visu
engan veginn brifnir af fyrstu
bilunum og allir muna nú,
hverjar viðtökur siminn fékk.
I þeirri ágætu bók, sem Al-
menna bókafélagið liefur lálið
frá sér fara um Ilannes Haf-
stein, er ágæt mynd af þjóð-
félaginu eins og það var þá.
Síminn varð undir eins eitt
helzta baráttumál Hannesar
Hafstein og hann hélt á þvi máli
af slakri einurð, livað sem á
móti blés. Og sá mótblástur
var enginn hégómi. Mér. virð-
ist, að öll pólitísk barátta nú
á dögum sé afar væg og góð-
mannleg á móti því. Símamál-