Vikan


Vikan - 30.01.1964, Page 10

Vikan - 30.01.1964, Page 10
VIÐ UPPHAFNYRRAR ALDAR inu var líkt við landráð, persónulegar skamma- greinar um ráðherrann fylltu blöðin því var óspart lialdið á lofti, að álögur yrðu svo þungar á almenn- ing til þess að geta staðið undir þessum bölvuðum síma, að flestallt fólk mundi flýja land. Bændum var smalað suður til Reykjavíkur og látnir á mót- mælafundi framan við Stjórnarráðið. En einhvern veginn skildu bændur það fljótt, að þeir hefðu ver- ið lilunnfarnir af öfgafullum blaðaskrifum og þeir drógu sig liljóðlega i hlé af síðari útifundinum á Austurvelb. Og símamálið var afgreitt öllum til gagns og blessunar. Þrátt fyrir þessa andstöðu gegn símanum — sem einkum var í munni pólitískra andstæðinga Hann- esar Hafstein — þá litu menn tæknilegar fram- farir býru auga og voru bjartsýnir. Ekki aðeins hér; menn voru það um allan heim. Aldamótin og þrettán næstu ár þar á eftir voru ár friðar og bjartsýni um allan lieim. Milljónir manna uin allan heim eru enn lifandi, sem muna þetta timaskeið, „The years of splendor“ eins og þessi ár hafa verið kölluð. Fyrir yngri kynslóðina er þetta tímabil liins vegar álika fjarlægt og mið- aldirnar. Þá ríkti friður þjóða í milli um allan héim. Fram- farir voru örar og stigandi í Yestur Evrópu og Am- eríku. Fólk bafði engar áhyggjur af því, að ný styrj- öld kynni að brjótast út á hverju augnabliki. Þetta var líkt og góðviðri, sem oft verður á undan ofsa, fáeinir logndagar áður en stórviðrið lemstraði allan binn vestræna beim. Árið 1913 Iiafði verið friður í Evrópu eins lengi og elztu menn mundu og þeir höfðu gleymt hörm- unmum styrjalda. Slíkt er fljótt að gleymast þó ótrúlegt megi virðast. Menn trúðu því fyrir alvöru, að nú loksins Iiefði því menningarstigi verið náð, að ekki þyrfti að grípa til svo meiningarlausra að- gerða eins og stríð er til þess að jafna ágreining. Þeir áttu eftir að verða fyrir vonbrigðum, þegar heimsstyrjöldin skall á — styrjöldin til að enda all- ar styrjaldir, eins og hún var þá kölluð. Margar Evrópuþjóðanna áttu góðar nýlendur og nutu þeirra. Efnahagurinn var góður og fólk leyfði sér þann munað að leika sér. Bretar lögðu á klárana sína og fóru á dýraveiðar, eða fóru i sitt fínasta JQ — VIKAN 5. tbl. <]Hannes Hafstein, fyrsti ís- lenzki ráSherrann, í fullum embættisskrúða. Hannes var manna glæsilegastur eins og myndin ber með sér og ein- kennisbúningur hans sver sig í ætt við búninga aðals- manna úti í löndum. Á Lækjartorgi 1905. Þá varþ> hitinn út af símamálinu hvað mestur og bændur komu í til íteykjavíkur til að mótmæla. „Niður með þá stjórn, sem ekki hlýðir þjóð- arviljanum“. Þá féll lækur- inn eftir opnum skurði út í sjó. Frönsk hefðarfrú 1910. Hún var talin framúrskarandi fög- ur og þurfti heldur ekki að skera klæði sín við nölg. Hún er í módelkjól eftir einn frægasta tízkufrömuð þess tíma. v

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.