Vikan


Vikan - 30.01.1964, Síða 21

Vikan - 30.01.1964, Síða 21
Langafi John F. Kennedy sagði skilið við eymdina í New Ross á írlandi og fluttist vestur um haf nálægt 1850. Hann vann sig upp með írskri þrautsegju og sonur hans varð stórt nafn í Boston. Þegar þriðji liðurinn, Joseph faðir forsetans, kvænt- ist inn í aðra írska hæfileika og metorða- fjölskyldu, Fitzgeraldana, voru engin und- ur. að börn hans yrðu afburðafólk. Afi fors3t?.ns, John F. Fitzgerald, kallaður „Honey Fitz“, var bæði harðsnúinn stjórnmálamaður og borgarstjóri í Boston. Hér er hann að sýna hinum fræga dóttursyni sínum mynd af sér frá borgarstjórnarárunum. í þá daga hikuðu menn ekki við að hlaða götu- vígi til að meina andstæðingum sínum r.ðgang að fundarstað. I þessu timburhúsi bjuggu þau um skeið, Rose og Joseph Kennedy og þar fæddist John sonur þeirra 29. maí 1917. Húsið verður varðveitt sem helgidómur eins og gert hefur verið við fæðingar- st?.ði r.nnarra Bandaríkjaforseta. sætum, jarðvegi fátæktar og auð- legðar. Um það bil einni öld áður hafði ríkt hungursneyð á írlandi. Snemma á fjórða tug nítjándu aldar lifðu bændur og þeirra fólk mestmegnis á kartöflum og kart- öflurækt. Uppskera bóndans dugði nálega handa fjölskyldunni yfir árið. Upp úr 1840 fóru eyðandi skordýr eins og eldur í sinu yfir kartöfluakrana. Kringum 1845 hafði írland misst nærri helm- ing allrar kartöfluuppskerunnar vegna þessarra vágesta. Hungurs- neyð svarf að landsfólkinu. Sumar fjölskyldur tóku sig upp með allt sitt hafurtask í leit að betra landi, aðrir sátu eftir og biðu dauða síns. Enn aðra dreymdi að komast burtu frá írlandi yfir hafið til landsins, þar sem smjör draup af hverju strái, til hinnar gullnu Ameríku. Þegar flóttinn frá plágunni stóð sem hæst, yfirgaf Patrick Kennedy kofann með stráþakinu í New Ross, og slóst í förina með hinum hungruðu og hjálparvana. Einhvern veg- inn hafði honum tekizt að afla þeirra tuttugu dala, auk matarbirgða, sem þurfti til að geta komizt á skip Cunard-línunn- ar, og siglt með því til Ameríku. Hann steig á skipsfjöl annað hvort í Cork eða Liverpool og Cunard-dallurinn lenti á Noddleseyju í Austur-Boston, sennilega árið 1850. Þar fékk Pat- rick Kennedy fljótlega atvinnu sem snikkari. Þá var ófagurt um að litast í Boston. Sumir létu sér nægja að Framliald á bls. 30. í Kennedy-húsinu í New Ross á írlandi er fátt um þægindi, enda eru þau James og Mary Kennedy bláfátæk. Hér eru þau að taka til mat handa hænsunum. í þorpinu New Ross við Barrow-fljót á írlandi stend- ur þessi óhrjálegi steinkofi. Hann var áður með strá- þaki, en nú hefur verið lappað upp á hann og sett járn á þakið. Af þessum stað er Kennedy-ættin upprunnin og í þessu húsi búa núna James Kennedy og systir hans, Mary Ryan. John Fitzgerald Kennedy kom í þetta liús ekki löngu áður en hann dó og hafði ineð sér steinbrot úr vegg, sem hann lét síðan standa á skrifborðinu í Hvíta húsinu. VIKAN 5. tbl. 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.