Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 26
Óþæglndi
slokknaði von bráðar, eins og orsök þess hefði
verið öll önnur.
„Farðu með ferðasekk þessa herra inn í vestur-
herbergið“, sagði frú Jessop og lét hallast með
bakið upp að veggfóðrinu fyrir ofan stigann, svo
að dóttirin kæmist framhjá henni. Theodóra greip
til ferðasekksins með letilegum þokka, og fór
léttilega með hann, rétt eins og hún vildi gefa
í skyn að hún væri fús til þess að halda líka á
eiganda hans upp stigann - og að sig mundi ekki
muna um það. En þegar ekki var til þess mælzt,
skokkaði hún upp þrepin, framhjá móður sinni,
og sveigði mjaðmirnar lítið eitt um leið og hún
hvsrf fyrir stigasnúninginn upp á skörinni.
„Farðu gætilega með hann . . kallaði Mackey
veikri og hrjúfri röddu á eftir henni, þegar hún
hvarf inn á ganginn uppi á loftinu. Síðan brosti
hann afsakandi til frú Jessop. „Þetta er semsé
aleigan mín“, sagði hann hreimlaust, eins og til
skýringar, og eins og að hann iðraði þess að hafa
látið umhyggju sína fyrir því, sem í sekknum
vsr, svo greinilega í Ijós.
Varúðarglampa brá fyrir í grábláum augum
frúarinnar bak við fáguð gleraugun, útreiknaðri
forvitni, þó að hún brosti við. „Er kannski eitt-
hvað brothætt í ferðasekknum?" spurði hún, þeg-
ar bau lögðu enn af stað upp stigann. Þegar hann
svaraði ekki, vék hún talinu lítið eitt við. „Mað-
ur verður að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það var
víst í vikunni sem leið, sem einhver náungi tók
gistiherbergi á leigu í Pearston, maður með
sprengju í farangri sínum . . . og setti abt á ann-
an endann . . . bvílíkt og annað eins. Hvaða starfa
hafið þér, herra . . .“
„Mackev, heiti ég — James Mackey. Ég hef
dremð mig í hlé frá störfum. Aldurinn . . .“
,.Ég skil. Þér eruð á eftirlaunum?“
„Ég hef að minnsta kosti nóg fyrir mig að
leggja“, svaraði hann gætilega.
„Það er ákaflega bægilegt. Það er ég viss um“,
sagði hún um leið o? þau héldu inn á ganginn uppi
á loftinu. Hún gekk á undan í stefnu á herbergis-
dyrnar, þar sem Teodora kom út í sömu svifum.
Og nú varð Mackey að standa þar á þröskuld-
inum drykklanga stund og hlýða með þolinmæði
á það, er frú Jessop las honum lífsreglur þær, sem
allir gestir hennar urðu að legffia sér á minni
og virða í hvívetna. Baðherbergið var fyrir enda
gangsins. Morgunverður var framreiddur klukk-
an átta árdegis. hádegisverður klukkan tólf og
síðdegisverður k.lukkan sjö stundvislega. Skipt
var um handklæði og rekkiuklæði á miðvikudög-
um. Gestum leyfðist að sitia niðri í dagstofunni
til klukkan tíu á kvöldin. Inn í eldhúsið, eða önn-
ur herbergi niðri en daestofuna og borðstofuna
levfðist þeim aftur á móti ekki að koma. Þetta
las hún í belg og biðu, án áherzlu og tilfinninga.
Eins og stóð voru tveir gestir fyrir við sama gang-
inn og Mackey — ungfrú Tillie Marigan, mið-
aldra skrifstofukona, og herra Bryce, miðaldra
umboðsmaður fyrir vörubílasölu.
Hún gerði hlé á máli sínu. stóð og virti hann
fvrir sér snennti hörundsrauðar greinor á þrifa-
legum maga sér, og Mackay hafði ólióst hugboð
um að hún biði eftir einhveriu: að þið væri eitt-
hvað, sem hún ætlaðist til af honurn, sem sjálf-
sagðrar kurteisi.
„Þakka yður fvrir“, tautaði hann. . Þakka vður
kærlega fyrir. Ég skal revna að muna þetta og
har'a mér samkvæmt því“.
Frú Jessop gaf frá sér eitthvert, ó''ni:iiie^t hlióð,
sem bæði gat verið taut og urr. Þrr með var hún
farin og lokaði herbergisdyrunum á eftir sér.
Theodora hafði sett ferðasekkinn hans frá sér
upp í rekkjuna. Hann tók um snjáð handföngin,
hugðist lyfta sekknum úr rekkjunni og setja hann
á herbergisgólfið. Og þá veitti hann því athygli,
að lásinn hlyti að hafa verið opnaður.
Ef það var nokkur eiginleiki einn, sem auð-
kenndi Mackey öðru fremur, var það smámuna-
leg reglusemi. Einmitt. Þó að föt hans væru slit-
in og sniáð, voru þau með afbrigðum hreinleg og
vel strokin. Hann var hverjum manni snyrtilegri
og aðgætnari, og þoldi alls ekki hirðuleysi eða
flaustur — það var því með öllu útilokað, að hann
hefði vanrækt það sjálfur að læsa ferðasekknum.
Gramur og tortrygginn tók hann að athuga læsing-
una nánar, og komst samstundis að raun um, að
hún hafði verið opnuð og það af talsverðu átaki,
en beim seka annaðhvort ekki tekizt að loka henni
aftur, eða ekki haft tíma til þess.
Um leið mundi Mackey eftir dóttur frúarinn-
ar, Theodoru, og þóttist um leið skilja hvernig
í öllu lægi. Hann snaraði ferðasekknum aftur upp
í rekkjuna. Henni hafði unnizt tími til þess arna,
á meðan þau ræddust við í stiganum, hann og frú
Jessop, og það hafði líka verið auðséð á stúlk-
unni, þegar hún snaraðist út um herbergisdyrn-
ar, að hún vissi einhverja skömmina uppá sig.
Hann opnaði ferðasekkinn í flýti og tók að að-
gæta það, sem í honum var.
Efst í sekknum láu nokkrar fataspjarir og snyrti-
tæki, sem hann lagði á ábreiðuna, án þess að
athuga það dót nánar. Það skipti hann bersýni-
lega engu máli. En undir þessu dóti lágu skræð-
ur margar; þar af stafaði þyngdin á sekknum.
Hver bókarskræða var þykk mjög, áreiðanlega
hátt upp í það tvö kíló á þyngd, og þær voru að
minnsta kosti fimm talsins. Skyldi Theodora hafa
athugða þær nokkuð, og ef svo hefði verið, hvað
skyldi henni þá helzt hafa dottið í hug, stúlku-
tetrinu, hugsaði hann með sér. Þær manneskjur
•voru víst ekki margar. sem lásu forn-arabísku,
og það eins, þótt vel lærðar væru. Skyldi hún ekki
hafa orðið dálítið hissa, stúlkukindin.
Hann var vakinn af hugleiðingum sínum með
léttu banki á herbergisdyrnar. Hann setti bæk-
urnar í skyndi ofan í ferðasekkinn aftur, tók hann
og ýtti honum inn undir rekkjuna, strauk grátt
hárið aftur, og kallaði síðan, að sá skyldi inn
ganga, sem dyra knúði.
Feiti náunginn, sem stóð á þröskuidinum, var
á að gizka hálffimmtugur, með dökkt hár, sem
allmjög var tekið að þynnast, og dökka barta,
en annars var andlitið fölgrátt, þrútið og svip-
lítið. Hann Var klæddur brúnu vesti og brúnum
buxum, og virtist ekki þurfa nema ógætilega
hreyfingu til að hvorttveggja rifnaði utan af
spikhnyklunum, bæði að framan og aftan á búkn-
um. Hann rétti fram stutta, hnubbaralega hönd-
ina með dökklóuðum hnúunum.
„Dave Bryce heiti ég, návranni yðar, hérna hin-
um meginn við ganginn. Mér fannst að ekki rnætti
minna vera en að ég kynnti mig og byði yður
velkominn".
Mackey leyfði honum að þrýsta og hrista magra
og netta hönd sína og sagði til sín. „Viljið þér
ekki gera svo vel að líta inn sem snöggvast?"
spurði hann hæversklega. Hann komst víst hvort
eð var ekki hjá því að vera vingjarnlegur. Og
þegar náunginn þáði boðið, gerði sig heimakom-
inn og hlammaði sér til sætis, reyndi Mackey að
fitja upp á einhverju samræðuefni, en komst von
bráðar að raun um, að það væri óþarfa fyrirhöfn.
. . . illa við
2(J — VIKAN 5. tbl.