Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 29

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 29
Svipmynd frá þátttöku íslenzkra stúlkna í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni á síðasta ári. Sigur Thelmu Ingvarsdóttur í Norðurlandakeppninni féll að sjálf- sögðu í skuggann fyrir sigri Guðrúnar á Langasandi. En hér er Thelma með sigurhorðann ásamt nokkrum þeirra, sem næstar henni urðu. Blöð á Norður- löndum birtu talsvert mikið af myndum, bæði af keppninni í heild og einstökum þátttakendum, en yfirleitt forðuðust þau vandlega að geta um, hver gekk með sigur af hólmi. Sýnir það eins og margt annað hinn margrómaða norræna bróðurhug. Vikan lýsir eftir ábendingum um væntanlega þátttakendur í næstu fegurðarsamkeppni. Velgengni hefur vissulega vandamál í för með sér. Hún kallar á aukin átök til að viðhalda því, sem náðst hefur. Þannig er það lika með fegurðarsamkeppnina. Það er raunar alveg ótrúlegt, hvað okkar fulltrúum héfur gengið vel í alþjóðasamkeppni. Það endar með því, að við förum að trúa því, sem útlendingar segja stundum í kurteisisviðtölum, að hér sé mjög fögur kvenþjóð. En sök- um velgengninnar kann það að valda vonbrigðum ef þau ár koma, að fulltrúar íslands komast ekki einu sinni til úrslita. Þess vegna heitir Fegurðarsamkeppnin á lesendur Vikunnar að senda ábendingar um væntanlega þátttakendur og það sem fyrst. Framhald á bls. 45. VIKAN 5. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.