Vikan - 30.01.1964, Síða 30
VIÐ UPPHAF
NÝRRAR ALDAR
FRAMHALD AF BLS. 11.
fannst og finnst enn, að konung-
ar prinsar og prinsessur, séu
leifar frá gömlu og löngu út-
dauðu stjórnarfari og eigi enga
samleið með þessari öld.
Um þessi raunverulegu alda-
mót, 1914, varð mikil breyting á
veldi konunga og keisara í Evr-
cpu. Fjórum árum áður dó Ed-
ward konungur VII. í Bretlandi.
Hann var sjálf fyrirmynd kon-
ungu um alla Evrópu, hvað eleg-
ans áhrærði og þeir fjölmenntu
mjcig við jarðarför hans. það hef-
ur verið sagt, að sú jarðarför
hafi um leið verið eins konar
greftrunarsamkoma fyrir kon-
ungaveldi í Evrópu.
Ef til vill hefur aldrei sézt
annað eins saman komið af kon-
unglegum glæsibrag og við þessa
nafntoguðu jarðarfc'ir. Þar voru
hvorki rneira né minna cn níu
konungar Evrópulanda saman
komnir. Á eftir svc'rtum reið-
skjóta hins látna konungs riðu
þeir í þrefaldri röð, fremstir
ríkisarfinn Georg V. og hertoginn
aif Gonnaught, bróðir ihins látna
konungs. En við hlið Iþeirra reið
einn drembilátur keisari með
endana á yfirvararskeggi sinu
límda svo þeir vísuðu betur upp.
Það var Wilhelm II. keisari
Þýzkalands og siðan komu þeir
ihver af öðrum í litskrúðugum
einkennisbúningum úr skínandi
skarlati og purpura, en gull og
silfurorður þöktu breið brjóstin,
sem voru ekki beinlínis inn-
fallin i þessari skrautreið. Það
er athyglisvert, að aðeins einn
maður mætti til þessarar athafn-
ar í kjól og hvítu. Það var full-
trúi bandarísku þjóðarinnar,
Theodore Roosevelt. Hann skar
siig algerlega úr skrautsýningunni
og svartur pípuhattur hans var
afar ólíkur fjaðraskrautinu ofan
á rauðum Napóleonshöttum
hinna. Enda hefur vist heldur
lítið iþótt koma til bandaríska
fulltrúans við iþessa athöfn; hann
var hafður aftast í skrúðgöng-
unni, á eftir soðgreiifum og mark-
greifum, erkihertogum og öðrum
smáprinsum. Hins vegar sjá það
allir nú, að þarna var Theodore
Roosevelt fulltrúi hinnar nýju
aldar, sem byrjaði með átökunum
árið eftir. Það er ifróðlegt að
bera þessa prósessíu saman við
líkfylgd Kcnncdys forseta i
Washington. Að visu voru þar
sumir í einkennisbúningum, eins
og t. d. De Gaulle, Frakklands-
forseti, sjmuleiðis Belgiukonung-
ur og fleiri. En flestir vorú i
sínum borgaralegu, svörtu fötum,
mcð flibba og bindi. Er þá sjón-
arsviptir rð þessum „elegans“?
FÍestum mun finnast einhver ein-
ræðissvipur á honum og ekki óska
eftir neinni breytingu frá því sem
nú tíðkast.
Sá kónungur, scni einna hæst
bar í Evrópu um þessar mundir,
lét þó ekki sjá sig við jarðar-
för Bretakonungs 1910. Það var
Franz Josef I. Austurríkiskeis-
ari. Elcki var það yegna neinnar
sérstakrar óvináttu í garð Breta,
heldur var ástæðan sú, að kóng-
urinn gerðist ellimóður, enda
hafði hann rikt í 08 ár. Það er
eitthvert lengsta valdatímabil,
sem nokluir maður hefur getað
státað af. Hann var búinn að vera
svo lengi við völd og nálega ein-
valdur, að hann var orðinn eins-
konar stofnun þar i landinu.
Franz Josef sat i Schclnbrunn-
ihöllinni í Vín, Það var óhómju-
lega viðáttumikil höll í stíl við
Versali við París og álíka kulda-
leg og óvistleg sem mannabústað-
ur og allar viðlíka hallir. Þessi
höll er nú sýnd túristum sem
mark um fornt veldi Austurrikis-
manna og þá pragt, sem kóngar
voru umkomnir að hafa í kring-
um sig. Það er gengið eiftir ógn-
arlöngum álmum, úr einum saln-
um í annan og allir eru þeir
harla líkir. í þessum sölum þró-
aðist svo fjölskrúðugt og við-
hafnarmikið hirðlíf á dögum
Franz Jósefs, að öðru kóngafólki
fannst það likt og afdalafólk, þeg-
ar það gisti i Schiönbrunn. Franz
Jósef var konungur aif garnla
skólanum og fannst liann ærið
hátt hafinn yfir aðalinn, hvað þá
alþýðu manna. Til dæniis um
stærilæti hans, veitti íhann ekki
aðalsmönnum viðtal nema þvi
aðeins að iþeir gætu sannað hrein-
leik sins bláa blóðs í fjóra ætt-
liði. Sjálfur fór hann varlega
iþegar heimsins lystisemdir voru
annars vegar,stundaði helzt dýra-
veiðar uppi í Alpafjöllum í frí-
stundum sinum, en vann annars
afar mikið; var kominn að skrif-
borði sínu khikkan liálf fimm að
morgni og sat við mest allan dag-
inn. Ekki átti liann neinni sér-
stakri hamingju að fagna í einka-
lífi sínu frcmur en margt af þessu
fólki, sem taldi sig vígt af guði
til þess að drottna. Bróðir hans
rikti yfir Mexikó og týndi lífi þar.
Einkasonur hans, Rudolf að
nafni, framdi sjálfsmorð og kona
hans, sem hann unni mjög, var
myrt.
Eitt versta áfall Franz Jósefs
um dagana, var það, er rikisarf-
inn Franz Ferdinand tók niður
fyrir sig að dómi gamla manns-
ins; kvæntist barónessu í stað
prinsessu, sem hefði verið það
eina rétta. Það gat Franz Jósetf
aldrei fyrirgefið hoiuim. Og svo
igerðist sá hryllilegi atburður í
borginni iSarajevo i Júgóslaviu,
að rikisarfinn var myrtur. Þá
sagði sá gamli: „Sjálft almættið
getur eklci leyft sér að gera und-
antekningar i refsingum“. En
morðið átti eftir að ihafa grimmi-
legar afleiðingar. Það var neist-
inn, sem tendraði bál fyrri
heimsstyrjaldarinnar.
En víkjum nú aftur til íslands.
Meðan kóngar og barónar úti í
Evrópu héldu lystisnekkjum sin-
um til Biarritz og Monte Carlo,
svo sem venja var konungborinna
manna á sumri hverju þá tók
Danakóngur, Friðrik 8. sig sam-
an í andlitinu og vitjaði iþegna
sinna á fslandi. Þegar borið er
saman við þjóðhiifðingjaheim-
sóknir á vorum dclgum, hefur
þessi kóngsferð verið bæði lang-
vinn og erfið fyrir hátignina. Nú
fara þeir á þotum milli landa og
lóna þess á milli í hægindum lúx-
usbifreiða á milli veizlustaða. En
Friðrik 8. varð að leggja á sig
siglingu báðar leiðir og nokkurra
daga ferðalag á hestum austur í
Árnessýslu. Það/þótti ósvinna, að
kóngurinn sæi ekki bæði Goill-
foss og Geysi. Af þessu ferðalagi
er greinargóð frásögn í síðara
bindi fyrri hluta ævisögú Hann-
esar Hafstein. Þar segir svo:
„Að morgni hins 1. ágúst legg-
ur af stað frá Reykjavik hin mesta
fylking ferðafólks, sem nokkru
sinni hafði sézt á íslandi, þrjú-
f.jögur iþúsund manns, miklu fleiri
hestar og fjöldi af kerrum og
vögnum. Gestunum er skemmt —
förin minnir helzt á þjóðflutninga
miðaldanna. Bændur sunnan
lands og norðan hafa lánað góð-
hesta sína þúsundum sarnan, og
dönsku gestirnir fá ekki nógsam-
lega lofað ifjör og fagran ifótaburð
íslenzka hestsins. Konungi eru
ætlaðir fjórir, ihvítir gæðingar;
hann reið tveim þeirra til skiptis,
þótti hinir háskalega viljugir. Við
hlið hans ríður Hannes Hafstein,
oftast á hesti sínum Glæsi, rauð-
skjóttum gæðingi."
Svo þarf ekki að orðlengja það,
að mikið var um dýrðir á Þing-
völlum, fjálgar ræður fluttar um
hið innilega vináttusamband Dan-
mcnkur og íslands og þetta og
hitt, sem tilheyrir Iþess konar
kurteisissnakki. Bak við vináttu-
ræðurnar hrærðist samt einhver
ólga með landanum og ungmenna-
félagar drógu upp tvo allstóra,
bláhvíta fána. Var Hannes Þor-
steinsson sendur á ifund ung-
mcnnafélaga og látinn benda
þeim á, að svo stórir fánar gætu
styggt kónginn. En þeir létu fán-
ana standa engu að síður. Svo var
ferðinni haldið áfram að Geysi
og Gullfossi.
Eftir að kóngurinn hafði hald-
ið ræður um „einingu ríkisins
undir dönsku flaggi“ og skoðað
búfjársýningu á Þjórsártúni af
miklum áhuga, þá var haldið
suður aftur. Segir svo i ævisögu
Hannesar Hafstein:
„Morguninn eftir er lagt upp í
síðasta áfangann. Þetta er eina
tækifæri konungs og Hannesar
Halsteins til að talast við i næði,
og trúnaði, ifyrir brottför frá
Reykjavík. Þeir riða hægt upp
Kamba, góðan spöl á undan cl 1 -
um öðrum. Ekkert er liklegra —
vegna þess sem fram kemur
nokkrum stundum síðar — en að
konungur hafi hreyft svipuðum
spurningum og hann hafði beint
til Matthíasar Jochumssonar,
hvernig mönnum hafi fallið ræð-
ur sínar, hvort góðs megi vænta
af ferð sinni. Bf svo liefur verið,
þá vcrður ekki annað ætlað en
að Ilannes Hafstein ihafi bent á,
að af því sem konungur enn hafði
sagt, muni íslenzka iþjóðin eikki
fá annað skilið en að allt eigi að
standa við svipað og nú er; sam-
bandslögin fyrst og ifremst að
kveða fast á um óhagganlega ein-
ingu danska ríkisins. Spyr Hannes
Hafstein konung hvort ihann sjái
sér fært að ganga feti iframar —
segja eitthvað það, sem skilið
verði sem fyrirheit um stuðning
hans við sjálfstætt íslenzkt ríki?
Segir hann að þá muni íslend-
ingum þy'kja heimsókn konungs
mikiJI viðburður i sögu landsins.“
Tslendingar voru sem sagt við
sama hcygarðshornið á þessum
annars friðsælu árum, svo segja
má, að þá hafi verið baráttuhug-
ur í mörgum. Sjónarmið Dana
kenmr vel fram í bréfi, sem Ge-
org Brandes skrifaði Matthíasi
Jochumssyni. Þar segir Brandes
svo:
„ . . . Landar yðar eru (eins
------------------------Klippið hér-------------------------- —-------—
I
|
Ábending um líklegan þátttakanda í Fegurðarsamkeppninni 1964. j
I
Ég undirrit. leyfi mér hérmeð að benda á ungfrú I
sem þátttakanda í Fegurðarsamkeppninni 1964.
Háralitur: ........ Hæð: .......... Mál (ef hægt er)
Heimilisfang: ................................. Sími
Núverandi atvinna: ............................ Aldur
Undirskrift með fullu nafni.
Sendist Vikunni, Skipholti 33, Reykjavík.
I