Vikan


Vikan - 30.01.1964, Side 31

Vikan - 30.01.1964, Side 31
LATIÐ hin einföldustu ahöld létta yður HEIMILISSTÖRFIN: SOOGEfí þvegillinn er svo ótrúlega einfaldur í notkun — og svo þægilegur. Með einu handtaki vindið þér hann — eða skolið — og hendur yðar koma aldrei í snertingu við þvottavatnið. Heildsöliubirgðir: Erl. Blandon & Co. h.f. Laugavegi 42 — Sími 12877 og fólk yfirleitt) alltof vitsmuna- sljóir . . . Þér vitið auðvitað, að í desember (minnir mig) skrifaði ég nokkrar Amager-greinar til að skopast að skilnaðartilraun Is- lendinga. (Þar skáldaði Brandes bréf frá Amagerbúa, sem iheimt- aði sjálfstæði og eigin fána og þótti afar biturt háð í garð ís- lendinga í þessum greinum) . . . íslendingar liafa að minni hyggjú það sameiginiegt með Norðmönn- um, ættfeðrum sínum, að iþeir þola ekki velvild, en skilja bana sem merki um bcigulsliátt og veik- leika, og tútna af belgingi. Við tveir gamlir og reyndir menn hljótum að vera sammála um, að það er brjálæði af þjóð sem er 70.000 (ætti að vera 80.000) manns að vilja vera sérstakt ríki. íslend- ingar hafa enga verzlun, engan iðnað, engan her, engan flota og eru samanlagt eins fjölmennir og lítill fimmtaflokks bær í Englandi eða Þýskalandi; þeir eiga ekkert nema forna frægð, eins og Don Ranudo átti spænska forfeður, og fyllast svo af rembingi, í stað þess að beita kröftum sínum að einhverju nytsamlegu. Þeir ættu að snúa sér að hagrænum endur- bótuim, einhverju raunverulegu. Allt væri betra en þessi ófrjóa lireppapójitík, sem ékiki er annað en sjálfsgleði og orðagjálfur." En allt um það var þessi nafn- togaða konungslheimsókn talin vel heppnuð og menn rómuðu iþað, hversu mikið jafnræði virtist með kóngi og Hannesi Hafstein. Var það mál manna, að aldrei hefði lcóngi verið tekið af svo miklum glæsibrag, sem í þetta sinn og átti Hannes niestan þátt í því, svo og Ragnheiður kona lians. Ilannes liefði sannarlega sómt sér með hátignum í Hkfylgd Edwards konungs 1910 því hann var manna glæsilegastur, ekki sizt jþegar hann var í einkennisbúningi með korða spenntan við belti. Á mynd sem til er aif honum 1 iþess konar pússi, er hann eins og hersliöfð- ingi og það var enn í góðu gildi, að fyrirmenn hofðu á sér nolkk- urn ihermannastíl. Þrátt fyrir góðar gáfur, glæsimennsku og giftusamlega forustu, var Hannes ekiki öfundsverður hér í landi persónulegrar illkvittni og' smá- borgaralegrar baráttu ])ar sem öll tiltæk meðöl eru notuð. Niðurlag í næsta blaði. FLÓTTINN FRÁ CQLDITZ FRAMHALD AF BLS. 14. tröppuna fram hjá herbergjum okkar, síðan út og lét hana á bílinn. Engan tíma mátti missa. Eftir skyndifund var ákveðið, að Pet- er Allen ætti að gera tilraunina. Hann var lítill og léttur og tal- aði þýzku reiprennandi — hann var því tilvalinn maður í þessa flóttatilraun, sem aðeins var hægt að gera með einum manni. Við létum honum í té það litla, sem við áttum af flóttaútbúnaði, fengum honum dálítið af pen- ingum, stungum honum í eina hálmdýnuna okkar og snerum okkur svo að Frökkunum. Eg stöðvaði Frakka, sem mér leizt vel á, í stiganum, dró hann inn til okkar með dýnuna á bakinu og sagði: ,,Mig langar til að fá yður til að bera liðsforingja niður í hálm- dýnu og setja hann á bílinn“. „Mais c‘est impossible“, svar- aði Frakkinn. „Nei, það er hægur vandi“, sagði ég fullvissandi. „Það verð- ur um garð gengið á tveim mín- útum; enginn tekur eftir því“. „Og ef upp um mig kemst?“ „Enginn kemst að því“, svar- aði ég og lagði sígarettupakka í lófa hans. „En hvað um hina?“ „Þeir koma ekki upp um þetta. Því ekki að gefa þeim eitthvað af sígarettunum?“ „Það er ég ekki of viss um“, svaraði hann. „Nei, þetta er of áhættusamt. Ég verð hýddur og janfvel skotinn“. „Þér vitið, að þeir skjóta yður ekki. Þér þurfið ekkert að ótt- ast. Viljið þér ekki gjarnan hætta á að vera hýddur vegna banda- manns, vegna baráttu Frakk- lands? Við stöndum allir saman í þessu stríði“. „Jæja, ég skal þá gera þetta,“ sagði hann um síðir. Ég varpaði öndinni léttara og klappaði honum á öxlina. Sá fengi fyrir ferðina ef upp um hann kæmist. Peter var þegar tilbúinn og beið í annarri dýnu, sem látin var upp á bakið á Frakkanum. Ég hefi aldrei á ævinni séð neitt eins fjarri því að líkjast dýnu, en það var ekki að sjá á Frakk- anum, að hann bæri 75 kg í stað þeirra fimm, sem dýnan hefði vegið að réttu lagi. En hver fjárinn! Hann gat ekki komið dýnunni upp á bíl- pallinn, svo að hann gerði það eina skynsamlega, fleygði henni á jörðina og lézt vera að þerra af sér svitann, meðan hann lit- aðist um eftir hjálp. Hjálpin birtist í mynd tveggja okkar manna, sem fóru á réttu andar- taki að bjástra eitthvað við fram- enda bílsins. Þýzku verðirnir sneru sér þá að þeim, og á með- an bað Frakkinn einn félaga sinna að hjálpa sér við að setja dýnuna upp á pallinn. Þeir sveifluðu honum í skyndi upp á bílpallinn og skömmu síðar var bílnum ekið á brott. Peter var síðan fluttur á stað, sem hann áttaði sig ekki á, fyrr en hann skreið úr dýnunni. Reyndist hann þá vera í kjallara mannlauss húss í þorpinu. Hann lauk upp kjallaraglugga, skreið út., komst út í garð og þaðan út á veg. Fuglinn var floginn! Hann komst fyrst til Stuttgart, en síð- an til Vínar. Mesta ævintýrið var að aka í sama klefa og hátt- settur SS-foringi. Þeir urðu sam- ferða næstum 150 km leið. Að- eins maður eins og Peter Allan, sem gengið hafði í þýzkan skóla, hefði getað leikið þetta, án þess að koma strax upp um sig. Af okkur er það að segja, að þegar Frakkar komu aftur síð- ari hluta dagsins til að sækja fleiri dýnur, bjuggum við okk- ur undir að senda þá með aðra „þunga dýnu“. En nú voru Frakkar orðnir hræddir, svo að þeir þorðu ekki að leggja sig í neina hættu. Loks fengum við franskan þjón okkar, mesta tryggðatröll, til að axla dýnu með foringja einum, Hyde Thompson að nafni. Til allrar óhamingju var hann 80 kg á þyngd, svo að Þjóðverjar urðu tortryggnir, þegar dýnunni með honum var varpað á jörðina við hliiðna á bílnum og frönsku fangarnir neituðu að setja hana upp á pallinn. Loks var dýnan opnuð, meðan þýzkur foringi stóð yfir þeim, sem það gerði, með skammbyssu í hendi, og var Hyde-Thompson leiddur á brott heldur skömmustulegur. Hann var dæmdur til mánaðar „kæl- ingar“ í einangrunarklefa. Tveim vikum síðar barst okk- ur sú dapurlega frétt, að Peter hefði verið handsamaður. Var flóttasaga hans til lítillar upp- örvunar. Hann hafði komizt alla leið til Vínar, og þar sem hann var þá orðinn févana, velti hann fyrir sér, hvernig hann gæti komizt til Póllands. Honum varð hugsað til ræðismannsskrif- stofu Bandaríkjanna, fór þangað og bað menn að skjóta yfir sig skjólshúsi. Bandaríkjamenn neit- uðu kurteislega en ákveðið að veita honum aðstoð. Honum féll þá allur ketill í eld. Hann var orðinn máttfarinn af löngu flakki og varð gripinn þrúgandi ein- verukennd, sem getur alltaf náð tökum á einmana flóttamanni í fjandmannalandi. Hann fór í einn af skemmti- görðum Vínar og sofnaði þar á bekk. Þegar hann vaknaði morguninn eftir, voru fætur hans máttlausir af krampa. Hann dróst til næsta húss og var síðan fluttur í sjúkrahús, þar sem hann sagði mönnum brátt alla sög- una. Var honum hjúkrað vel, svo að brátt var unnt að senda hann aftur til Colditz, en þar náði enn meiri einmanakennd tökum á honum, því að hann var hafður í einangrunarklefa í fullan mán- uð. FRANSKT FJÖR OG PÓLSKUR OFSI Mairesse Lebrun var franskur riddaraliðsforingi, hár, glæsileg- ur og kátur, verðugur arftaki riddaraforingjans á tímum Nap- oleons, sem Conan Doyle hefir lýst svo ágætlega í bók sinni „Afrek Gerards hershöfðingja“. Lebrun hafði einu sinni áður tekizt að strjúka með því að beita bragði, sem manni sýndist vera ósköp einfalt. í rauninni krafðist það þó ekki svo lítils dugnaðar. Mjög lágvaxinn, belg- ískur liðsforingi var samsekur honum. Við eina af gönguferðun- VIKAN 5. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.