Vikan


Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 30.01.1964, Blaðsíða 34
halda áfram að njóta trausts okk- ar manna sem hlutlaus gerðar- dómari og aðstoðarmaður. Ég lét tilboð Nikis ganga áfram til mestu höfuðhleypinganna í okkar hópi, en þeir afþökkuðu boð hans einnig mjög ákveðnir. Enginn tók hann alvarlega. Eng- inn gerði ráð fyrir, að hann mundi geta komizt út úr ramm- legum klefa sínum, opnað síðan fyrir félaga sínum og lokið að endingu upp aðalhurðinni, sem var milli klefagangsins og kast- alagarðsins. Þótt svo langt væri komið, væri hann enn innan fangelsismúranna eins og við hinir! Niki hafði gaman af slík- um ögrunum, og hann hlaut að gorta af því alla ævi, ef hann gæti, þótt ekki væri nema einu sinni, fært sönnur á það fyrir Þjóðverjum, að þeir gætu að minnsta kosti ekki séð við Pól- verja. Þótt menn höfnuðu boði hans, kvað hann það standa óhaggað, og mundi hann hitta þá, sem kynnu að hafa hug á að slást í för með honum, á flötinni fyr- ir framan einangrunarklefana klukkan ellefu þá um kvöldið. Þegar klukkan sló ellefu, stóð ég og horfði út um gluggann minn, og á sama andartaki var hurðinni að einangrunarklefun- um lokið hægt upp .Dimmt var úti, en ég gat óljóst greint tvær verur, sem læddust út um dyrn- ar. Svo var einhverju kastað út um glugga hátt uppi, þar sem Pólverjar voru geymdir. Þetta var kaðall úr rúmlökum, og við hann var bundið eitthvað þungt — flóttaútbúnaður þeirra, fatn- aður og bakpokar. Svo sá ég mennina lesa sig upp eftir kaðl- inum, hvorn af öðrum, upp á syllu, sem var 13 metra yfir jörðu. Það, sem þeir ætluðu sér að gera, var óframkvæmanlegt afrek. Ég trúð.i ekki mínum eig- in augum. Þeir stóðu nú á tíu sentimetra breiðri syllu, sem stóð út úr lóðréttum kastala- veggnum. Báðir héldu um vað- inn, og síðan þumlunguðu þeir sig eftir syllunni með bakið að veggnum, unz þeir komu að þak- rennunni, sem lá meðfram þak- skegginu á byggingu þýzku varð- mannanna. Þarna voru þeir tiltölulega óhultir, og enginn gat séð til þeirra, þótt leitarljósin í kastala- garðinum væru kveikt. Svo sá ég þá klífa upp á þakið að þak- glugga, sem þeir hurfu inn um, og jafnframt höfðu þeir lakavað- inn með sér. Ég vissi, að næsta skref mundi verða að klifra nið- ur úr litlum kvistglugga fyrir endanum á varðbyggingunni þýzku. Þaðan voru 50 metrar nið- ur til kiettadrangsins, sem kast- alinn var reistur á. Ég sneri aftur til hvílu minn- ar, og ég skalf í hnjáliðunum, eins og ég hefði sjálfur verið að klifra þarna utan á byggingunni. Morguninn eftir voru þeir báð- ir komnir aftur í einangrunar- klefa sína! Það er erfitt fyrir mig að skýra frá afganginum á sögu þeirra. Niki hafði verið k1æddur gúmmískóm vegna klif- urferðarinnar, en félagi hans hafði valið fjahamannastígvél. Þegar þeir voru svo að klifra niður varðbygginguna, gerðu stígvélín of mikinn hávaða, svo að foringi í byggingunni vakn- aði. Hann lauk upp glugga sín- um, sá kaðalinn og mennina, tvo eða þrjá metra fyrir neðan sig. Hann dró fram skammbyssu sína og kallaði hvað eftir annað, held- ur heimskulega: „Hánde hoch!“ en að því búnu gerði hann varð- sveitinni aðvart um, hvernig komið væri. Ég sat síðar mánuð í klefa Nikis, án þess að geta komizt að því, hvernig hann hefði far- ið að því að opna hurðina. t So&uSv MEÐ (J MY ND U M FÁST í NÆSTU VERZLUN. Eftir þessa flóttatilraun ]étu Þjóðverjar varðmann standa í kastalagarðinum. Hann var lát- inn standa þar allar nætur, og jafnframt voru öll ljós tendruð, en þetta gerði allar flóttatilraun- ir mun erfiðari en e*la. ALLTOF AUÐVELT Sumri var tekið að halla — og fannst okkur hægt ganga og þó alltof fljótt vegna fyrirætl- ana okkar. Veturinn er í raun- inni „hinn dauði árstími" flótta- manna, enda þótt hefðhundin regla um það væri brotin hvað eftir annað í síðari heimsstyrjöld- inni. Yfir borðsalnum var langt herbergi, þar sem nokkrir ensk- ir fangar sváfu og eyddu dög- um sínum að nokkru leyti. Tveir veggjanna í herbergi þessu vissu að hinni þýzku deild kasta'ans, og þessir veggir höfðu alltaf ver- ið okkur umhugsunarefni. í önd- verðu hafði Niki opnað hurð á öðrum endaveggnum, og sneri hún að tómu kvistherbergi. Hann gat aðeins sagt okkur það. Dyra- opinu hafði samstundis verið lokað aftur. Þótt við hefðum vit- anlega reynt að brjótast gegn- um vegginn, höfðu tilraunir okk- ar verið árangurslausar, því að steinsteypa var í dyraopinu og hávaðinn kom upp um okkur, en Þjóðverjar gerðu jafnharðan við skemmdirnar. Það mun hafa ver- ið um þetta leyti, sem þeir komu einum hljóðnema sinna fyrir þarna. Hljóðnemar voru svo að segja hvarvetna. Samkvæmt frásögn foringja, sem sváfu í grenndinni við hinn vegginn, sneri hann að salern- um Þjóðverja. Tommy Eiliot og Ted Barton sögðu mér, að þeir væru byrjað- ir á aUstóru opi, sem miðaði vel áfram. Á tveim dögum voru þeir næstum komnir gegnum vegg- inn. Með því að hlusta vandlega komust þeir að því - af hljóð- unum að dæma, sem þeir heyrðu — að opið mundi vera í gólf- hæð og við hliðina á sa'.ernis- skál. Við gerðum títuprjónsst ’rt gat á pússninguna og fengum með því staðfest, að cpiö var næstum einmitt bak við og und- ir skálarsetunni. Engan tíma mátti missa. Þjóð- verjar voru óvenjulcga rólegir og gátu byrjað nýja rannsóknar- hcrferð hvenær sem var. Opið var ekki sérstak'ega vel falið okkar megin, og ]élegasta eftirlit h^föi komið upp um allt saman. Ég var há’fhræddur við þetta cp, en án góðra sönnunargagna gct ég ekki dregið úr áhuga félaga minna fyrir þessu fyrir- tæki. Ráðagerðin var ósköp einföld. Næstu sunnudagsnótt, þegar allt væri kyrrt hjá Þjóðverjum, átti að brjótast gegnum vegginn, og síðan áttu tólf foringjar að skríða í borgaralegum fötum gegnum gatið á fimm mínútna fresti og komast síðan út úr byggingunni með einhverjum hætti. En það var aðeins upphaf erfiðleikanna að komast inn til Þjóðverja, því að strokumenn urðu að finna 'eiðina út úr híbýlum þeirra, fara gegnum ýmis hlið, eða hvað það nú var, sem til hindrunar mundi verða, hverfa inn á milli trjánna á íþróttasvæðinu fyrir neðan kastalann og klífa síðan yfir aðalvegginn í skjóli trjáa. Sunnudagurinn kom, og tauga- óstyrkurinn óx með hverju and- artaki. Flóttamennirnir komu til brottfarar. Menn athuguðu hin borgaralegu föt sín og breyttu sumum eða notuðu í staðinn aðr- ar flíkur, sem fúsir aðstoðar- menn létu í té af eigin birgð- um ti1 að auðvelda flóttann. — O — Um þetta leyti fangavistar okkar var að komast nokkur skipan á flóttaútbúnað okkar. Þótt ekki hefði verið unnt að fá öllum föngum skilríki, hafði hver maður til umráða heima- gerðan áttavita af einhverju tagi, uppdrætti, sem voru nákvæmar eftirlíkingar á foringjaráðskort- um, auk nokkurra bankaseðla. Hver foringi hafði sinn eigin flóttaútbúnað, sem menn höfðu ærinn tíma til að endurbæta, með- an menn höfðu ekki annað að gera en bíða hinnar miklu stund- ar. Það var furðulegt, hvað menn gátu gert mikið með lit'um efn- um og tækjum — menn breyttu og bættu, lituðu, saumuðu og prjónuðu. Margir foringjanna voru sérfróðir á vissum sviðum og hófust bókstaflega handa um fjöldaframleiðslu. Ég helgaði mig framleiðslu á skyggnishúfum og bakpokum. Húfurnar voru gerðar úr sér- stöku ábreiðuefni, skyggnið var úr leðri eða öðru stinnu efni, vasaklútar notaðir í fóður, og svitaband úr mjúku leðri. Þetta voru ágætar húfur. Bakpokarnir voru ekki al'taf vatnsheldir. Þeir voru gerðir úr dökkum her- mannafataeínum með breiðum axlarreimum, en vasar og horn voru styrkt með leðurlengjum, sem skornar voru úr stígvélabol- um. Þessir bakpokar líktust pok- um þeim, sem þýzkir verkamenn notuðu. Sérstök list var fólgin í að lita allskonar muni með gervikaffi og rauðum blýöntum. Leikur einn var að breyta bláum flugmanna- búningum, svo að handlaginn maður gat gert úr þeim ágæt, borgaraleg klæði. En vitanlega dreymdi hvern foringja um að komast yfir ósvikin borgaraleg föt. Okkur barst tækifæri upp í hendurnar, þegar borgarlegur, þýzkur tannlæknir kom til að hjáJpa hinum franska tannlækni fangabúðanna, en það kom fá- einum sinnum fyrir. Honum fylgdu tveir verðir, sem héngu við hann eins og blóðsugur, svo að hann gat varla beitt verk- færum sínum. Margar smá- kompur voru fyrir framan lækn- ingastofu tannlæknisins, en á henni voru tvær hurðir, og var talið, að önnur væri læst. Við höfðum hins vegar lykil að hurð þessari, og bak við hana geymdi þýzki læknirinn flókahatt sinn og fallegan tweed-frakka með Joðkraga. Þetta var sannarlega eftirsókn- arverð villibráð, og Dick Howe ásamt öðrum enskum foringja, „Scorgie" Price og Frakka að nafni Jacques Prot, komu fljót- lega auga á hana. Dick lét sem hann þyrfti að greiða tannlækn- inum reikning og fékk til þess aðstoð foringja, sem átti að greiða honum um 100 mörk. Dick bauðst til að greiða reikninginn og notaði til þess eins marks seðla, svo að það tæki nokkurn tíma fyrir tannlækninn að telja upphæðina saman. Hann hafði samband við hina tvo, og áttu þeir að nota tímann, meðan tann- iæknirinn væri að telja seðlana til að krækja í hatt hans og yfir- höfn. Hann átti við og við að segja „Richtig?“ scm átti að vera eins- konar lykilorð, en litlu munaði, að félagar hans gætu ekki fram- kvæmt sinn hluta fyrirætlunar- 0^ — VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.