Vikan


Vikan - 30.01.1964, Side 37

Vikan - 30.01.1964, Side 37
Tvöfalt CUDO-einangrunargler gegn kulda og hávaða. MERKIÐ SEM NÝTUR TRAUSTS ER CUDOGLER H. F. SKÚLAGÖTU 26 — SÍMAR 12056, 20456. of duglegir". Englendingum, ír- um og Þjóðverjum var í nöp við ítali, en ítalirnir sameinuðust þeim, þegar um slavneska inn- flytjendur var að ræða. Patrick Kennedy lét sig þessi átök litlu skipta. Hann þrælaði og þrælaði, eyddi tómstundum sínum í hinu sívaxandi samfélagi írskra innflytjenda, sem aðal- lega unnu við höfnina, við þjón- ustustörf í hótelum og við venju- leg verkamannastörf. Patrick efnaðist lítið eitt, kvæntist og eignaðist fjögur börn með konu sinni, hið yngsta árið' 1862. Það var drengur, skírður ú höfuðið á föður sínum. Hann varð afi John F. Kennedy. Patrick yngri var fljótur að koma undir sig fótunum. Fjöl- skyldan átti að vísu í talsverðu basli framan af, en dugnaður Patricks eldra hafði skapað syn- inum aðstöðu, sem gerði honum kleift að hefja arðbær viðskipti við landa sína. Hann opnaði sem sé drykkjukrá, nokkur skref frá stórri skipasmíðastöð í Austur- Boston. Þangað tóku írarnir í skipasmíðastöðinni og nágrenn- inu að streyma eftir langan og strangan vinnudag, þyrstir og síðar kátir, sungu og .röfluðu fram eftir kvöldi og drukku oft mikið. Patrick yngri ríkti í kránni, þrekvaxinn, hógvær með vandlega snyrt yfirvararskegg, sem minnti á tvo hurðarhúna, og gaf sér ætíð tíma til að hlýða á áhyggjuefni og umkvartanir viðskiptavinanna. Hann var einnig boðinn og búinn til að hjálpa þeim, sem komust í krögg- ur. Þannig urðu umburðarlyndi og hjálpsemi til að skapa hon- um vinsældir, sem gerðu honum fært að hefja þátttöku í stjórn- málum Bostonborgar. Einmitt slíkar vinsældir og sú virðing, er hann hlaut af ráðdeild sinni, hjálpsemi og góðum ráðlegging- um, voru nauðsynlegar þeim, sem eitthvað vildu láta að sér kveða á þessum vettvangi. Hreppapólitík, trúarbrögð og þjóðerni stuðluðu einnig að frama hans. írarnir voru á ár- unum 1880—1890 á góðri leið með að ná öllum völdum í stjórn- málum Bostonborgar, vegna fjölda og óvenjulegs stjórnmála- áhuga. Þeir töluðu sjaldnast um annað en stjórnmál. Þessi ódrep- andi áhugi þeirra kom sér vel, því kosningabaráttan í Boston á þessum tíma var ekki öllum hent.. Patrick Kennedy varð brátt meðal örfárra valdamestu mann- anna í hópi Demókrata í Boston. Hann var nokkrum sinnum í framboði og náði ætíð kosningu án þess að halda eina einustu ræðu. Ræðumennska átti ekki við hann, og raunar opinber em- bættismennska ekki heldur. Hann vildi vera einn þeirra, sem réðu bak við tjöldin, áttu vald á atkvæðum og embættum. Þetta tókst honum. Hann varð einráð- ur í kjördæmi sínu. Aðferðirn- ar í stjórnmálabaráttunni voru margvíslegar. Einn kjördæmis- herrann lét eitt sinn skrá 60 kjós- endur í litlu sex herbergja húsi. Joseph Kennedy, faðir forsetans minntist þess eitt sinn að hafa séð sama manninn fara 128 sinn- um inn í sama kjörklefann. Pat- rick Kennedy, sem leitaði eftir vaxandi völdum, varð að heyja harða baráttu við Martin nokk- urn Lomasney um yfirráðin á einum af fundum Demokrata. Lomasney var þá frægastur og harðvígugastur kjördæmisherr- anna í Boston. Patrick sá, að ekk- ert minna dugði en að útiloka Lomasney alveg frá fundinum. Hann lét hlaða götuvígi á leið andstæðingsins og fylgismanna hans. En þeir komust engu að síður fram hjá þeim, eftir að hafa sviðsett jarðarför, með vopnaða glæpamenn í líkvagninum. Það var vinsælt bragð að vekja hátt- virta kjósendur upp með hávaða og barsmíðum nóttina fyrir kosn- ingu og hvetja þá til að kjósa frambjóðanda andstæðinganna. Það gekk á ýmsu í fetjórnmálum Bostonborgar í þá daga. Og hvernig sem á því stóð, átti þessi stjórnmálabarátta betur við írana en alla aðra. Meðal hinna útvöldu í hópi Boston-demokrata var John F. Fitzgerald, ungur og snjall stjórnmálamaður, þegar Patrick Kennedy kynntist honum á fund- um foringjanna. Hann varð síð- ar borgarstjóri Bostonborgar, en lét af embætti aðeins fimmtíu og eins árs, og kom öllum á óvart með ákvörðun sinni. Hann var einn harðasti og litríkasti frambjóðandi og stjórnmálamað- ur, sem Bostonbúar höfðu aug- um litið. En hann yfirgaf ekki stjórnmálin þrátt fyrir þetta. Hann bauð sig hvað eftir annað fram til fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings og öldungadeildarinn- ar, en náði aldrei kosningu, enda dugði írum ekki fylgi sitt í Bost- on til að komast svo langt. En hann háði frægan bardaga um sæti í öldungadeildinni við Henry Cabot Lodge, árið 1916, en Lodge var leiðtogi Republik- ana í öldnugadeildinni og tal- inn ósigrandi. ,,Aðlinum“ í Bost- on, hinum innfæddu Yankees, lá við taugaáfalli, þegar kosninga- úrslitin voru birt, og í ljós kom, að Fitzgerald eða „Honey Fitz“, eins og aðdáendur hans nefndu hann, hafði fengið aðeins 30 þús- und færri atkvæði en hinni mikli og vitri skörungur, Lodge. „Hon- ey Fitz“, lítill, snaggaralegur, síkátur og syngjandi eftirlætis- lagið sitt „Sweet Adeline" fyrir kjósendur, hafði unnið mikið af- rek. Hann hefði aflaust glaðzt, ef hann hefði lifað þann dag að sjá sonarson og alnafna andstæð- ings síns falla fyrir dóttursyni sínum í kosningum til öldunga- deildarinnar, 36 árum síðar. Það eru sagðar ýmsar sögur af „Honey Fitz“. Hann átti að kenna írskum innflytjendum bandaríska stjórnmálasögu áður en þeir gengu rndir próf í þeim fræðum, en það var skilyrði fyr- ir því að þeir fengju innflytj- endaleyfi. Andstæðingurinn spurði einn nemandann nokk- urra spurninga til að reyna kunn- áttu hans. „Hver býr til lög landsins?“ „John F. Fitzgerald“, svaraði maðurinn. „Hvaðan koma lög Massachus- etts?“ „Frá John F. Fitzgerald“. „Hver er forseti Bandaríkj- anna?“ „John F. Fitzgerald“. Það er ekki að undra þótt nafn hans lifði á vörum fólks. Lengi, jafnvel eftir að Joseph Kennedy var orðinn vellauðugur maður og ambassador Bandaríkjanna í Bretlandi, töluðu dagblöðin í Boston um hann sem tengdason „Honey Fitz“. Joseph Kennedy, sonur Pat- ricks Kennedy yngri, gekk á f jör- ur Rose Fitzgerald, þegar hann var í menntaskóla. Þau létu eng- an vita um þennan kunningsskap sinn. Joseph var þá mikil stjarna í skólanum, formaður bekkjar- ráðsins, framkvæmdastjóri bolta- liðsins, foringi baseballliðsins og sigurvegari í íþróttum. Skólinn var einn meðal hinna ströngustu og erfiðustu, sem til voru í Bost- on. Og ?ar sem Joseph var ekki mikið fyrir námið, átti hann í eilífum erfiðleikum með ein- kunnirnar. Hann var leynilega trúlofaður Rose í sjö ár, að sögn vegna þess, að „Honey Fitz“ leyst ekki alltof vel á hann sem tengdason. Það var jafnvel haft við orð, að hann hefði í hyggju að gifta dóttur sína tekónginum Sir Thomas Lipton, sem var vin- ur „Honey Fitz“ og tíður gestur hans. Hafi karl verið í einhverjum vafa um. framtíð dóttur sinnar í höndum Joseph Kennedy, hef- ur sá efi eflaust orðið að engu, þegar Joseph var kjörinn stjórn- arformaður banka eins, sá yngsti í Massachusetts, aðeins 25 ára gamall. Þá voru ekki mörg ár liðin síðan hinn nýkjörni stjórn- arformaður hafði fallið á prófi í einni af greinum viðskipta- fræðinnar í Harvardháskóla og átt í mesta basli með aðrar. TVÆR ÍRSKAR ÆTTIR TENGJAST Stuttu eftir þessa upphefð var hjónaband Joseph Kennedy og VIKAN 5. tbl. — gy

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.