Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 43

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 43
tengja þá. Aðalvandræðin verða í sambandi við flutningana, því hve'r spennubreytir fyrir sig er allt að 70 tonn, og það er aðeins eitt farartæki hér á landi, sem gæti flutt þá. Það er krani og vagn, sem við eigum sjálfir. Ef við hefðum meiri tíma, þá mund- um við losa af þeim olíuna, sem á þeim er, en það eru 10—12 tonn á hverjum spennubreyti. Það tekur iangan tíma, og því varla framkvæmanlegt núna. Ef við hefjumst handa strax, þá trúi ég ekki öðru en að okk- ur takist að bjarga í það minnsta einum þeirra, og það hefur strax geysimikla þýðingu ...“ „Er þá ekki rétt að þú hefjist handa þegar í stað, og að við athugum svo aðra möguleika síð- ar. Mér virðist ekki veita að tímanum til að bjarga því, sem bjargað verður“. „Jú, ég álít að það sé það fyrsta, sem gera þarf, og um leið það nauðsynlegasta. Það er aðeins eitt. Við verðum þá að taka rafmagnið af bænum tölu- vert fyrr en ella. „Það verður að hafa það“, sagði borgarstjóri. „Við reiknum með því að það fari hvort sem er, svo það er sama hvort það verður nokkrum klukkutímum fyrr eða síðar. En láttu mig samt vita með eins löngum fyrirvara og hægt er, hvenær það verður. Einbeittu þér að þessu. Ég skal sjá um að þú fáir jafnóðum fregnir af hraunrennslinu, svo þú getir fylgzt með því“. „Gott og vel“, sagði rafmagns- stjóri, og nú var farinn af hon- um allur vandræðasvipurinn, en í þess stað lýsti sér í andliti hans og fasi, einbeittni og festa. Nú hafði hann ákveðið verkefni til að snúa sér að, og gat gefið sig allan til lausnar á því. Hann kvaddi stuttlega og gekk út. „Borgarstjóri...“ var sagt dimmri og hásri röddu. „Já?“ „Ég hefi samið tilkynningu, til að lesa í útvarpinu, til þess að fá strax eins mikið vinnuafl á staðinn, og hægt er. Viljið þér kannske líta yfir hana áður en hún verður send til útvarpsins?“ „Já, lofið mér að sjá. Það er bezt að lesa hana upp, svo við heyrum allir. Menn geta þá gert athugasemd við hana, ef þeir vilja. Viljið þér gjöra svo vel að lesa tilkynninguna, Blöndal“. „Já. Hún hefst svona: „Aríðandi tilkynning frá borg- arstjóra Reykjavíkurborgar: Líkur benda til, að hraunflóð úr eldgosi í Bláfjöllum, muni renna í farveg Elliðaár og þar til sjávar. Ýmis mannvirki borg- arinnar við Elliðaárósa cru þess vegna í yfirvofandi hættu, og þá sérstak'iega rafstöðin við árn- ar, varastöðin og önnur mannvirki Rafmagnsveitunnar, Gvendarbrunnar og vatnsleiðsl- ur til borgarinnar, hitaveitu- stokkurinn yfir árnar, og búast má við að vegarsamband rofni. Tilraunir verða gerðar nú þeg- ar, til þess að bjarga því sem hægt er undan hraunflóðinu, og eru þess vegna allir starfsmenn Rafveitunnar, Vatnsveitunnar og Hitaveitunnar beðnir að mæta þegar til vinnu á venjulegum vinnustað, þar sem þeir munu fá nánari fyrirmæli. Það skal endurtekið, — að það er mjög áríðandi að allir starfs- menn Rafmagnsveitu, Vatns- veitu og Hitaveitu mæti þegar í stað á venjulegum vinnustað. Borgarstjórinn í Reyk'avík. Ath. til fréttastjóra: Þessi tilkynning lesist upp á 10 mínútna fresti til kl. 0800. „Já, mér sýnist að þetta sé það nauðsynlegasta í bili. Menn mæta hvort sem er til vinnu eftir einn til tvo tíma, svo að þetta er aðeins til að nýta tím- ann betur þangað til. Spurning- in er aðallega sú, sýnist mér, hvort tilkynningin á að vera frá mér, eða almannavarnarnefnd, og þá skírskotað til laga um almannavarnir frá í fyrra. Hvað segið þið um það?“ „Ég álít“, sagði lögreglustjóri, ,,að þetta sé bezta formið, eins og það er. Hér er hvort sem er aðeins um að ræða einn til tvo klukkutíma, og ekki rétt, að mínu áliti, að vekja meiri óhug í fólki en efni standa til, með því að skírskota til almanna- varna. Fólk kann að leggja í það annan skilning en við óskum eft- ir, og það gæti skapað óæskilega hræðslu. Ég held að menn verði almennt við þessum tilmælum, og að ekki sé rétt að setja nein viðurlög eða láta í það skína að neyðarástand sé að skapast. Ég treysti á þegnskap manna í þessu tilfelli". „Þetta er vafalaust rétt álykt- að. Við skulum þá koma þessu í útvarpið umsvifalaust, Blön- dal“, sagði borgarstjóri. „Hvað er þá næsta atriði, Valur?“ „Mér hefur skilizt“, sagði Val- ur, „í sambandi við þær laus- legu athuganir, sem áður hafa farið fram á þessum möguleika, að lítil sem engin hætta sé á því, að andrúmsloft eða drykkj- arvatn spillist vegna lofttegunda eða fastra efna, sem koma frá gosinu, og að fólki sé því lítil sem engin hætta búin í þeim sökum. Vitið þér nokkuð um það, borgarlæknir?“ „Nei, mér ekki kunnugt um það að órannsökuðu máli. Sjálf- sagt er að fylgjast vel með því“. „Já. Við höfum því miður ekki jarðfræðing né efnafræðing hér hjá okkur, en ég legg til að borg- arlæknir hafi yfirumsjón með rannsóknum og stöðugum athug- unum á þessum atriðum. Það er þá rétt að þér fáið yður til aðstoðar alla þá jarð- fræðinga, efnafræðinga og aðra sérfræðinga, sem þér getið náð í, borgarlæknir, og hefjist handa þegar í stað“. Sigurður Jónsson borgarlækn- ir var að ganga út úr dyrunum, þegar maður snaraðist þar inn og hafði rétt rekizt á hann. Þar var kominn Jóhann Sigurðsson vegamálastjóri, og virtist móður. „Góðan daginn, hér“, sagði hann „Ég fékk skilaboð frá yður, borgarstjóri, um að koma hingað ef ég gæti...“ „Já þakka yður fyrir. Við er- um hér að ræða um hvað hægt sé að gera til að taka á móti hraunflóði niður eftir Elliðaán- um. Þér munuð hafa verið við eldstöðvarnar. Hvernig er útlitið þar?“ „Það er vægast sagt, ekki gott. Annar hraunstraumurinn rennur hratt niður að Sandskeiði, og ég reikna með að vegurinn þar lckist eftir tvo til þrjá tíma. Ég hefi þegar sent nokkrar stórvirk- ar jarðvinnsluvélar austur fyrir Sandskeiðið, sem eiga að vera þar til taks, ef möguleiki verður á því að ryðja bráðabirgðaveg fyrir norðan hraunið. Þær þurfa líka að halda heiðinni hreinni fyrir umferð, því búast má við að vélar og önnur tæki þurfi að komast þeim megin að hraun- inu“. „Já, prýðilegt. Mér hafði satt að segja ekki dottið þetta í hug“, sagði borgarstjóri. „En hvað er að frétta af hinum hraun- straumnum, sem virðist stefna hingað?" „Hann er töluvert breiðari, og fer ekki eins hratt yfir, en virð- ist stefna hingað. Það er ekki ósennilegt að hann herði á ferð- inni eftir nokkurn tíma, því hall- inn eykst. Mér sýnist allt benda til þess að hann lendi ofan í Gvendarbrunnum og Elliðavatni . . . allt undir því komið hversu mikið magn kemur úr gígnum“. „Ef hrunið fer eftir farvegi ánna og rennur alla leið til sjáv- ar, þá fer brúin yfir Eiliðaárnar af og vegarsamband rofnar ...“ „Já, ég hefi hugsað um það, en álít ekki að möguleikar séu á að gera neitt þar, fyrr en mað- ur sér hvað skeður. Annars held ég að það verði fljótlegt að koma aftur á bráðabirgðasambandi yfir hraunstrauminn, strax og hann er hættur að renna. Yfir- borðið storknar fljótt, og kannske verða þá einhverjir möguleikar á að kæla niður und- irstöðu undir slíkan spotta“. „Við látum það bíða. Næsta atriði, Valur ...?“ „Það er að fræða almenning um hvað er að gerast, gera það á réttan hátt og sem fyrst, áður en fólk verður hrætt við það óþekkta. Ég legg til að blaða- fulltrúa borgarinnar verði falið að kalla saman fréttamenn frá blöðum — óitvarpið höfum við þegar hér — skýra þeim frá staðreyndum og brýna vel fyrir þeim hversu lífsnauðsynlegt það sé, að forðast að ýta undir ímyndunaraflið um of, draga frekar úr hættunni heldur en hitt, því hætta fyrir borgarbúa er raunverulega engin. Þetta hefur geysimikla þýð- ingu, eins og ég veit að þið skilj- ið, og aldrei of vel brýnt fyrir mönnum að fara rólega í svona tilfellum. Ég veit hvernig blaða- og fréttamenn eru .. . þeir vilja fá æsifréttir og selja sín blöð... það er þeim í blóð borið, — en ég held að þsir geti haft nægi- legt magn af eftirsóttum fréttum te © o • Roxtal KÖLDU >0\j & t búðingarnir ERU BRAGÐGÓÐIR MATREIÐSLAN AUÐVELD Fjórar bragðtegundir: Súkkulaði Vanillu Karamellu Hindberja TU sölu 1 flestum matvöruverzlunum landsins. VIKAN 5. tl)l. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.