Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 49

Vikan - 30.01.1964, Qupperneq 49
lána mér peninga, þú þarft ekki að vera hrædd um það. Nei, en mig langar til að þú setjir þessa ávísun frá Jock Hamden inn á bókina þína, og takir svo út pen- ingana og borgir mér þá. — Attu ekki bankabók sjálf- ur? spurði hún. Hún botnaði ekki í þessu. — Jú, víst á ég það. En þetta er nú enginn stórgreiði, og ég ætlaðist ekki til að þú þyrftir skýringar á honum. Samt komst hann að þeirri niðurstöðu, að réttast væri að gefa skýringu. - Sannleikurinn er sá, að ég hefi yfirdregið hlaupareikninginn minn skrambi mikið, og það verður talsverð bið á því, að ég geti rétt hann við aftur. Ef ég legg þessa upp- hæð inn á mitt nafn, heldur bankinn henni til þess að jafna reikninginn, en ég þarf á þess- um peningum að halda núna. Þú skilur að þú þarft ekki hafa neinar áhyggjur af þessu. Hvar er bankinn, sem þú skiptir við? — í Farnham, sagði hún. - Þá ek ég með þér þangað, barnið gott. Ég á ýmis erindi í London, svo að ég fer þangað frá Farnham á morgun. Þú færð ávísunina greidda og skilar mér svo peningunum. — En bankinn vill vafalaust athuga fyrst, hvort ávísunin er góð og gild? Það kom óánægjusvipur á hann. - Það er sjálfsagt rétt at- hugað hjá þér. Það var ergilegt, en það verður ekkert við því gert. — Ég hefði gaman af að sjá húsið, sem þú hefur keypt, sagði Clare. — Ég veit að Simon álítur, að þetta sé ágætt hús, sem alltaf verði mikils virði. — Vitanlega, sagði Ralph brosandi. — Ég eyði ekki tím- anum í að gera áætlanir út í óvissu. En við höfum ekki tíma til að koma þar við núna. Ég skal skreppa þangað með þér síðar — til dæmis í næstu viku. •— Var það ekkert annað en þetta með ávísunina, sem þú ætl- aðir að biðja mig um, Ralph, sagði Clare —• hún vildi helzt halda áfram að tala til þess að reyna að gleyma því, að nú fjar- lægði hver sekúndan hana frá Simoni. — Ó, Ralph, ég vildi óska að ég gæti fengið að út- skýra þetta fyrir Simoni. Hvers vegna viltu ekki gera það? Það getur ekki skipt nokkru máli fyrir þig. Nú varð hann aftur ólundar- legur og önugur. — Ég hef svarað því áður. Það varst þú, sem áttir upptökin að þessari gervitrúlofun, og einn mánuður til eða frá getur varla skipt nokkru máli. — Þú veizt vel, sagði hún með ákefð — að tíminn getur varð- að öllu. Ekki fyrir mig, væna mín, svaraði hann. — Gleymdu þessu öllu, það er bezta ráðið. Ef þú værir skynsöm stúlka, mundir þú giftast þessum alúðlega lækni þínum — þarna í Morgate, á ég við. Ég er hræddur um, að þú eigir enga framtíð fyrir þér í Falmouth. Ef þú vissir hvað sjálfri þér er fyrir beztu, þá fær- ir þói að mínum ráðum. — Æ, ég er að hugsa um —- þennan kvenmann, sagði Clare. — Hve mikið þekkir þú eigin- lega Joan Latimer? Hún er að tala um að hún hafi þekkt þig áður og er að dylgja um, að þú og ég höfum unnið í sama sjúkra- húsi um tíma. Hún er illmenni — hreint og beint illmenni. - Ég get verið sammála þér um það. Hún er meira illmenni en svo, að maður geti látið það afskiptalaust. Þér er hollast að gera þér það ljóst. Þér tókst að hlífa Faith í þetta skiptið, en Joan mun áreiðanlega koma sínu fram — og nær í Simon —- fyrr eða seinna. Clare skalf. Nú gat hún ekki komið neinu fram, úr því sem komið var. Ralph sveigði inn á St. Augell- veginn. — Þú tekur að þér stjórnina á nýja hælinu, er það ekki? spurði hann. Ég er ekki alveg viss um það ... Simon verður starfandi þar að einhverju leyti. Og lík- lega þvertekur hann fyrir, að ég verði ráðin þangað, sagði hún beisk. - Simon skiptir sér ekkert af hverjir ráðnir verða þangað, ef reksturinn gengur vel og hann fær arð af peningunum sínum. — Mig langar hvað sem öðru líður að hugsa mig betur um, þangað til þetta er komið lengra á leið. Hvenær verður heimilið tilbúið? - í haust, hugsa ég. Þá verð ég fyrst um sinn í sjúkrahúsinu og sé til hvernig gengur, sagði Clare dauf í dálk- inn. Hjarta hennar var þungt sem blý, og hún leið kvalir er hún heyrði nafn Simonar nefnt. Það var orðið áliðið, er þau komu að sjúkrahúsinu, og Clare datt margt í hug er hún sá bygginguna aftur. — Ég hitti þig þá við bank- ann á morgun — klukkan hvað? — Mér er ómögulegt að segja um það, — ég veit elcki hvenær ég á að vera á verði í sjúkrahús- inu. Hann svaraði ergilegur: — En skilurðu ekki, að ég verð að koma þessu í lag — með ávísun- ina? Ég get ekki beðið allna dag- inn eftir þessum peningum. — Það er óþarfi að vera með ónot út af þessu, svaraði hún fullum hálsi. — Ef þú hefur pappírsblað og umslag á þér, gæti ég lagt ávísunina í póstkassa bankans strax. Mér er ómögulegt að lofa, að ég geti farið út á þeim tíma, sem bankinn er op- inn á morgun. — Jæja, þetta var góð hug- mynd, sagði hann og varð léttari á brúnina. Hann tók ávísunina og kvittaði hana, svo tók hann upp umslag og pappírsblokk. — Það er bezt að þú skrifir nokk- ur orð um, að ég eigi að taka við peningunum og svo kvittar þú ávísunina líka. Clare gekk frá þessu og lok- aði umslaginu. Ralph ók að bank- anum og setti bréfið í kassann. Þá var þessari áhyggjunni létt af mér, hugsaði hann með sér. — Ég geri ráð fyrir að þú „útvarpir" trúlofuninni okkar í sjúkrahúsinu, sagði hann létt. — Ég skal gjaman ltoma og heim- sækja þig, og haga mér eins og nýtrúlofaður maður. Hún var í þann veginn að andmæla, en hann bætti við: — Fréttirnar eru fljótar að berast, og ef við slítum trúlof- uninni strax, er hætt við að Faith fari að gruna margt. Clare kinkaði kolli. Þetta skiptir heldur ekki nokkru máli. Þau kvöddust og hún fór inn í hjúkrunarkvennahúsið. Yfir- hjúkrunarkonan mætti henni í göngunum. Hún brosti blíðlega til Clare. — Það var sannarlega gaman að sjá yður aftur, systir, sagði hún. Clare þvingaði sig til að brosa á móti. • - Þakka yður fyrir að þér hafið sýnt mér svona mikla þol- inrnæði, yfirsystir. Ég neyddist til að verða þarna svona lengi — eins og ég skýrði yður frá. — Ég skil það vel. Og er ung- frú Hamden nú orðin heil heilsu? — Já, hún er það. En er það svo, að þér hafið eitthvað handa mér að gera núna? — Við höfum alltaf nóg að gera handa duglegum hjúkrunar- konum. . . Þér getið byrjað á Semphill — þér vitið kannske, að Morgate læknir er orðinn deildaryfirlæknir þar síðan þér fóruð? — Það þykir mér vænt um að heyra! — Og Graeson hjúkrunarkona er ekki hjá okkur lengur. — Leyfist mér að segja, að það gleður mig mikið líka? Yfirsystirin hló. - Góða nótt, systir. — Góða nótt, yfirsystir. Á ég að vera í gamla herberginu mínu? •— Já, það er laust, svaraði hún og hélt áfram. Þrjár hjúkrunarkonur komu út á ganginn og æptu þegar þær sáu Clare. — Hæ !Hæ! Sjáið þið litinn á henni. Maður skyldi halda, að hún væri að koma frá Spáni. . . Og svo kemur hún aðeins frá Cornwall! •— Nú verður Morgate læknir eins og manneskja aftur. Hann hefur verið eins og halaklipptur hundur síðan þú fórst. — Við héldum að þú ætlaðir að giftast þarna vesturfrá. Okk- ur fannst eitthvað dularfullt við þessa Florence Nightingalefórn- fýsi þina. En sannast að segja ertu nú mögur og þreytulleg, þrátt fyrir sólbrunann. - Ég er bara dálítið þreytt, sagði Clare. Hún reyndi að brosa. — Við sjáumst aftur á morg- un... Viku eftir að Clare var far- in frá Hamdenfólkinu, sagði Faith upp úr þurru við Simon: vikan 5. tbi. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.