Vikan

Issue

Vikan - 21.01.1965, Page 40

Vikan - 21.01.1965, Page 40
að bjargað Joffrey. Hún hristi höfuðið aftur. Hún mátti ekki framar hugsa um það. 1 hvert skipti, sem hún gerði Það, laumaðist löngunin til að deyja inn i æðar hennar og hún var gripin þrá til að sofna að eilifu. Hún mátti aldrei framar hugsa um Það. Hún hafði annað að gera. Hún varð að bjarga Florimond og Cantor. Hún varð að spara, spara! Hún myndi læsa gullið sitt í skrininu eins og minjagripinn frá niður- lægingartímunum, þar sem hún hafði þegar sett rýting Rodogone egypzka. Við hliðina á þessu gagnslausa vopni myndi hún hlaða upp gullinu, vopni valdsins. Angelique leit upp í himininn, þar sem dögunin var að brjótast fram. Vínsalinn auglýsti vörur sínar á götunni. Við hlið húsagarðsins bað myndaði fagnandi hópa. Verzlanir og verkstæði lokuðust. Vín streymdi úr gosbrunnunum. Þjónar konungsins settu upp langborð á götunum, þar sem góðgæti var á borðum. Um kvöldið var stórkostleg flugelda- sýning. Þegar drottningin var komin aftur heim frá Fontainebleau og setzt að í Louvre með krónprinsinn, bjuggust hin ýmsu stéttarfélög borgar- innar til að votta krónprinsinum virðingu sína. Mére Marijoaine sagði við Angelique: — Þú kemur með. Það er ekki alveg samkvæmt reglunum, en ég tek þig með sem aðstoðarstúlku, til að bera blómakðrfurnar mínar. Myndi Þér ekki þykja gaman að sjá heimili konungsins, hina fallegu Louvrehöll? Herbergin eru stærri og fallegri en kirkjurnar, eða svo UMBOÐS' & HEILDVERZLUN betlari um ölmusu með tilfinningalausri röddu. Hún horfði á hann, og sá að þetta var Svartabrauð. Svartabrauð í öllum sínum tötrum, með öll sín sár, allar sínar bólur, hinn eilífi pílagrímur fátæktarinnar. Gripin af skyndilegum ótta, hljóp hún eftir brauðhleif og súpuskál og færði honum. Flækingurinn starði herskár á hana undan loðnum, hvítum augnabrúnunum. 68. KAFLI í nokkra daga skipti Angelique hæfileikum sínum milli mataráhalda Maitre Bourjus og blóma Mére Marijolaina. Blómasölukonan hafði beðið hana um að hjálpa sér áfram, því fæðing konungsbarnsins var nálæg, og blómasölukonurnar sáu ekki fram úr því sem gera þurfti. Dag nokkurn i nóvember, þegar þær sátu í Pont-Neuf, tóku hallarklukk- urnar að slá. Hringjarinn þreif hamarinn sinn og í fjarska heyrðust dynjandi skot fallbyssnanna i Bastillunni. Allir íbúar Parísar fengu æðiskast af gleði. — Drottningin hefur orðið léttari! Drottningin hefur orðið léttari! Mannfjöldinn hélt niðri í sér andanum og taldi: — Tuttugu, tuttugu og einn, tuttugu og tveir. Þegar tuttugasta og þriðja fallbyssuskotið drundi, þreif fólkið hvað i annað. Bjölluhringingarnar og skothríðin endurómaði um alla París. Nú var enginn vafi lengur: Drengur! Krónprins! Krónprins! Lengi lifi krónprinsinn! Lengi lifi drottningin! Lengi lifi kóngurinn! Allir föðmuðust og kysstust. Söngurinn ómaði um Pont-Neuf. Fólkið virðist að minnsta kosti! Angelique þorði ekki að neita. Þessi góða kona var að gera henni stóran greiða, þar að auki, þótt hún vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér, langaði hana að koma enn einu sinni á þennan stað, sem hafði verið leiksvið svo margra atvika og sorg- leikja í'lifi hennar. Myndi hún sjá Grande Mademoiselle í svip, með þrútin augu og társtokkna af geðshræringu ? Hina ósvífnu de Soissons hertogafrú? Hinn fyndna Lauzun? De Guiche? De Vardes? Hverjum hinna miklu fyrirmanna og kvenna myndi detta I hug, að meðal blómasölukvenna væri kona, sem ekki fyrir svo ýkja löngu gekk um ganga Louvre i skartklæðum, með brennandi augu, í fylgd með hrika- legum Mára, gekk frá einum til annars, fyrst óviss, svo biðjandi um ómögulega miskunn handa eiginmanni, sem þegar hafði verið dæmdur? Á tilteknum degi var hún ásamt hinum í húsagarði hallarinnar, þar sem blómasölu-, appelsínusölu- og fisksölukonur hópuðust mjó- róma í stífuðum pilsum. Allar voru klyfjaðar með vörum sínum, fögr- um og ilmsterkum. Blómakörfur, ávaxtabalar og síldarkútar voru sett hlið við hlið fyrir framan Monsigneur krónprinsinn, mjúkar rósir, þroskaðar appelsinur og fallegur, silfurlitur fiskur. 1 biðstofunni var þeim sagt að bíða, og síðan var þeim vísað inn í svefnherbergi drottningarinnar. Konurnar krupu, og talsmenn þeirra fluttu ræður sínar. Krjúpandi með þeim á skærlitum gólfteppunum sá Angelique drottninguna liggja í stórum slopp í hálfrökkri hins kon- unglega rúms. Hún var enn með sama tilbúna alúðarsvipinn og við brúðkaupið í Saint-Jean-de-Luz, en franska tízkan og hárgreiðslan VIKAN 3. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.