Vikan

Útgáva

Vikan - 28.01.1965, Síða 45

Vikan - 28.01.1965, Síða 45
árum, Julie. Þessi Herra Loeb er fyrrverandi hermaður. Hann var í Berlín 1949 og var einu sinni skammt frá Brandenborg- arhliðinu, þar sem rússnesku landamærin eru, og kastaði frá sér sígarettustubb. Þá þaut þessi ungi maður fram og tók stubb- inn upp ... Frú Thorpe átti erfitt með andardráttinn. Herra Loeb sagði, að hann hefði tekið eftir því hve stór, sterkur og myndar- legur hann var. Hann sá andlit hans skýrt og greinilega og þekkti það aftur, þegar hann kom auga á myndina, og sagði, að þetta væri sami maðurinn. — Ó, Cecilia... rödd Julie titraði. — Heldurðu, Cecilia í raun og veru, að við getum ... Að við megum vona? — Ég hef alltaf verið full- komnlega viss, Julie .1 hjarta mínu hef ég aldrei fundið hinn minnsta efa. f fyrsta skipti á ævinni vafði Julie handleggjunum um frú Thorpe, og þær föðmuðust. — f apríl skaut konan með saumaskapinn upp kollinum. Það var hringt og þegar frú Thorpe opnaði, stóð þar föl og ung kona í þunnri, svartri kápu, með skýluklút á höfðinu. Hún talaði slæma ensku, og var með kassa fullan af svissneskri handa- vinnu. Frú Thorpe keypti sex vasaklúta, útsaumaða með gul- um blómum og litlum hnútum, og fylgdi henni síðan til dyra. Og nú fór stúlkan að haga sér undarlega. Hún hikaði á þrösk- uldinum. — Þér áttuð son, sem barðist í síðari heimsstyrjöldinni... Er það ekki rétt? Ég þekki son yðar. Augu hennar fylltust af tárum. — Já, já, ég þekki hann. Og liðug og snögg eins og héri hentist hún niður tröppurnar og þaut burt, út eftir götunni. Og í byrjun júní fékk frú Thorpe lítinn böggul með póst- inum. Póststimpillinn var frá Austur-Berlín. f pakkanum var skólahringur Russ, vafinn inn í silkipappír. Julie mundi eftir því með fullri vissu, að Russ bar þennan hring þegar hann fór til Englands. Hann kallaði þetta verndargripinn sinn. Þegar Julie kom í heimsókn, lá frú Thorpe á hnjánum og þakkaði guði. Julie kraup við hlið hennar. Dag eftir dag biðu þær, vissar um að eitthvað myndi gerast í viðbót. Á hverju kvöldi hringdi Julie frá íbúð sinni í Greenwich Village til frú Thorpe í Brook- lyn, en ekkert ennþá. Ekkert ennþá. Og svo kvöld nokkurt í byrjun júlí, sagði frú Thorpe, rólega og geðshræringarlaust, að hún væri viss um, að þetta væri allt sam- an einhver vitleysa. Hún sagðist hafa „breytt sér“. Hún hafði „hugsað um málið“. Og minna en tveim vikum síðar hvarf hún. Þegar iðgjöldin eru allsstaðar þau sömu, þá er það þjónustan sem skíptir mestu máli. ALMENNAR TRYGGINGAR bfðða yður góða þjónustu. KOMIÐ EOA HRINGIO f SÍMA 17700 ALMENNAR TRYGGINGAR E PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700 Eawai{iy»wmiiiii,tMiaua.iwiir enm ... Julie náði í þjónustustúlkuna hennar, sem lét fyrst eins og hún vissi ekki neitt. Julie tók fram veskið sitt. — Hundrað dollara? — Já, en þá verðið þér að lofa að segja henni ekki, að það var ég, sem sagði frá því. Og þannig atvikaðist það, að þegar Julie kom til Alpenstadt, sumarið 1951 gerði hún það í von um að finna mann, sem var dáinn. Og hún var viss um, að Cecilia Thorpe var komin þang- að á undan henni — í sama til- gangi. — Góðan daginn, Cecilia, sagði Julie í kyrrð matsalarins. -— Hef- urðu sofið vel? — Prýðilega, sagði frú Thorpe, þótt hún hefði ekki útlit til þess að það væri satt. Julie kjamsaði á kaffinu sínu. — Eigum við að fá okkur göngu- ferð í skrúðgarðinum, eða viltu heldur sitja úti á svölunum? ---Nei, fyrir alla muni, við skulum ganga út í góða veðrið. Rósirnar eru svo fallegar á morgnana. Frú Thorpe tók und- ir handlegg hennar og spurði eins og af tilviljun: — Hvað hyggstu nú fyrir, Julie? —■ Ég hef ekki ennþá ákveðið mig, sagði Julie. —■ Julie, vina mín. Heldurðu, að ég ljúgi að þér? — Nei, Cecilia. — En hvað þá? Augu frú Thorpe voru eins og glertölur. Þau hefðu alveg eins getað ver- ið saumuð á andlit leikfanga- bjarnar. — Ef þú vissir eitthvað, myndir þú þá ekki segja mér það undir eins? — Auðvitað. -—■ Hvers vegna ætti ég þá ekki að gera það? Frú Thorpe horfði á hana. — Julie, við verð- um að hætta að lifa í fortíðinni. Það er ekki heilbrigt. Þú ættir að gifta þig aftur, vina mín. Julie starði inn í lítil, glans- andi augun. — Mér finnst ég hafi rétt til að vita eitt. Hvað var það, sem kom þér til að skipta svona snöggt um skoðun? Og sérstaklega eftir að konan með saumaskapinn ... — Ég held, í sannleika sagt, að hún hafi ekki verið með sjálfri sér, sagði frú Thorpe. Framhald í næsta blaði. Framhald af bls. 29. skræmdur af töngum læknisins, en Angelique Þekkti þetta hrjúfa, strálita hár, og subbulegan, svartan frakkann. Þetta var maðurinn úr heybátnum. Unga konan olnbogaði sér leið fram í fremstu röð. Þó að það væri fremur kalt, rann svitinn af Stóra Matthieu. — Ventre-saint-gris (þetta var uppáhalds blótsyrði Henriks IV. hvers CUDO tvöfaltClldOeinanqrunarqler vörumerkid sem húsbyqqiandinn treystir skulaqata 26 simi 12056

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.