Vikan

Tölublað

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 10.06.1965, Blaðsíða 18
Þær virðast vera ánægðar í gufubaðinu i Hótel Sögu stúlkurnar, og ekki að á- stæðulausu. O Jónas Halidórsson sundkennari. VIKAN holmsótti þær fyrir nokkru, til að kynnast hvað þar færi fram, og hér birtum við nokkrar niyndir fró þessurn miðstöðum likamsræktar og hreinlætis hér í borginni. Jónas Halldórsson starfar við sund- kennslu í Sundhöllinni á daginn, en þá er kvennatími í gufubaðstofunni hjá honum að Kvisthaga 29, en eftir kl. 4 koma þar einungis karlmenn. Gufubaðið sjáift er lítið herbergi, eða klefi, þar sem kannske 10—15 manns komast fyrir í sæti. í einu horni klef- ans er hitaofninn, sem heldur hitan- um í klefanum í ákveðnu marki, svo að svitinn rennur af mönnum í stríð- um straumum. Einhver mundi kannske segja að þetta væ/i ekki beinlínis gufubað, heldur mikið fremur hitabað, og það er mikið ti! í því, vegna þess að um guru er í rauninni ekki að ræða. Sumum finnst það þægilegra, þvi það er erfiðara að anda í mikilii gufu, og menn þola yfirleitt ekki eins mikinn hita ef loftið er rakt. Jónas ráðleggur mönnum að vera ekki of lengi í baðinu, byrjendur kannske 2 — 3 mínútur í einu, en fara heldur fram á milli og kæla sig í volgu sturtubaði. Eftir dáiítinn tíma í baðinu kjósa flestir að fara í nudd hjá Jónasi. Framhald á bls. 33. I t t AFSLÖPPM I FRFIÐI DAGSINS Ein þekktasta þvottamiðstöðin fyrir reykvíska kroppa hefur hingað til verið álitin Sundlaugarnar gömlu, en með aukinni menningu, fólksfjölgun og kröfum um fullkomnari tækni, hefur þetta breytzt smátt og smátt. Það eru t.d. ekki ýkja mörg ár siðan að fyrsta gufubaðstofan var stofnsett hér í bæ, en það var Jónas Halldórsson sundkennari, sem á af því heiðurinn. Áður höfðu menn þurft að aka alla leið austur að Laugarvatni, ef þeir ætiuðu í gufubað, og flestir vita hvaða þægindi eru þar á boðstólum. En síðan Jónas tók upp á þessu, hafa slíkar stofur orðið æ vinsælli og nú eru starfandi þrjár gufubaðstofur í Reykjavík. Jg VIKAN 23. tbl. : V ' '■ mm

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.