Vikan

Issue

Vikan - 10.06.1965, Page 22

Vikan - 10.06.1965, Page 22
5. Um skeið hafði enginn stiftamt- maður verið á íslandi. Embætt- ið var í höndum þar til skipaðr- ar stjórnarnefndar. Margir nefnd- armanna voru mætir, en vinnu- brögð þeirra þóttu minna á marg- höfðað skrímsli, hausarnir skima sitt til hverrar áttar. Nú hittist svo á, að um sama leyti, sem fyrrnefnt bréf frá Jóni sýslu- manni Guðmundssyni sníglast til Reykjavíkur, verður breyting á landstjórn: Stiftamaður er skip- aður, ungur maður og óráðinn. Yfirvaldið að Hlíðarenda veit að mál Orms Halldórssonar var lagt fyrir amtið. Sýslumaður snýr sjálfsagt snældunni, þó að leynt fari. Má og getum að því leiða, að hann eigi þess kost, að tjá vilja sinn í eyru stiftamt- manns. Það eitt er ráð, sem í tíma er tekið. I þeirri vissu var eftirfar- andi reisupassi saminn og útgef- inn: „Þar ennnú er engin ráðstöfun gjörð af hr. sýslumanni í Skafta- fellssýslu, Jóni Guðmundssyni, fyrir að gamalmennið Ormur Halldórsson, sem bæði á fæðing- arhrepp í Hornafirði í Austur- Skaftafellssýslu og líka eftir sögn sterkefnuga nákomna ná- unga, komist til nefndrar sveit- ar, jafnsýnt þó ég í tíma hafi aðvarað venefndan sýslumann um, að téðum Ormi væri héðan úr sýslu vísað til nefnda hans fæðingarhrepps, Svo hlýtur hann uppá Hornafjarðar reikning að flytjast af Holtasveitamönnum til hr. sýslumanns, Jóns Guðmunds- sonar, að Vík í Mýrdal, hvar til téðum Ormi meðdeilist þessi sýslupassi frá Rangárvallasýslu á hvörn hans prests attest begær- ist skrifað, en ég lofa að umgang- ast við amtið, að Holtasveit verði flutningskostnaður betalaður. Hlíðarenda, d. 21ta júní 1813. V. Thorarenson“. Hvemig snýst sýslumaður Skaftfellinga við þessum frekju- legu tiltektum stéttarbróður síns vestan Jökulsár á Sólheimasandi? Það voru ekki mörg ár liðin frá því að valdsmaðurinn í Vík átti að hafa sent hundadagakóngin- um óþvegna orðaleppa, ásamt fyrirheiti um varmar viðtökur, ef kóngsi léti sjá sig austan nefndrar ár. Hvort mundi nú slíkur kappi bíta í skjaldarrend- ur? Þessi vegseðill er svarið: „Eftir sýslumanns, kanzellíráðs V. Thorarensen, begæring til- sagði ég gamalmennið Orm Hall- dórsson á næstliðnum vetri bróð- ursonum hans hreppstjóronum Halli Þorleifssyni á Hólum og Halldóri Þorleifssyni á Þórisdal til framfæris. En eftir þessarra beiðni inngaf ég síðan þeirra varnir í amtið og bað um amts- ins úrskurð, undir eins og ég heimtaði vissa upplýsing um til- nefnt efni þessu viðvíkjandi af hr. kanzellíes Thorarensen inn- gefna í amtið, sem hann virki- lega inngaf (eftir hans bréfi til mín), so honum var allt kunn- ugt, að sökin stóðu undir amts- úrskurði. Samt hefur hann nú látið læða Ormi hingað inn í Mýrdal, þeg- ar sveitin var orðin hestalaus og allir komnir í ferðir, og Jón Fil- ippusson, sem hingað flutti fausk- inn, umflýði minn fund. Nú sökum þess ég treysti ekki hreppstjóronum í Hornafirði og Lóni til við amtsúrskurð að frí- ast frá karlsins frafnfæri af Holtahrepp (so vítt þeir ekki sjálfir geta skyldast til hann að öllu leyti framfæra), fann ég ógjörlegt hér að launa ofríki í skileyri og flytja ómagann á hæl aftur, en varð að útvega mæðu- samlega og leigja hesta til sjálf- ur og bekosta hann fluttan áleið- is austur yfir Mýrdalssand. Því innfellur hér með mín ástúðlegasta og innilegasta bón til allra bænda á Orms austur- leið, að þeir leggi saman með mann og hesta til að flytja hann áleiðis austur í Holtahrepp, en frá hreppstjórum og valinkunn- um mönnum antek ég reikning uppá hans flutningskostnað, sem ég lofa að betala næstkomandi vor, ef lifi, þegar ég kem til baka frá manntalsþingunum eystra. Líka vil ég ábyrgjast Kleifarhrepp betaling fyrir þá hesta, er hreppstjórar þar kynnu vilja útvega uppá sveitarkassann í bráð undir Orm Halldórsson. Til staðfestu mín hönd og signet. Vík, þann 8da júlí 1813. J. Guðmundsson“. 6. Það var örþreyttur maður, kominn um svarta sanda og straumþung jökulvötn, sem flutt- ur var heim á hlað í Hólum í Hornafirði dag einn við lok sól- mánaðar. Alikálfum er ekki ætíð slátrað til móttökufagnaðar, ef menn slæðast á feðraslóðir eftir langa útivist. Enda hugur gests- ins tíðum fráhverfur veizlu- glaumi. Það var Ormur Halldórsson, sem staulaðist af hlaðinu inn í Hólabæinn, hvíldinni feginn að þessum ferðalokum. Þó að hann væri ekki neinn aufúsagestur, er gömlum og vanbjarga frænda yafalaust vel tekið og að honum hlúð eftir föngum. Svo er hinkrað við að ráðstafa gamla manninum í niðursetu. Hreppstjórarnir bíða eftir úr- skurði. Vikur hurfu hjá, án þess að véfréttin bærist; stiftamtmað- ur reyndist ekki greiður í svör- um. Á haustnóttum settust tveir . bræður við bréfagerð. Þeim var Ijóst að sjálfs er höndin hollust, snúa sér milliliðalaust til stift- ......átntmánnsins. Þeir skýra upp- töku málsins, fylgiskjöl þessuvið- komandi bréf og reisupassa, sem þeir hafa undir höndum. Vigfús Thorarensen sýslumaSur á Hlíðar- enda taldi, að Ormur ætti að omsorgast af sinni fæðingarsveit í Hornafirði. En ættingj- ar hans þar eystra töldu hann Rangæing orðinn af langri veru þar, „gjaldandi alla þegnskyldu bæði til kóngs, kirkju, prests og fátækra eftir efn- um.“ Þá hefur verið tekin skýrsla af Ormi Halldórssyni um lífsfer- il hans. Einkum þótti þeim hval- reki á fjörum að geta upplýst dvöl hans í Fljótshlíðarhreppi: „var so allur sá áratími, sem hann var í Fljótshlíð, 24 ár, oft- ast hjá öðrum þjónandi bæði til sjós og lands og þáði þar engan sveitastyrk. — Þar eftir var hann í Landeyjum í Voðmúlakirkju- sókn innan sömu sýslu, búandi maður, gjaldandi alla þegnskyldu bæði til kóngs, kirkju, prests og fátækra eftir efnum“. Svo koma dylgjur um afskipti Vigfúsar sýslumanns: „sem tjáist hafa svift hann ábúðarjörð handa öðrum manni, sem Ormur hafði búið í 10 ár með fullri heimildu, uppflosnaði so eftir áðursögðu með 4 kýr, 1 kálf, 7 hross og nokkuð af sauð- fé“. Þetta stangaðist við það, sem fyrr hefur verið bent á, að Orm- ur hverfur úr bændatali í Rang- árvallasýslu árið 1788, áður en Vigfús Þórarinsson fékk sýsluna. Líklegast er að vegna mannleys- is og bilandi heilsu hverfi hann inn í annað heimili og sjái til yngra sonar síns. Haldi þó yfir- ráðum á jarðarparti, en sé löng- um fjarverandi í verstöðvum. Tala búpenings á búi hans við uppgjöf er ekki trúleg og mætti ætla, að öldungurinn hafi rugl- azt í ríminu — eða frásögn hans rangtúlkuð —- sú áhöfn sé frá velgengisárum í búskaparsögu hans. Hitt er ekki ósennilegt, að Vig- fús sýslumaður stuggi við hokri hans og láti slá botn í ábúðar- réttindin. Þegar hann var nýkom- inn til sýslunnar, segir hann snöggt um jarðnæði er laust liggi, gengur rösklega fram í því, að eyðibýli kæmust í byggð og jarðir væru nýttar. Niðurlag bréfsins til stiftamt- manns er svohljóðandi: „En það sem sýslumennirnir nefna, að oftnefndur Ormur eigi hér efnuga núkomna náunga er- um nefnil. við undirskrifaðir hans bróðursynir; en okkar borg- aralegt ástand soleiðis: að ég, Halldór Þorleifsson, hefi að framfæra og annast 8ta börn, 7 af þeim móðurlaus, sem öll eiga í búi mínu innistandandi umboðspening, sem að bú mitt í mesta máta ástendur, ásamt því sem mín seinni kona til mín í búið innfærði. Ég so í engu standi að framfæra fjarskylda ómaga so sem forsjóninni þóknast hef- ur að svifta mig fyrir 3 árum síðan sauðfé mínu, er mitt riki- dæmi, sem menn so kölluðu, ástóð fárra ára tíma. og þá í annan máta ég, Hallur Þorleifsson, hefi að annast þá fjölskyldu: 9 börn öll innan ó- magaaldurs og sífellt sængur- liggjandi konu. Hvar fyrir því ýtrasta máta væri rannsökuð mín efni og ástand, mundi 22 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.