Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU CORTINA CORTINA er nú enn ffull- komnari en áður vegna ýmissa tæknilegra breyt- inga ásamt útlitsbreyt- ingum. Nýtt stýri, nýtt mæJaborð, nýtt loftræstikerfi, ný kælihlíff, þægilegri sæti, breyttir aðailjósa- og steffnul|ósarofar, díska- hemlar að fframan, sem auka enn þægindi og allt öryggi. CORTBNA var valínn bíll ársins ’64 aff svíssneska tímaritínu Auto-Univers- um ffyrír „framúrskar- andí eiginleíka og öryggi í aksturskeppnum um heím allan** enda sigur- vegarí f á þriöja hundrað slíkum keppnum. Val um girskiptíngu í gölfi eða stýri, sidlfskiptingu, heilt framsæti eða stóla, tveggfa eða fjögurra dyra ásamt station. Loftræstikerfið „fleroflow" heldur ætiö hreinu lofti í biln- um þðtt giuggar séu lokaðir. Þér ákveðið loftræstinguna með einfaldrí stillingu. c y MBOfllfl Hfl. KHISTJÁNS SUDURLANDSBRAUT 2 - Sfl • SÍA N H.F. Al 3 53 00 Á HVERJU BYGGIST VELMEGUNIN? Það getur liverjmn manni Ijóst verið, að íslendingar búa við efnahagslega velsæld, sem ekki hefur áður þekkzt enda þótt smjör drypi liér af stráum í árdaga. Það er hér álitlegur hóp- ur af nýrikum borgurum, sem kannske hefur ekki mikið til brunns að hera annað en skiln- ing á því að nota sér verðbólg- una. Sumt af því eru hreinir braskarar, sem endalaust er leyft k að féfletta fólk fyrir opnum tjöldum, en sumt heiðvirðir dugnaðarmenn likt og bræður tveir fyrir norðan, sem sagt er að hafi tekið inn 900 þúsund fyrir grásleppuhrogn í vor. En svona er þetta þjóðfélag; þeir sem krækja sér i lóðir eftir pólitískum undirgöngum og selja foklieldan steinkassa á 000—800 þúsund, eða leggja net fyrir grásleppu, þeir hera marg- falt úr býtum á við liina máttar- stólpana: Mennina sem leggja stund á æðri menntun. Samt virðast allir standa sig furðanlega i kapphlaupinu uni ýmis veraldarinnar gæði, svo sem ibúðir, liúsgögn, heimilis- tæki og bíla. Og það þrátt fyrir þá staðreynd, að fæstir launa- menn geta lifað af kaupinu sinu, hvað þá framið verulega fjárfest- ingu, keypt sér sjónvarp, radíó- grammofón og farið i páska- ferð til Kanaríeyja eða Mallorka. Þessi óarðbæra fjárfesting, kaup, eyðsla eða hvað á að kalla jiað, hyggist á aukatekjum hverrar fjölskyldu. Það byggist á því, að fyrirvinnan fer beint i einhverja aukavinnu eftir sinn vinudag og vinnur þar ef til vill fram undir miðnætti. Fjöldi húsmæðra vinnur úti part úr deginum eða allan daginn og það er á þessum aukatekjum og vilja að vinna myrkranna á milli, sem þessi svokallaða vel- megun byggist hjá flestum. Það er vegna þess að menn geta ekki lifað af kaupinu sinu, að upp spretta alls konar bilskúra- fyrirtæki þar sem menn keppa ef til vill við það fyrirtæki, sem þeir eru starfsmenn hjá megnið * af deginum. Allir eru sammála um, að þetta er hvimleið þróun. Óhæfilega langur vinnutími flestra vinnandi íslendinga leið- ir svo það af sér, að fólk er hér- um bil hætt að lifa menningar- lífi; fara í leikhús, á myndlistar- sýningar eða lesa góðar bækur. Það hefur varla tima til að horfa á sjónvarpið, þennan voðalega lilut, sem settur er til höfuðs menningunni. G.S. 2 VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.