Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 24
Grillsalurinn í Hótel Sögu með uppdekkuðum borðum fyrir kvöldverð. Útsýnið er óviðjafnanlegt og sal- urinn í heild fallegur. Á hverjum degi borðar hópur af „stopovcr“ farþegum Loftleiða í þessum sal. WOBLO'S ðSWSST TOUktSÍ OISCOVC«V rOffOHLY Á sama hátt mun Ferðaskrifstofu Zoega h.f. taka á móti hátt í sex þúsund manns í stað fimm þúsund á síðasta ári. Það má segja, að fyrirtækið hafi ann&zt móttöku út- lendra ferðamanna allt frá 1852 og hefur umboð fyrir Cooks, stærstu ferðaskrifstofu heims og Cunard-skipafélagið. Þegar þetta blað kemur út, mun fyrsta farþegaskipið á vegum Zoega hafa komið hingað, en hann hefur unnið ötullega að því að fá þessi skip til að gera lykkju á leið sína og koma hér við. Oft er það gamalt fólk og lasburða, sem tekur sér far með þessum dýru farþegaskip- um og það gerir að sjálfsögðu ekki víðreist í landi. Þó koma festir í land í Reykjavík. Fyrir utan það að sjá borgina, er þessu fólki gefinn kostur á að fara í bílferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Það er um 300 km leið og tekur um 12 tíma, stundum í rigningu og á hálf ófærum vegum eins og gengur, stund- um í rykmekki og það er enn verra. En þátt- takan í þessum ferðum er ótrúlega almenn. Af 1600 Þjóðverjum, sem hingað komu með skipum, fóru 550 í hringferðina. Geir Zoega hefur upplýst, að þrátt fyrir þann munað, sem þetta fólk er vant um borð í skipunum, þá gerir það sér yfirleitt að góðu veitingaskálana okkar og jafnvel veg- ina. Kvartanir eru sjaldgæfar og sumir verða líkt og bergnumdir af landinu; þeir ætla sér að koma aftur og gera það. Stop over farþeg- ar Loftleiða fá skyr á Hótel Sögu og það gengur yfirleitt prýðilega að koma í þá skyr- inu. Sömuleiðis vill þetta fólk smakka dilka- kjötið okkar, en verður stundum dálítið undr- andi, þegar dilkakjötið kemur aftur og aft- ur, líkt og annar matur sé ekki til. Og það er reyndar tilfellið: annar matur er víst trauðla til á stundum. Konráð hótelstjóri í Hótel Sögu, segir raunar frá matvælaástand- inu á þessum síðum og reynslu hans þarf ekki að efa. Geir Zoega sagði láta tilreiða 24 VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.