Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 49
stúlkunnar, þreif í handlegginn á henni og ávítaði hana. Stúlkan leit feimin niður fyrir sig. Ryan fannst hann vera leikstjóri í leiðinlegri kvikmynd. Sá gamli sneri sér við og sagði eitthvað við taugaóstyrkan hópinn fyrir aftan sig. Þeir gengu fram og lögðu gjafir sínar í beina röð við fremsta flutningavagninn. Meðan þessu fár fram kom Orde með Rauðakrosspakka með tei, súkku- laði, sápu og sykri til endurgjalds frá honum og félögum hans. Ryan lét sem hann varnaði honum veg- ar. Þegar Costanzo hafði gengið á milli, leyfði Ryan með uppgerðar- fýlu að Orde rétti gamla mannin- um kassann. Sá gamli kyssti unga lautinantinn á báðar kinnar. — Handa Bella ragazza, sagði Orde kurteislega og dró ilmvatns- borna sápu upp úr buxnavasanum. Hann rétti sápuna til ungu stúlkunn- ar. Hún kom flissandi til hans og tók á móti sápunni. Svo lyfti hún henni upp að nefinu og andaði ilm- inum ánægjulega að sér. — Eg skal bursta á þér bakið, ef þú vilt, hrópaði gefandinn. Mennirnir hlógu og ýttu honum fram, en þegar hann sá svipinn á Ryan hvarf hann aftur til síns hóps. Að lokum gengu Italirnir burtu með meiri birgðir en þegar þeir komu. Framhald í næsta blaði. Peysur, vettlingar og húfur Framhald af bls. 47. ið síðan óprjónuðu lykkjunni yf- ir þá prjónuðu, 4 1. sl. Endur- takið síðan þessar úrtökur í ann- arri hverri umferð í allt, 6 — 7 — 8 sinnum. Jafnhliða síðustu úrtökunum eru felldar af 2 1. á hliðinni fyrir saumfar. Fellið einnig af 2 1. á hinni hliðinni fyr- ir saumfar og prjónið umf. á enda. Leggið stykkið til hliðar. Framstykki: Prjónið eins bakstykki, en jafnhliða 2. — 3. — 4. handvegs- úrtöku eru felldar af 12 — 16 — 20 miðlykkjurnar og hægri hlið- in prjónuð fyrst. Fellið af 5, 5, 5, 5, 7 1. fyrir handvegum báðum megin, og takið úr á sama hátt og jafn oft og á bakstykkinu. Prjónið vinstri hlið eins. Ermar: Fitjið upp 46 — 48 — 48 1. með grunnlit á prj. nr. 2%, og prjónið stuðlaprjón, 3 sm. Takið þá prj. nr. 314 og prj. sléttprjón. Aukið út 1 1. fyrir innan 4 enda- lykkjurnar báðum megin, í 6 hv. umf. þar til 64 — 68 — 72 1. eru á prjóninum. Þegar ermin mæl- ist um 21 — 24 — 27 sm., eru felldar af 2 1. í hvorri hlið fyrir handvegum. Takið síðan úr erminni á sama APPELSÍN SÍT R Ó N L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili hátt og á bakstykkinu, og fellið af 2 1. fyrir saumfari báðum meg- in. Leggið stykkið til hliðar, og prjónið aðra ermi eins. Herðastykki: Takið lengri hring- prjóninn og prjónið á hann all- ar lykkjur stykkjanna. Fyrst aðra ermina, takið þá upp 72 — 76 — 80 1. á framstykkinu, en skiljið eftir 2 1. á hliðunum fyr- ir saumfar. Búið til lykkjurnar með því að draga garnið af hnyklinum með prjóni frá röngu á réttu. Takið þannig upp 1 1. í hverja affellda lykkju og 1 1. milli hverra affelldra lykkna. Prjón- ið þá hina ermina og síðan bak- stykkið. Nú eru 222 — 234 — 246 1. á prjóninum. Prj. 1 umf. og prjón- ið saman 1. milli affellinganna og næstu 1. þá verða lykkjurn- ar jafn margar og þær voru á stykkjunum. Prjónið þá munsturbekk eftir skýringarmyndinni. Prj. munstr- ið hvorki of fast né laust og tyll- ið milli lykkjanna, um leið og prjónað er, þeim böndum sem lengst verða. Að munsturbekknum loknum, eru teknir sokkaprjónar nr. 3 og prj. með grunnlit. Prj. fyrst 1 umf. og takið síðan úr í næstu umf. með jöfnu millibili, þar til 80 — 82 — 86 1. eru á prjónin- um. Prj. 1 umf. sl. og síðan 8 umf. með stuðlaprjóni, 1 umf. br. og aftur 8 umf. með stuðla- prjóni. Fellið laust af og prj. um leið sl. 1. sl. og br. 1. br. Drengjapeysan er prjónuð á sama hátt. Telpuvettlingar: Fitjið upp 48 — 52 — 52 1. með grunnlit á 2 prj. nr 214 og prj. 3 umf. stuðla- prjón, 1 1. sl. og 1 1. br. Takið þá prj. nr. 31á og prj. sléttprjón. Prj. 2 umf. og síðan munstur- bekk nr. 1 eftir skýringarmynd- inni. Haldið þá áfram með grunn- litinn og prj. 6 umf. sléttprjón, og takið úr í 5 umf. með jöfnu millibili, þar til 36 — 38 — 40 1. eru á prjóninum. Takið þá prj. nr. 214 og prj. 8 umf. stuðla- prjón. Takið þá aftur prj. nr. 314 og prj. sléttprjón. Prj. 4 umf. og byrjið síðan að auka út fyrir þumaltungunni. Aukið út 1 1. báðum megin við 2 miðlykkjurn- ar í hverri umferð frá réttu (ann- arri hv. umf., séu vettl. prj. í hring) 4 — 5 — 6 sinnum, þar til 12 — 14 — 16 1. eru á þuml- inum. Látið þær þá á þráð og fitjið upp 2 1. í þumalgreipinni. Prj. áfr. 6 — 7 — 8 sm. slétt- prjón. Prjónið þá saman 2 og 2 1. alla umferðina. Takið aftur úr í næstu 2 umf. frá réttu (eða í annarri hv. umf). Klippið á þráðinn og gangið frá honum. Þumallinn: Takið lykkjurnar LILUU LILUU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð BAKKA, ELSKAN.' GERIÐ SVO VSL AÐ FÆRA M2R HELDUR FARLEGALISTANN VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.