Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 6
ULTRA+LflSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJOK AUGNAHÁR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA'LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bietti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. alltaf þaS hreinasta og bezta fyrir fegurS augnanna: Getur úðað hár orðið mfkra? Já, með okkar nýja VO-5 með Ny-tral-D! Einkaumboð: J. P. GUÐJÖNSSON SKÚLAGÖTU 26. - SÍMI 11740. HAFA SKAL ÞAÐ SEM SANNARA REYNIST. Kæra Vika! í 14. tbl. var greinin eftir séra Robert Jack um Glasgow Rang- ers. Þar stóð: á bls. 10: „Og þegar Rangersliðið lék nýlega í London á móti Rauðu Stjörnunni frá Czeckoslova k iu, ferðuðust 17.000 áhangendur til höfuðborgar Bret- lands til að: sjá liðið vinna og komast í nsestu umferð Evrópu- bikarmeistarEikeppninnar á móti Inter Milan. Rauða Stjiarnan er frá Júgo- slaviu, en e.kki Czeckoslovakiu. Glasgow Ratr.igers komst þá í 2. umferð á móti Rapid frá Vín. Glasgow Raiiigers : Inter Milan var núna 3. umferð. Virðingarfyllst E.S. TÓBAK OG AUGLÝSINGAR Ég hef ald rei skrifað áður til þín. En nú sk rifa ég til að spyrja þig, af hverju er alltaf verið að auglýsa Carnel: Eigið Camel stund strax í dag; Camel stund er ánæjust’Lind; Camel eykur ánægjuna, S’tundum er verið að prédika fyrþr börnum og ungl- ingum að peykja ekki, því að það er svo óhollt. Og ef maður fær sér eina Camel verður allt snar, þegar lyktin finnst af manni. Ég veit að margir eru mér sammála. Með fyrirfram þökk. Unglingur frá Fáskrúðsfirði. Þessar au.glýsingar eru óneitan- lega í misrasmi við prédikanir um skaðsemi reykinga og eftir því sem við bezt vitum, þá er nú á döfinni að banna algerlega tóbaksauglýsi ngar. GAMLIR BÍLAR. Kærf Pósturl Mér datt í hug, að skrifa ykk- ur um bílaprófunina í Vikunni. Þessar greinar hafa verið fróð- leiksgóðar og skemmtilegar, en af hverju ekki að birta myndir af gömlum bílum. Það eru marg- ir sem hafa áhuga í gömlum bíl- um, og hafa takmarkaða þekk- ingu á þeim, en langar til að kynnast því nánar. Hvernig væri að reyna þetta, birta mynd af gömlum bíl og kynna hann, segja hvað hann hefur mörg hestöfl, cyl, og margt fleira. Bókin AUT- OMOBILER er gott dæmi um bíla. Þakka svo allt gott í Vikunni. BUICK. Að óreyndu myndum við halda að það sé meiri áhugi fyrir nýj- um bílum en gömlum, en fróð- legt væri að heyra einhverjar raddir frá lesendum um það. ALLIR í FULLUM RÉTTI. Kæri Póstur! Við erum hérna tvær stelpur, sem erum agalega reiðar. Við ætluðum að fara í Glaumbse um daginn og tókum leigubíl niórí bæ. Þegar við komum niðrí Glaumbæ var hætt að hleypa inn og þessvegna báðum við bílstjór- ann að keyra okkur um bæinn. En þegar við vorum búnar að keyra dálítið fór bílstjórinn að tala við okkur og bauð okkur heim til sín. Þegar við vorum komnar heim til hans vildi hann endilega fara að káfa á okkur og við hlupum út en þá gargaði hann allskonar ljót orð á eftir okkur og fullt af fólki fór að glápa á okkur. Finnst þér þetta ekki agaleg frekja? Er ekki hægt að kæra hann? Tvær reiðar. Fyrst þið ætluðuð í Glaumbæ, eruð þið trúlega engin börn leng- ur og þessvegna heyrir málið ekki undir barnavernd. Ef bíl- stjórinn hefði farið að káfa á ykkur í bílnum, hefði hann get- að farið illa út úr því, en þið fóruð með honum inn á hans heimili og þar er hann í fullum rétti að káfa á hverju sem hann vill. Sömuleiðis voruð þið í full- um rétti að mótmæla káfinu og hlaupa út og hann þá einnig í fullum rétti að garga á eftir ykk- ur innan úr sinni íbúð og fólkið fyrir utan var í fullum rétti að glápa á ykkur. 1 þessu máli hefst varla mikið uppúr kærum. 14 ÁRA OG AGALEGA HRIFIN. Kæri Póstur! Ég er 14 ára stelpa og er aga- lega hrifin af strák sem er tveim- ur árum eldri en ég. Ég kynntist honum á Borginni fyrir tveim mánuðum og hann dansaði við mig allt kvöldið. Síðan höfum við verið saman og hann er víst skot- inn í mér líka. En svo kom hann í heimsókn til mín um daginn og var alveg blind fullur. Mamma varð alveg tjúlluð og rak hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.