Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 11
í FRÖNSKU DTLENDINGAHERSVEmNNI <1 Inngangurinn að aðalstöðvum út- lendingahersveitarinnar í Marseille. Ævintýramennirnir komast að raun um eftir stuttan tíma að þeir eru komnir í Víti af fúsum og frjólsum vilja. Um þetta leyti hitti ég annan Norðmann, sem einnig var nýliði. Hann var fró Fredrikstad. Fró Marseille vorum við sendir til Bastia á Korsíku, og þaðan með langferðavögnum til Bonifacio. Ég man ekkert eftir stríðsárunum heima, en við komuna til Bonifacio datt mér í hug að þannig hefði það verið í Noregi, þegar Þjóðverjarnir voru þar. Sjö af hverjum tíu liðsmönnum Útlendingahersveitarinnar eru Þjóðverjar. Við marséruðum og sung- um þýzka söngva — ættaða úr Afríkuher Rommels — með frönskum texta. Við vorum látnir búa á fjórðu hæð í stórhýsi einu, þar sem okk- ur var þjappað saman eins og síld í tunnu. Þaðan höfðum við útsýn yfir garðinn að húsabaki. Þar voru liðhlaupar hafðir í refsiþjálfun. Þeir hlupu eftir braut sem kölluð var parceur de combattants. Það voru ósköp að sjá þá, snoðklippta og skítuga og einkennisbúningarnir í druslum. Á baki sér bar hver fangi poka með smásteinum er vó um fimmtán kíló. Undirforingi nokkur fylgdist með þeim á hlaupunum. Öðru hvoru blés hann í flautu, og urðu þeir þá að fleygja sér flötum og hífa sig upp að framan tuttugu og fimm sinnum í röð með því að rétta úr handleggjunum. Umhverfis virkið var hár múrveggur með skotraufum. Þjóðverji nokk- ur, er Zimmermann hét, tróð sér út um eina skotraufina og kastaði sér framaf. Fallið var nálægt áttatíu metrum. Hann var með lífsmarki þegar þeir hirtu hann upp, en hengdi sig síðar á sjúkrahúsinu. Okkur var sagt að svona færi líka fyrir okkur, ef við tækjum upp á einhverjum álíka dillum. Mig hætti strax að langa til að strjúka. f Bonifacio hitti ég aftur Norðmanninn frá Fredrikstad og tvo landa aðra. Annar þeirra hafði verið ( hersveitinni í heilt ár. Hann var alveg búinn að vera, orðinn ein taugahrúga. En hann gerði sér vonir um að losna fljótlega úr hernum. Nokkru síðar fékk ég bréf frá honum, frá Frakklandi. Hann var ekki laus úr hernum, en lá á einu sjúkrahúsi hans. Áfengi og skotæfingar. í Bonifacio var ég nálægt t(u mánuðum. Það gekk hægt og bítandi að gera okkur að hermönnum. Við fengum vopn í hendur og vorum svo reknir í mílulangar gönguferðir — fyrstu vikuna. En við fengum ekki að skjóta fyrr en eftir tvo mánuði. Við urðum að miða vel, því ef við hittum ekki urðum við að borga skotin sjálfir. Að sjálfsögðu voru vopnin skoðuð á skotæfingasvæðinu, og við venjulega látnir skjóta fimm sinnum f röð. Einu sinni hafði ég aðeins skotið fjórum sinnum, og undirfiringinn sá að eitt skot var eftir. Hann sló mig niður og lúskr- aði mér rækilega, en franskur höfuðsmaður gekk á milli og ég fékk að skjóta fimmta skotinu. Undirforinginn var Þjóðverji. Okkur var skipt í tvo hópa, sprengjuskyttur og vélbyssuskyttur. Það var bara á skotæfingasvæðinu, og okkur fannst það bara gott að vera dálítið í því þegar við skutum. En oft var ég hálfsmeykur — þarna var sægur af hálfvitlausum mönnum með vopn í hönd og þar að auki þéttkenndir. Æfingasvæðið var átta kílómetra frá virkinu, og við mar- séruðum þangað þrisvar í viku. Hven morgun fár fram liðskönnun, og var þess þá sérstaklega gætt að skyrtukraginn væri hreinn og maður vel rakaður. Ef einhverjir brodd- ar sáust á hálsinum, urðum við að hlaupa þessa átta kílómetra til þorpsins, raka okkur á ný og hlaupa svo til baka. „Forsöngvari". Svo urðum við að syngja. Ég var sá lengsti í flokknum og átti því samkvæmt siðvenju að gefa tóninn. Ef ég byrjaði of hátt eða of lágt, svo að hinir gátu ekki fylgzt með, urðum við að ganga marche de can- ard, með öðrum orðum sagt að marséra með byssuna í útréttum hönd- um og syngja uns okkur sortnaði fyrir augun, en undirforinginn og korpórállinn létu ganga á okkur spörk og skammaryrði. Þetta reyndi ekki síður á mann andlega en líkamlega. Önnur refsing fyrir að syngja falskt var að marséra umhverfis æfingasvæðið í einn eða tvo tíma. Og allt þetta kom mest niður á mér, þv( ég gaf tóninn og var því hinn seki ef við sungum falskt. Afleiðingin varð sú, að hinir hótuðu að drepa mig. Eitt sinn vorum við allan daginn við sprengjukast og vorum orðn- ir alveg heyrnarlausir um kvöldið. Ég varð að vera forsöngvarinn eins og venjulega, en enginn heyrði þegar ég byrjaði. Árangurinn getur maður ímyndað sér. Svo vorum við látnir hlaupa ( þrjú-fjögurhundruð metra hring fimm sinnum í röð, og fengum engan mat það kvöldið. Þá voru hinir svo æfir út í mig að ég bað um að fá að sofa ( fangels- inu um nóttina. En það var ekki leyft. Ég þorði ekki að sofa, því ekki var að vita hverju hinir kynnu að finna upp á. Svo bað ég um að vera fluttur yfir í annan flokk, svo að annar gæti tekið við sem forsöngvari. En það var ekki heldur samþykkt. Þrátt fyrir allt púlið á daginn voru þó kvöldin verri. ( herbergjun- um hafði hver maður skáp undir dótið sitt. Svo komu fyrirliðarnir þeg- ar minnst vonum varði og könnuðu umganginn. Ef hann var ekki eins og þeim líkaði, veltu þeir um skápunum, hrærðu öllu úr þeim ( hrúgu og hentu henni svo út um gluggann. Við urðum þá að fara út og tína draslið upp, auk þess sem hver maður varð að vinsa úr það sem hon- um tilheyrði. Og þetta átti sér oft stað klukkan Framhald á bls. 33 VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.