Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 40
Bezta súkkulaðikexið HEILDSÖLUBIRGÐIR: PÖLARIS H.F. Hafnarstræti 8. — Slmi 21085. af þeim. Þeir voru tómir, ör- magna og viljalausir. — Hvar eru konur ykkar og börn? spurði Anders. — Hvar eru hinir öldnu og sjúku? Geng- uð þið úr skugga um, að þeir væru á öruggum stað, áður en þið brennduð niður ykkar eigin hús? Þeir beygðu höfuð sín; þetta var ítill hópur, fimmtíu eða sex- tíu menn, sem höfðu komið til sjálfs sín, móti hundruðum, sem voru ennþá í æði. — Bjánarnir ykkar! sagði Anders. — Ef eld- urinn kemst í bensíngeymana munum við allir malast mélinu smærra og þeytast til tunglsins. Flýtum okkur, hver um sig verð- ur að taka fötu og koma með vatn. Við verðum að mynda keðju frá vegginum og niður að vatninu. Standið ekki þarna og glápið á mig. Gerið eitthvað! Þeir stóðu eins og klettar og rauður eldsbjarminn lék um and- lit þeirra; Þeir litu út eins og drykkjumenn eða svefngenglar. Að lokum gekk einn maður út úr hópnum og í áttina til And- ers: — Tuan, sagði hann. -—■ Gott, baik. Gott, sagði And- ers við hann; í sama bili sá hann hnífinn í hendi mannsins og æð- issvipinn á andliti hans. Hann þreif um handegginn og sneri upp á þar til hnífurinn féll til jarðar. Maðurinnn snerist á hæl og hvarf aftur til hinna. Tveir þeirra tóku um handleggi hans og leiddu hann burt og hann fór með þeim án þess að sýna mót- þróa. Afgangurinnn af hópnum kom nær Anders, næstum skríð- andi og með spenntar greipar. — Skipið fyrir, tuan og við mun- um hlýða, sagði einn þeirra; það var Fong, hávaxni, granni Kín- verjinn, sem gafst upp með yfir- bugað lið sitt. Út úr reyknum kom draugur gangandi í áttina til Anders um leið og hann sneri við; draugur í rifnum, óhreinum, hv(tum föt- um með brunnar augnabrúnir og blóðugt andlit. — Allt á réttri leið, sagði hann. -—• Ekki meiri flugeldasýning í kvöld. Brinck bað mig að segja þér, að það væri allt í lagi með bensíntankanna. Heldurðu að tryggingarfélagið samþykki að borga mér nýjar buxur? — Charley! hrópaði Anders. — Hvern djöfulinn ert þú að gera hér? — Sá þegar óvenjulega upp- ljómun ofan af hæðinni. Ég sneri Minní mús við og kom aftur hingað til að sjá hvort ég gæti orðið að nokkru liði. Ég býst ekki við að ég losni nokkurn- tíma við þessa skátakomplexa mína. Ég legg mitt að mörkum, það er allt og sumt. Heyrðu ann- ars, hvað er að hendinni á þér? Anders lyfti hægri hendinni og leit á hanh. Hún var rauð af blóði. Hann strauk það af á skyrt- unni sinni og sá þá að tveir fing- ur héngu lífvana og óhreyfanleg- ir. Það var enginn sársauki, að- eins blóðið og lömunin. — Sinarnar hafa víst skorizt, býst ég við, sagði hann og brosti beisklega. — Það er betra en að láta reka hníf í magann á sér eins og vesalings Batara Guru. Komdu, Charley, það er pípa hérna í vasanum mínum, geturðu kveikt í henni og sett hana upp í mig fyrir mig? — Með mestu ánægju, sagði Charley. — „Neitið aldrei að gera vini yðar greiða, ef það stendur í yðar valdi“. — Katha- rine Myrtle, viðbót við þriðju út- gáfu. — Þú hefur gert mér greiða í dag, sem ég neyðist til að gefa þér kjaftshögg fyrir, sagði And- ers og í sama bili mundi hann eftir Jeff, þar sem hún var inni- lokuð með Pat í húsinu hans, Hann hafði gleymt öllu um hana, algjörlega, síðasta stundarfjórð- ung. — Hvað eigum við nú að gera. Eigum við að láta það deyja út f sjálfu sér? spurði hnn Charley. — Svona komdu, þú mátt ekki detta núna, sagði Charley og leiddi hann burtu, þegar lítil eld- tunga kom skríðandi í áttina til þeirra. — Ég hef séð það á Bali, þegar hreinar meyjar ganga í dvala gegnum eldsloga, en ég ef- ast um að þú getir ennþá státað af því sem þarf til slíks. Það var ennþá reykur, eldur, stormur, brak, öskur og æpandi helvíti allt í kringum þá. Svo glumdi þruma, sem yfirgnæfði allt. Síðan heyrðist lágur þytur og skrjáf fyrir ofan þá og hviða af regndropum, fyrst fáir og létt- ir, síðan fleiri og stærri, stórir og þungir eins og egg. Síðan reiðileg barsmíð af vatnssúlum sem þeyttist niður úr nóttinni. Stormurinn var að lokum kom- inn yfir fjöllin og kom á risa- vængjum sínum til að kæfa eld- inn og bjarga plantekrunni í Lombok. V Anders varð undrandi, þegar hann kom til hússins síns og komst að því að Jeff og Pat voru horfnar. í stað þess að bíða skjálfandi bak við víggirðinguna eftir því að sjá hver úrslit upp- reisnarinnar yrðu, hafði Jeff far- ið og komið á fót einskonar frum- hjálparstöð. Pat fylgdi í kjölfar hennar, allsgáð, mjög þögul, mjög smá og mjög auðmijúk, þeg- ar hún reyndi að fylgja fordæmi Jeff og Anders. Þannig fundu Anders og Charley stúlkurnar tvær í miðjum hópi kvenna, sem höfðu safnazt saman í biðstofu skrifstofubyggingarinnar. Kunn- átta Jeff í malaysku tók framför- um, þessa hálfu klukkustund, sem uppþotið stóð, og það var ekki að sjá að hún ætti í nein- um vandræðum með að skilja kúlíakonurnar eða láta þær skilja sig. Hún batt um bruna- sár og fleiður, hún hreinsaði sár og setti umbúðir á meidda limi. Mörg kúlíabarnanna höfðu troð- izt undir og meiðzt í hamagang- inum og mörg voru veik, jafn- vel áður en uppþotið varð. Sömu stóru járnföturnar og höfðu ver- ið notaðar til að ausa olíunni á eldinn, voru nú aftur notaðar á sinn upprunalega hátt, sem vatnsgeymar. Bambusviður var klofinn niður í flísar og Anders kímdi, þegar hann sá að rúm- fötin hans, gluggatjöldin og jafn- vel hvítu fötin, höfðu verið gerð upptæk til að nota í sáraumbúð- ir. Hann nam staðar og leit á Winftier þríhjól - margar gerðir, litir og stærðir. SPÍTALASTÍG 8. Sími 14661. Pósthólf 671. 4Q VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.