Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 48
FangaráS í flutninga- lest Framhald af bls. 45. Innan klukkutíma höfðu rusla- gryfjurnar verið grafnar og lítill hópur úr hverjum vagni hafði farið niður í þorpið til að fylla flöskur og brúsa af vatni. Mennirnir dreifðu úr sér ó túninu með nokkra metra millibili í smóhópum. Þeir teygðu úr sér á túninu, átu og reyktu og nutu víðáttunnar og ferska loftsins eins og það væri fágætur munað- ur. Bretarnir kveiktu elda úr kvist- um og pappaumbúðum og volgr- uðu tevatnið sitt yfir glæðunum. Þegar Ryan var viss um, að mennirnir hefðu komið sér þægilega fyrir, gekk hann aftur að vagni Klements. Stein svaf í rúmi Þjóð- verjans og Fincham hraut í hæg- indastólnum. Klement og Costanzo sátu við borðið og Þjóðverjinn studdi höfuðið í höndum sér. Hann leit upp, þegar Ryan kom inn. — Hvað ætlið þið að gera við mig? spurði hann. — Þér hafið lagt undir yður lestina. — Þér standið yður vel, majór, sagði Ryan. — Haldið bara áfram að vinna með okkur eins og þér hafið gert hingað til. Faðir, hvers- vegna fáið þér yður ekki blund? Ég skal vaka á meðan. — Mér líður Ijómandi, ofursti. Hversvegna fáið þér yður ekki dúr sjálfur? Þér hafið átt erilsama nótt. — Kannske ég ætti að gera það. Hann hafði rétt teygt úr sér á svefnpoka loftskeytamannsins, þeg- ar hróp utan af túninu kom honum á fæturna aftur Hann leit í gegn- um dyrnar og kom auga á hóp óeinkennisklæddra Itala, sem komu gangandi í áttina frá þorpinu. Hann vakti Fincham og sagði honum að halda vörð um Klement, en gaf Costanzo merki um að fylgja sér. — Komizt að því hvað þeir vilja, sagði hann við prestinn, þegar þeir flýttu sér til móts við Italana, áð- ur en þeir næðu fram til fang- anna. í broddi fylkingar gekk gamall maður með hrukkótt andlit, brúnt eins og gamalt leður. Hann hélt á kassa með þrúgum í annarri hendi og hálslöngum vínbrúsa í hinni. Hópurinn fyrir aftan hann var sam- ansettur af konum og börnum á öllum aldri, frá unglingum til gam- alla kerlinga. Hver og einn bar eitthvað — vínbrúsa, alifugla, ost, olífur, lauk, ávexti. Þeir námu stað- ar þegar Costanzo ávarpaði þá á þýzku. Fólkið starði með tjáningarlaus- um andlitum á mennina tvo í þýzku einkennisbúningunum, nema allra yngstu börnin, sem ekki höfðu lært að dyljaú forvitni sína. Sá gamli í fararbroddi steig nokkrum skrefum framar og Costanzo ávarpaði hann. Þessi maður skildi sig frá öllum öðrum ítölum, sem Ryan hafði hitt, á þann hátt að hann talaði án þess að vera með handapat. Rödd hans var þreytuleg en ákveðin og þeg- ar hann þagnaði, kinkuðu allir fyr- ir aftan hann kolli eins og til að undirstrika orð hans. Costanzo sneri sér að Ryan og sagði með lágri röddu: — Þeir eru með vín og mat handa föngunum, sagði hann. — Þeir halda áreiðanlega að við séum með ítalska fanga, sagði Ry- an. — Segið honum að fangarnir séu Bretar og Ameríkumenn. — Hann veit það. Hann sá þá þegar þeir sóttu vatnið. — Sækið Klement, hvíslaði Ryan. — Sá gamli reynir sennilega að hundsa okkur, og þá getur hann gert okkur lífið leitt, hvernig sem við förum að. Segið Klement að skipa fólkinu að nema staðar. Costanzo stökk aftur að vagnin- um. Sá gamli lagði af stað að nýju og horfði stöðugt á andlit Ryans. Klement stökk niður úr vagninum, stundi og rumdi og Fincham kom fram í dyrnar, drap tittlinga móti sólinni og geispaði. Svo tók hann eftir ungri stúlku, limafagurri og vararjóðri, sem stóð aftast í hópn- um fyrir aftan þann gamla. — Drottinn minn! sagði hann við sjálfan sig, en þó vel upphátt. — En sú gyðja! Ryan leit snöggt á hann og augnaráðið minnti hann á hvar hann var staddur og hvernig hann var klæddur. Fincham kafroðnaði og þreifaði eftir yfirskeggsbroddin- um, en fann ekkert. Hann hélt á- fram að stara á stúlkuna, sem horfði feimin niður fyrir sig. Klement keyrði fram vömbina og hrópaði eitthvað. ítalirnir sneru sér við til að fara, en sá gamli stöðv- aði þá og horfði á meðan jafn ó- feiminn á Klement og hann hafði áður gert við Ryan. Það fauk í Klement fyrir alvöru, og hann gleymdi því eitt andartak, að hann var sjálfur fangi. Hann hrópaði hverja fyrirskipunina á fætur ann- arri til mannanna tveggja, sem komu þjótandi á eftir Stein. Menn- irnir á túninu púuðu og hrópuðu í átt til Italanna á ítölsku og ensku. — Bella ragazza, hrópaði Orde með gjallandi rödd, og unga kon- an sneri sér með heillandi brosi að hópnum, þaðan sem gullhamr- arnir höfðu komið. Hinir fangarnir tóku að blístra og veifa með húfum og vasaklút- um. Eldri kona, sem stóð við hlið Gerum auglýsingar og veitum alhliða þjónustu þar að lútandi. AUGLÝSINGAMIÐSTÖÐIN, Sólheimum 23, Sími 18400 VIKAN 24. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.