Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 29
Þeir útlendir ferðamenn, sem hingað eru komnir til að sjá land- ið fremur en skemmtistaðina, njóta góðs af ágætlega skipu- lögðu og víðtæku innanlands- flugi og svo er hægt að komast um allt land með áætlunarbílum á eigin spýtur. Auk þess hafa þrjár ferðaskrifstofur skipulagð- ar ferðir um landið: Ferðaskrifstofan Lönd og leið- ir hefur veg og vanda af því að kynna Reykjavík fyrir „stop ov- er“ farþegum Lofteiða og auk þess hefur skrifstofan daglegar ferðir að Gullfossi og Geysi með langferðabílum, til Krýsuvíkur tvisvar í viku og sömuleiðis er tvívegis í viku boðið uppá útreið artúr frá Hrísbrú í Mosfellssveit. Surtseyjarflug hefur Lönd og Leiðir að staðaldri og fyrir þá „stopover“ farþega Loftleiða, sem vilja stanza aðeins lengur og sjá eitthvað meira en Revkjavík, er flug til Akureyrar og þaðan er farið með þá á bílum til Mý- vatns. Þar að auki eru. Lönd og leiðir með fimm daga norðurferð fyrir útlendinga, þá farið með Norðurleið og lengst til Mývatns. Um hverja helgi er einnig tekið á móti rúmlega 100 varnarliðs- mönnum frá Keflavík og farið með þá í eins dags ferðir. Ferðaskrifstofa ríkisins og Ferðaskrifstofan Utsýn auglýstu hringferðir fyrir útlendinga vestur, norður og austur um land Útsýn framkvæmdi þrjár ferðir, bæði fyrir innlenda og útlenda ferðamenn. Á vegum Útsýnar eru fyrirhugaðar fjórar, stórar innan- landsferðir í sumar og hafa Bret- ar og Frakkar pantað fyrir all- marga ferðamenn í þessar ferð- ir, enda var þetta auglýst í fyrra í þessum löndum. Tilhögunin er í fáum orðum á þann hátt, að farið er frá Reykjavík um Þing- velli og Kaldadalsleið til Borgar- fjarðar með viðkomu í Bifröst, en gist á Blönduósi. Næsta dag er haldið til Akureyrar og fyrir Tjörnes í Ásbyrgi og að Detti- fossi og farið hringinn í kringum Mývatn. Það er farið austur um Möðrudalsöræfi að Hallormsstað og yfir Breiðadalsheiði suður um Berufjörð, Djúpavog og sem leið liggur til Hornafjarðar. Þaðan er flogið til Reykjavíkur. f annari ferð er byrjað austanmegin og haldið vesturum. f þessum ferð- um munu ferðamenn fá prýðis- gott yfirlit yfir íslenzk öræfi, byggðir og bæi. Ferðaskrifstofa ríkisins mun í sumar taka á móti hópum og ein- staklingum að utan og greiða götu þeirra. Þrisvar í viku verður farið að Geysi og Gullfossi og tvisvar í viku Þingvallahringinn um Hveragerði. Tvisvar í viku verður farið til Krýsuvíkur og sömuleiðis kynningarferð um höfuðstaðinn tvisvar í viku. Fyr- ir einstaklinga er fast prógram. f því felst tækifæri til að kynn- ast Reykjavík og Suðurlandi í dagsferðum þangað, en síðan er viðkomandi einstaklingur send- ur með áætlunarbílum allt norð- ur til Mývatns með viðkomu í Bifröst og á Akureyri. Annar þáttur í starfseminni er móttaka á hópum og fyrir þá eru skipu- lagðar hálfs mánaðar ferðir um landið, eða lengri. Þá er ekið norður til Mývatns og flogið suð- ur, nema ekið hafi verið norður Kjöl til að kynnast óbyggðunum. Þá er ekið um byggðirnar suður. Af öllu þessu má sjá, að inn- lendir aðilar hafa töluveðran viðbúnað og viðamikið skipulag til þess að verða til þjónustu þeim ferðamönnum útlendum, sem hingað leita. Fleiri aðilar eru raunar, sem standa að þessu, meðal annars með óbyggðaferð- um, sem hefur farið sífellt fjölg- andi. Eitt bezta tromp á okkar hendi þegar til þess kemur að auka í þjóðarbúið með ferðamannatekj- um, eru okkar góðu laxveiðiár, sem líklega eru beztar í Evrópu. Vafalítið má með ræktun stór- auka veiðina og jafnvel að rækta upp veiði í „dauðum“ ám. En hér vilja íslendingar helzt sitja ein- ir að kökunni Þó leitaði Stanga- veiðifélag Reykjavíkur til ferða- skrifstofanna í vetur, vegna þess að horfur voru á, að það mundi ekki nýta að fullu veiðisvæði sín. Og eftir þeim upplýsingum, sem við höfum fengið, þá eru ýmsir möguleikar á því að koma áhuga- sömum, útlendum veiðimönnum í laxveiðiár. Aftur á móti virð- ist ekki vera neinn grundvöllur á auglýsingaherferð erlendis fyr- ir laxárnar, sem gæti þó gefið stórfelldar tekjur. Nokkrir áhugasamir skíða- menn hafa með frábærum dugn- aði komið upp skíðaskóla í Kerl- ingafjöllum yfir sumarmánuð- ina og eru jafnvel að byggja skála þar. Mér þykir líklegt, að í framtíðinni verði lagður þolan- legur vegur í Kerlingarfjöll og að þar verði byggt skíðahótel, sem notað gæti jarðhitann og starfrækt leirböð og önnur heilsu- bótarböð. Annað nýmæli, sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd, er Hótel Víkingur á Hlíðarvatni. Margir telja, að það hafi verið óheppilega stað- sett á einhverjum illviðrasam- asta stað landsins, en forráða- menn hótelsins hafa ákveðið að halda áfram og talsvert mun liggja fyrir af pöntunum frá út- lendum aðilum. Það verður ekki annað sagt, en mikil þróun sé á ferðinni í þessum málum. Þrátt fyrir ýmsa vankanta á okkur í hlutverki gestgjafans, koma fleiri ferða- menn með hverju ári og margt bendir til þess að sú aukning gæti orðið meiri en möguleikar okkar til að taka á móti. ☆ Samsærið Framhald af bls. 13. af því. En Dee hafði áhyggjur af því að við hittum aldrei neina kunn- ingja hans. Hann var ómannblend- inn og virtist ekki þekkja neitt fólk. Hann bjó í íbúð fyrir ofan búðina og eldaði sjálfur matinn. Svo kom Gloria . . . Hún sigldi inn í búðina, síðdeg- is einn daginn, þegar Jónatan hafði farið á uppboð og látið okkur passa búðina á meðan. Hún var eins og stórkostleg lilja, klædd fötum frá Dior, og hún horfði á okkur eins og starfsmaður frá heilbrigðiseftir- litinu mundi horfa á pöddur í mat- vælum. — Getum við sýnt yður eitthvað? spurði Dee. — Eg hefi meiri áhuga á þessu öllu saman, en ykkur grunar, sagði Gloria. — Hverjar eruð þið? Og hvar er Jónatan . . . ? Hann kom, einmitt í þessu og hélt sigri hrósandi á spegli frá Victoríutímabilinu. Ramminn var al- settur bláum og grænum blöðum úr gleri. — Gloria! hrópaði hann, — þetta var óvænt. Hann virtist ekkert alltof ánægður. Svo sagði hann: — Jæja telpur, hafið þið mok- að inn fyrir mig peningum, meðan ég var í burtu . . . ? Hann lét spegil- inn á spinettuna og lét hann hallast upp að veggnum. — Jónatan! En hvað þetta er fallegur hlutur, alveg stórkostleg- ur, bókstaflega fullkominn! sagði Gloria og tók andann á lofti. — Eg býst varla við að þú sért svo dásamlegur að gefa . . . Eg sá að það syrti yfir andliti Jónatans. En einmitt á þessari stundu gengu mamma og Boris Godunov fyrir gluggann. Mamma var í einskonar Hróa Hattar dragt, með fjöður í hattinum. Hún sá okk- ur auðvitað ekki, inni í búðinni, en samt veifaði hún. — Hver er þetta? spurði Jónatan í forvitnisrómi. — Vicky frænka, sagði Dee, mjög ákveðin. Seinna skýrði hún fyrir mér, að það hafi ekki verið vegna þess að hún skammaðist sín fyrir mömmu, heldur langaði hana til að mamma tæki sig sem allra bezt út í fyrsta sinn sem Jónatan sæi hana. — Skrítið að þú skulir hafa flutt hingað, vinurinn, sagði Gloria. Bíddu bara þangað til Veronica, Yvonne og strákarnir sjá þennan litla draumastað. En hversvegna fórstu svona langt frá menning- unni? — Aðallega vegna Yvonnu, Ver- oniku og strákanna, sagði Jónatan þurrlega. — Mér finnst það ekki hagkvæmt að hafa vini þína ráp- andi til að reyna að harka út úr mér gripina mína á innkaups- verði. . . Hún hélt hendinni fyrir munnin- um og hvíslaði: — Eg mundi nú reyna að losna við þessi flökku- börn, eða hvað þær nú eru. Ef þær '<33 VIKAN 24. tbl. 29 Daglega umgangist Þér fjölda fólks DELFOL BYÐUR FRISKANDI BRAGÐ OG BÆTIR RÖDDINA. Framleitt me«í einkaleyfi:LINDAh.f. Akureyri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.