Vikan

Tölublað

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 16.06.1965, Blaðsíða 9
brotnu athöfn, þegar þeir skiptast á nafnspjöldum. Og allir, sem mögulega geta komið því við, hafa nafnspjald. Enginn forstjóri fer að heiman á morgnana án þess að hafa í vösum sínum gnótt af nafnspjöldum. Og þá er það titillinn á spjald- inu sem skiptir mestu máli. Sérhver Japani setur þá titla á nafnspjald sitt, sem hann mögulega getur dregið saman og stundum er farið yfir mörkin. Til dæmis hefur lítil auglýsinga- skrifstofa þrjá forstjóra, fimm deildarstjóra, tvo auglýsinga- forstjóra og þrjá framkvæmdastjóra fyrir auglýsingadeildum. Hjá stórfyrirtækjum eru hlutir ekki afgreiddir nema allir pappírar séu búnir að fá samþykkt hjá óendanlegum fjölda af deildarstjórum og forstjórum og sérhver þeirra setur stimpil með nafninu sínu á plaggið. Þessi stimplaaðferð, sem þeir kalla ,,han“ er afar úrbreidd í Japan og það er viðtekin venja, að æðsti maður setur sitt han síðast og það þykir mkilsvert að vera aftarlega á pappírnum með sitt han. Þar sem allt er undir því komið að halda andlitinu, getur þð orðið stórmál milli tveggja „ungra manna á uppleið“ í einu fyrirtæki, hvor á að stimpla á undan, ef það heitir svo, að báðir hafi jafn háa stöðu. Þá reyna menn að ota plagginu að keppinautnum og koma því í kring að hann stimpli fyrst en samt má ekki bera neitt á neinu. Stundum kemúr fyrir að 80 manns þurfa að gefa sitt „han“ og það getur tekið mánuði. Samkeppnin er hörð og það eru að minnsta kosti ákveðnir hlutir, sem allir Japanir gæta. Þeir hafa fyrir orðtæki: „Farðu aldrei í sumarfrí, komdu aldrei og seint á vinnustað og gerðu aldrei neitt“. Af þessu á að skilja að afköst við vinnu séu ekki þýðingarmesta atriðið til þess að „komast upp“. Ungur maður í japönsku fyrirtæki verður að læra að láta alls ekkert á því bera, að hann vilji verða forstjóri. Enginn má sjá það. Hann verður að leggja stund á þolinmæði og auðmýkt. Sumsstaðar minnir þetta jafnvel á herþjónustu. Óaffskiljanlegur hluti af viffskiptalífinu: Kaupsýslumenn fara á resturant til þess aff nánari kynni yfir skálum geti skapaff skilyrði fyrir viffskipti. Metnaðargjamir, ungir Japanir, kunna því illa, hvað fyrir- tæki leggja mikið uppúr „réttum" nöfnum, ,,réttum“ skólum og „réttum“ persónulegum samböndum. Þegar maður ræður sig í vinnu í Japan er æviferill hans grandskoðaður og öll hans persónulegu sambönd. Ef umsækjandi um vinnu á kunningja, sem þekkir kunningja einhvers forstjóra í öðru fyrirtæki, þá hefur sá umsækjandi tromp á hendi. Og ef systir manns er gift syni formanns félagsstjórnar hjá einhverju góðu fyrir- tæki, þá hefur maður meiri möguleika en annar umsækjandi sem hefur að baki góða skólamenntun, en engin merkileg sam- bönd. Þeir 28 þúsund kaupsýslumenn, sem fóru til Japan í verzl- unarerindum á síðasta ári, komust að raun um, að það er ekki margt, sem Japanir eiga eftir að læra af öðrum. Fyrst eftir stríðið var sagt, að Japanir stældu allt, sem einhvers virði var frá öðrum og ef til vill var það rétt. Nú er fullkomnun þeirra hinsvegar orðin svo mikil á ýmsum sviðum eins og til dæmis í gerð sjónglerja og linsa, að engir geta betur. f Japan er enginn hlutur eins þýðingarmikill fyrir einn mann og það, hvernig hann kemst áfram í sínu fyrirtæki. Það er miklu meiri hluti af lífinu heldur en vinna er til dæmis hér á íslandi. í Japan fer ekki hver til síns heima með strætó kl. 5. Það væri bæði óforsvaranlegt og óheflað. Þá fyrst er tími til þess að styrkja „persónuleg sambönd“ sín á skrifstof- unni. Af skrifstofunni liggur leiðin með starfsbræðrum og systr- um á næsta bar eða resturant, Geishu-hús eða gufubað. Það er löng leið heim eftir vinnu og enginn góður, metnaðargjarn og yfirborðssléttur Japani lætur hjá líða að nota hvert tækifæri á þeirri leið til að styrkja samböndin. Kæliskápar Frystiskápar Frystikistur 12 GERÐIR - STÆRÐIR VIÐ ALLRA HÆFI - OG VERÐIÐ ER FRÁ KR. 6.845.00 ATLAS CRYSTAL REGENT Tveir sjá'fstæffir hlutar, kæli- rými og djúpfrystihólf, sem livor um sig hefur sérstaka kuldastillingu. Kælirýmiff hefur raka blást- urskælingu, sem skapar beztu geymsluskilyrði. Þíðingin er algerlega sjálfvirk — það þarf jafnvel ekki aff þrýsta á hnapp — svo auðvelt og þægilegt er þaff. ATLAS CRYSTAL KING Sjáið hina fullkomnu nýt- ingu geymslurýmisins: stórt djúpfrystihólf, 5 heil- ar hillur og grænmetis- skúffa — og í hurffinni er eggjahilla, stórt hólf fyrir smjör og ost og 3 flösku- hillur, sem m.a. rúma háar pottflöskur. Mirniff ATLAS einkennin: Glæsilegt útlit, segullæs- ing, færanleg hurff fyrir hægri effa vinstri opnun, innbyggingarmöguleikar. ATLAS CRYSTAL QUEEN er minni útgáfa af Crystal King, og hefur sömu góffu kostina, m.a. stórt djúpfrysíi- hólf meff ennþá einum ATLAS kosti, hinni snjöllu „þriggja þrepa“ froststillingu, sem ger- ir þaff mögulegt aff halda miklu frosti í frystihólfinu án þess aff frjósi neffantil í skápnum. ATLAS GÆÐI — 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á FRYSTIKERFI. TRAUST ÞJÓNUSTA. ATLAS FRY STIKISTUR og FRYSTISKÁPAR — 5 stærffir. Sparið fé, tíma og fyrir- höfn! Kaupiff matvælin, þegar verðiff er lægst og gæffin mest. ATLAS heldur þeim óskertum mánuffum saman — og þér getiff boffiff heimilisfólkinu fjölbreytt góffmeti allt áriff. S Í|M I 12 606 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJA V í K Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nánari upplýsingar, m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn: .................................. Heimilisfang: .......................... Til: FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Heykjavík. V-22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.