Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 6
ULTRfí+LftSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJOK AUGNAHÁR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann iitar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur 1 þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. {ctijlwMlAiB; alltaf það hreínasta og bezta fyrir fegurð augnannc SC ANIA-VABIS SCANIA-VABIS L36. Hálfframbyggð vörubifreið, burðarmagn á grind 7 tonn, fæst með 102 ha. DIN dieselvél eða 130 ha. DIN dieselvél. SCANIA-VABIS L56. Burðarmagn á grind 8Y2 tonn fæst með 145 hía. DIN dieselvél. SCANIA-V4BIS L76. burðarmagn á grind IOV2 tonn, fæst með 195 ha. DIN dieselvél eða 255 ha. DIN dieselvél. SCANIA-VABIS LB76. Frambyggð vörubifreið, burðarmagn á grind 11 tonn, fæst með 195 ha. DIN dieselvél eða 255 ha. DIN dieselvél. A.T.H. 255 hestöfl DIN samsvara ca. 280 — 290 hestöfluin SAE. Kynnið yður SCANIA-VABIS bifreiðir. Hafið samband við oss, vér veitum yður allar upplýsingar um SCANIA-VABIS og sendum yður mýndlista og verðlista. Scania sparar allt nema aflið. ÍSARH H.F. Klapparstíg 27, Reykjavík, Sími 20720. SÝNINGIN VAR FELLD NIÐUR. Kæri Póstur! Við erum hér nokkrar konur sárreiðar. Hér í Stykkishómi er aðeins eitt kvikmyndahús. Eitt kvöldið auglýsti það sýningu á mynd kl. 9. Við tókum okkur til í andlitinu og ákváðum að fara, en þegar við erum mættar rétt fyrir kl. 9, er okkur tilkynnt, að ekkert verði úr sýningu fyrir svona fáa áhorfendur. Við vor- um eitthvað sjö eða átta, sem vorum mætt og vildum ekki sam- þykkja að verða af sýningu þótt fleiri mættu ekki. Eigandi kvik- myndahússins neitaði að sýna og er það ekki í fyrsta sinn. Svar- aðu okkur nú, verður maður að láta sér þetta vel líka? Við er- um vissar um, að þetta væri ekki þolað í höfuðborginni. Nokkrar sárreiðar húsmæður. Ég er ekki svo fróður, að ég viti, hvernig þessum málum er háttað, en alla vega er þetta hin mesta ósvífni við gestina. Hefði eitthvað bilað í bíóinu, er allt annað mál með að fella niður sýningu. Hérna í Reykjavík eru auglýstar sýningar kl. 5, 7 og 9 á hverjum degi, og ég veit þess engin dæmi, að felld hafi verið niður sýning, vegna þess hve fá- ir hafa mætt. Ég fór sjálfur á 7 sýningu um daginn og við vorum aðeins þrjú, sem vorum inni. Þrátt fyrir það fannst bíóinu eng- in ástæða til að fella niður sýn- ingu. En við skulum vona, að eigandinn að bíóinu í Stykkis- hólmi lesi þessar línur og breyti betur í framtíðinni. Á FERÐ OF FLUGI. Póstur minn góður! Ég hef mikinn áhuga á að læra á fugvél. Hvað þarf maður að læra til þess og hvað þarf mað- ur að vera gamall? Svo langar mig til þess að vita, hvaða mennt- un og aldur þarf til að iæra á svifflugu. Svo þakka ég þér fyr- ir allt. Þeir sögðu okkur hjá flugskól- anum Þyt, að menn yrðu að hafa náð 17 ára áldri til að hef ja flug- nám. Ekki væri krafizt neinnar sérstakrar menntunar fyrir minni prófin, en gagnfræðapróf þyrfti til að taka atvinnuflugpróf. Fyrsta prófið er kallað Sólópróf, þá mega menn fljúga einir, en til þess þarf að hafa flogið með kennara 10 — 15 tíma. Svo kem- ur einkaflugmannsprófið, þá má fljúga með farþega án þess að taka gjald fyrir, og fyrir það þurfa menn að hafa flogið 40 — 60 tíma. Svo er það atvinnuflug- mannsprófið, sem fæst eftir 200 tíma og þá má maðurinn starfa að fluginu sem atvinnugrein. En það er meira að læra en bara að fjúga, bóklegt nám er líka tals- vert. Þórður Hafliðason svifflugmað- ur fræddi okkur á því, að sá sem vildi læra á svifflugu yrði að vera 15 ára eða eldri og þeir, sem eru undir Iögaldri þurfa ennfremur að hafa leyfi foreldra. Eftir 25 flugtíma með kennara mega menn fljúga einir. Tíminn kostar 100 kr., þannig að kostnaðurinn við námið er 2500 kr. Engrar sér- stalcrar menntunar er krafizt, svifflug er hobby, sem öllum er frjálst að taka þátt í konum jafnt sem körlum. HANN ER GIFTUR. Kæri Póstur! Ég var í Þórsmörk um Verzl- unarmannahelgina og var með strák úr bænum. Hann er einum þremur eða fjórum árum eldri en ég, en það gerir ekkert til að mér finnst. En það er annað; eftir smátíma komst ég að því, að hann er giftur. Hann setti það þó ekk- ert fyrir sig frekar en ég, ég vissi bara, að hann var ekki með frúna með sér og þá var allt í lagi, að mér fannst. En nú er svo komið, að ég get ekki hætt að hugsa um hann. Ég hef reynt að strika nafn hans úr huga mér en það tekst ekki. Hvað á ég að gera? Á ég að fara að vera með öðrum strák, væri það ekki heillaráð? Ein í vanda. BJÓR í HÁRIÐ. Ég gat ekki annað en brosað, þegar ég las kvennasíðuna hjá þér um daginn. Þar var útlistað fyrir okkur, að við skyldum þvo okkur um hárið úr bjór, það væri ákaflega gott fyrir hárið. Mér er spurn, hvar eigum við að fá þenn- an bjór? Ekki förum við húsmæð- urnar að labba okur niður í skip og biðja um eina eða tvær bjór-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.