Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 17
Tólfta apríl síðastliðinn gerðist það, að Tass- fréttastofan gaf út svohljóðandi yfirlýsingu: „Sovézkir stjörnufræðingar hafa skróð merki utan úr geimi, sem gætu verið frá vitsmunaverum (á öðrum hnöttum). Ef til vill er þetta hið fyrsta merki þess að við séum ekki einir sér í alheimi þessum. Sá, sem fyrstur manna uppgötvaði þessi merki, er einn hinna yngstu af sovézkum stjörnufræðingum, Nicolas Kardachev, þrjátiu og þriggja ára gam- all. Við athuganir á útvarpssendistöð úti í geimi (CTA 102, sem amerískir vísindamenn fundu ár- ið 1960), varð hann var við reglubundin merki, svo aflmikil að þau urðu vel greind. Þetta var í hið fyrsta sinn sem nokkuð þvílíkt hafði borið fyrir stjörnuathugara. Kardachev sagðist álíta: „ að vel gæti verið að þetta séu merki, sem okk- ur eru send frá öðrum hnetti". Vísindamenn í Pasadena, Englandi og Frakklandi brugðu óðara við og vöruðu við óvarlegum fullyrðingum: „Kardachev segir meira en hann getur staðið við, enn sem komið er hefur hann enga sönnun fyrir þessu, sem tekin verður gild". En þó varð þetta ekki þaggað niður, og síðan þetta gerðist hafa farið fram viðræður og athuganir, ekki ein- ungis milli stjörnufræðinga, heldur hefur þetta vakið óhemju athygli með leikmönnum, „jarðar- búum". Hér fara á eftir svör ýmissa sérfræðinga rússneskra, franskra og bandarískra. Paul Mat- hias, í New York, náði tali af Frederick Ordway. Þessi bandaríski doktor í stjörnufræði er nú að búa undir prentun bók, sem á að heita: „Lffið í öðrum sólkerfum". Hann hefur verið fulltrúi lands síns á heimsþingum geimsiglingafræðinga. Ordway er nú sem stendur einn hinna nánustu samstarfsmanna von Braun. I Moskva hefur einn af stjörnufræðingunum þar, Dmitri Martinov, fall- Íizt á að svara í síma spurningum okkar, og við höfum fengið leyfi til að taka tilvitnanir úr bók Kardachevs um „menningu annarra hnatta", [ Frakklandi hefur ekki náðzt til stjörnufræðing- anna, því þeir eru í páskafríi hér og þar. (Þetta er skrifað um páskaleytið). Florence Porté, sem starfar í Antibes, náði þó í prófessor Jean-Fran- cois Denisse, sem varð forstöðumaður stjörnu- athugunarstöðvarinnar í París eftir að hafa sett á stofn útvarpsfirðsjána ( Nancay. Þessi mikli vísindamaður er kunnugur skáldinu Audibert, sem segir í gamni að hann sé „hinn geisihaglegi lykill að umferðamiðstöð geimsins". Fréttaritarar okkar, Huguette Bodard og Marc Kunsle hittu annan frægan sérfræðing, Marius Laffineur, sem fundið hefur nokkrar tylftir af útvarpssendistöð- um í geimnum, og llya Kazes (þrítugan mann) sem stjórnar útvarpsstjörnufræðideild stöðvarinn- ar í Meudon. Fæstir þessara manna vildu kann- ast við að merkin kæmu frá vitsmunaverum á öðrum hnöttum, en þó voru Rússarnir á einu máli um að svo væri. En öllum kom þeim saman um að við séum ekki hinir einu íbúar alheims- ins. Allar líkur bendi til þess að til séu á öðrum hnöttum vitsmunaverur, sem hafi háþróaða menningu. Og í samtali því sem hér fer á eftir munu þeir gera grein fyrir röksemdunum fyrir því. Erum viS hinar einu vitsmuna- verur í alheimi ? KAZES. — Með líkindareikningi má sanna, að full ástæða sé til að trúa því að til séu viti born- ar verur annarsstaðar en hér á jörðu. Hér í vetrarbrautinni er a.m.k. eitt sólkerfi, hví skyldu þá ekki vera til sólkerfi í öðrum vetrarbrautum? Og það er engan veginn fjarri sanni að álíta, að þar séu lifandi verur, jafnsnjallar okkur eða fremri. DENISSE. — Vísindamanni finnst það fjarri sanni að álíta að lifandi verur séu hvergi til nema hér. ORDWAY. — í vetrarbraut okkar eru þúsundir milljóna af sólum, að líkindum 150 til 200 millj- arðar, og af þeim gætu 2 til 3 milljarðar haft plánetur byggðar lifandi verum. Þvi að 2 til 3 milljarðar af sólum þessum hafa sólkerfi sambærileg við okkar sólkerfi. Oll gætu þau verið byggð. í sólkerfi okkar eru níu plánetur sem snúast um sólina, og af þeim er ein byggð vitsmuna- verum. Til þess að jörð (pláneta) sé byggileg, má hún ekki vera of langt frá sól sinni, né of nærri henni á brautinni; ekki of stór, ekki of lítil. Því komi hún of nærri sólu, slokknar lífið. Auk þess hlýtur sú sól, sem á að fóstra líf, að vera óbreytt að mestu um fjögur þúsund milljón ár, ef lífið á að hafa nægan tíma til að þróast, og er þetta líka sá tími, sem til þess þarf, að hlutfallstala súrefnisins í andrúmsloftinu sé hæfi- leg fyrir lifandi verur, dýr og jurtir. En raunar höfum við enn enga óvefengjanlega sönnun fyr- ir því, að líf sé til utan þessa sólkerfis. En öll hin nýja og umfangsmikla þekking í lífefnafræði styður þá skoðun, að hvar sem lífsskilyrði eru góð, þar kvikni líf. Sólkerfi okkar er 4 til 5 milljarða ára gamallt, en það er vitað, að til eru sólkerfi miklu eldri en okkar, eða allt að því 25 þúsund milljóna ára að aldri, og lætur því nærri, að það sé fullvíst, að til séu vitsmunaverur á öðrum hnöttum, sem við getum einhverntíma, fyrr eða síðar, komizt í samband við. Mundu vera til viti bornar verur, sem standa okkur framar? DENISSE. — Vissulega. Það er trúlegt að slíkar verur mundu vilja VIKAN 38. tbl. JY

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.