Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 29
boðið og eitt kvöldið börðum við dyra að Grettisgötu 43, en þar er Æfingaklúbburinn til húsa. Þegar inn var komið blasti við allstór sal- ur, fullur af alls kyns tækjum. Fyrst í stað datt okkur í hug, að við hefðum villzt og værum komnir inn í pyndingaklefa frá mið- öldum, en þegar við sáum nokkra pilta alveg óhemjulega kraftalega vaxna, vissum við, að við vorum á réttri leið. Æfingaklúbburinn var stofnaður 6. júlí 1964, og var fyrst til húsa í kjallara inni við Otrateig. Þar þótti þeim heldur þröngt um sig og fluttu því starfsemina að Grettisgötu 43 í fyrrahaust. Klúbburinn telur átta meðlimi, og auðvitað er skipuð stjórn í honum eins og öðrum klúbbum. Formaðurinn heitir Sigurður Hálf- dánarson, en auk hans eru gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi í stjórninni. Auðvitað þurfa þeir fé til að standast straum af húsaleigu- kostnaði og tækjakaupum, en það fá þeir með því að innheimta sérstakt æfingagjald af hverjum meðlim einu sinni í viku. Þessi klúbbur mun vera sá eini sinnar tegundar á öllu landinu, eftir því sem þeir félagar bezt vissu. Fyrirmyndin að þeirra æfingum og kerfi er því að sjáfsögðu erlend. Það voru auðvitað talsverðir erfiðleikar í öflun nauð- synlegra tækja til æfinganna, en sumt hafa þeir smíðað sjálfir og látið gera í vélsmiðj- um. Þeir sögðu, að þeir hefðu hvarvetna mætt góðvild og hjálpsemi, þar sem þeir hefðu leitað til, hvort sem um húsnæði eða aðra hjálp var að ræða. Uppi á veggjunum í klúbbnum eru festar upp myndir af erlend- um vöðvafjöllum, en þeir eru að miku leyti fyrirmynd piltanna og frá þeim hafa þeir kerfi þau, sem þeir æfa eftir. Aðspurðir sögðu þeir, að þeim þætti nú reyndar fullmikið af því góða hjá sumum af fyrirmyndunum. Enda stæði alls ekki til hjá þeim í klúbbnum að safna slíku. Þessar æfingar þeirra ættu að- eins að stuðla að heilbrigði og karlmannleg- um vexti. Saga klúbbsins er í stuttu máli sú, að nokkrir þeirra byrjuðu í lyfingadeild Í.R. Sú deild leystist upp, og þá lentu þeir í vand- ræðum með húsnæði. Fyrst æfðu þeir sig heima hjá hver öðrum, en það var náttúr- lega ótækt til lengdar. Svo að þeir tóku sig til í fyrrasumar og stofnuðu klúbbinn. Æf- ingarnar eru allstífar, svo að ekki sé meira sagt, þeir æfa sex sinnum í viku og þá einn og hálfan til tvo tíma í senn. Eða eins og þeir sögðu: „Við æfum meðan þolið endist“. Á eftír segja þeir svo, að fýlgi þægileg þreyta. En þeir æfa líka á fleiri stöðum en í félags- heimilinu. Til dæmis fara þeir oft út á Mela- völl og hlaupa þar nokkra hringi. Þá sippa þeir mikið og síðast en ekki sízt synda þeir. Þeir sögðust ekki fara eftir neinum sérstök- um reglum, hvað mataræði snerti, og reyndu þó að velja þann mat, sem þeir vissu að væri hollur og næringarríkur. Það er engin skylda fyrir meðlimina að vera bindindismenn, nema innan veggja klúbbsins, þangað inn koma engin nautnalyf. Við dvöldum þarna nokkra stund og horfð- um á piltana við æfingarnar og tókum nokkr- ar myndir. Og það verð ég að segja, að ég sá ekkert þarna, sem benti til þess, að ein- hverjar annarlegar hvatir lægju að baki þess- um æfingum piltanna, það væri þá helzt þvert á móti. ■ - '// Guðmundur Sigurðsson hangir þarna í slánni. Þessi æfing heitir Chin og er til þess að fá V-línurnar, sem sjást glöggt á myndinni. Eiríkur Carlsen í Leg press, sem styrkir fæturna. Egill Sveinbjörnsson með standing dumb bell press. Þessi æfing er góð fyrir axlirnar. Eiríkur með Triceps press down, sem þjálfar rétti- vöðva handleggjanna. Guðmundur æfir hér Twisting set up, gott fyrir alla mittisvöðva. Gunnar Guðlaugsson í Bench press. Lóðin eru 68 kg. að þyngd. Þorleikur Karlsson með Dumbbell incline press. Þetta er fyrir brjóstvöðvana.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.