Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 13
Smásaga eftir Margaret Lewis hana hrædda. Hún hafði vonað að átta ár væru nógu langur tími, til þess að græða sárið sem hún hlaut, þegar hann giftist Harriet Townley og fluttist til Jóhannesarborgar. í örvæntingu sinni hafði hún þá látið til leiðast að giftist bezta vini hans, — Simon . . . Nú óskaði hún af öllu h|arta að Peter hefði ekki hringt til þeirra, eða að minnsta kosti að Simon hefði getað komið með þeim út að borða. Þá hefði aðdráttarafl Peters ekki haft þessi áhrif á hana. Þegar síminn hringdi, ætlaði hún varla að þora að taka hann upp. Rödd Peters var mjög hlýleg. — Þakka þér fyrir sfðast og fyr- ir það að þú gerðir kvöldið svona skemmti- legt. . . — Þú þarft ekki að þakka mér fyrir það . . — Jú, þú getur ekki ímyndað þér hve öm- urlegt það er, að borða með viðskiptavinum, eða Jenny frænku frá Wallington! — Það er naumast að þú slærð mér gull- hamra, sagði hún og hló. Hversvegna var hún svona bjánalega hrædd. Þetta var ekk- ert til að vera óróleg út af! —Sagði ég þér ekki að fyrirtækið er að hugsa um að flytja aftur til Englands? hélt hann áfram, eftir andartaks þögn. — Við fáum skrifstofur í London, mjög fljótlega, svo að ég er að hugsa um að fara að leita að íbúð. Geturðu ekki hitt mig núna? Hún hló, og það var eins og allur óró- leiki væri horfinn. — Er það eitthvað út af húsnæðisáhyggjum, sem þú vilt hitta mig? — Það er hægt að nota það sem ástæðu til að lokka þig með mér í svolítið ferða- lag? Klukkan hálf eitt? — Nei, sagði hún fljótt. Hún vissi vel hve þakklátir nágrannarnir voru, ef þeir fengu eitthvað til að tala um. — Eg skal hitta þig á hótelinu eftir klukkutíma . . . Hún var í einkennilega góðu skapi, þeg- ar hún skifti um föt, og fór í nýju dragt- ina sína. Á því augnabliki hugsaði hún ekkert út í það, hvað þetta stefnumót við Peter gæti haft í för með sér. Hún vissi bara að henni fannst sem hún væri ung og lífs- glöð og full eftirvæntingar. Klukkan var að verða tólf og hún varð að vera komin heim, áður en Lucy kom heim frá skólanum. Þau borðuðu hádegisverð á hótelinu og fóru svo til að skoða nokkur einbýlishús, sem Peter hafði fengið upplýsingar um hjá fasteignasala. Elizabeth var í góðu skapi og tíminn leið fljótt. Hún var líka í sólskinsskapi þegar hún var komin heim, og Lucy smitaðist af henni og sat syngj- andi ( rúminu, þegar að Simon stakk lyklinum í skrána. — Nei, en gaman, elskan mín, hrópaði Elizabeth undrandi. — Ég hélt að þú þyrft- ir að vinna í kvöld . . . — Ég var orðinn svo þreyttur, það hef- ir verið óenvjulega erilsamt hjá mér í dag. — Fáðu þér sæti og láttu fara vel um þig. Ég skal gefa þér eitthvað að drekka. Hvað ætlarðu að halda langi svona á- fram? Þangað til þú fellur alveg saman? Hann tók við glasinu. — Þangað til nýja deildin er komin ( fast form. Hann brosti við henni. — En hvernig hefur þú sjálf haft það í dag? — Eins og venjulega, sagði hún, svoKt- ið hikandi. — Ég fór snöggvast út með Peter. . . — Jæja! — Já, hann bað mig um að líta á hús með sér, hélt hún áfram. — Fyrirtækið ætlar að flytja hann til Englands aftur . . . Simon stóð upp. — Það var skemmti- legt, sagði hann. — En þá hefir hann lík- lega svo mikið að gera, að hann getur lítið hitt okkur . . . — Nei, ég býzt ekki við því, sagði hún kæruleysislega, en með sjálfri sér vissi hún að Peter myndi hringja aftur. Elizabeth gat ekki gert það upp við sig, hversvegna hún ákvað að segja Simon ekki frá næsta stefnumóti þeirra. Og þeg- ar frá leið var ómögulegt að minnast á það á eðlilegan hátt. Þau hittust oft. Einn daginn fóru þau út að vatni, fyrir utan borgina. Tilfinningar Framhald á bls. 31 VIKAN 36 ‘.b 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.