Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 15
ið hvernig þetta er með konur, herra Paxton. — Jó, það getið þér. . . Allt í einu kippti Andy stólnum sínum aftur á bak, en það var of seint. Hann slapp ekki undan bollanum, sem Bruno hafði rekið ermina í. Sióðheitt kaffið rann í gegnum serví- ettuna og skildi stóran blett eftir á buxunum hans. Bruno bað hann margfaldlega afsökunar, en Andy lyfti hendinni: — Þetta gerir ekkert til. Það þurfti hvort sem var að fara að hreinsa þessar buxur. Seinna velti hann því fyrir sér hvernig málin hefðu þróazt, hefði Bruno ekki velt þessum bolla. Því þá hefði hann alls ekki farið upp til að hafa fataskipti. Þá hefði hann heldur ekki staðið fyrir framan fata- skápinn sinn og ýtt hverjum buxun- um á fætur öðrum fram og aftur á slánni, þangað til hann fann allt í einu eitthvað renna niður yfir hönd sína. Það var sandur . . . Sand- ur, sem hafði safnazt í uppábrotin á ákveðnum, bláum buxum. Andy stóð lengi og starði á þær. Svo tók hann varlega upp vasa- klútinn með sandinum úr skóm Hubs. Hann þurfti ekki að líta á hann nema einu sinni til að vera viss. Sandkornin voru nákvæmlega eins. Þegar Andy sat við gluggann í herberginu sínu, síðari hluta dags- ins, sá hann hvar Lissa kom gang- andi neðan frá bílskúrnum og stytti sér leið yfir grasflötina. Hún gekk með drúptu höfði — eins og barn, sem hefur þyngri byrði en það get- ur staðið undir. í einni andrá tók Andy þá ákvörðun, sem hann hafði verið að velta fyrir sér síðustu klukkustundirnar. Hann gekk fram á ganginn og beið eftir henni. Lissa stirðnaði upp, þegar hún sá hann standa fyrir framan sig. — Ég verð að fá að tala svolítið við þig, byrjaði hann. Hún hristi höfuðið: — Við höfum ekki meira að tala saman um. — Þú þarft ekki að segja neitt. Bara hlusta á nokkuð, sem mér finnst að þú eigir að vita, sagði Andy. Lissa reyndi að komast framhjá honum, en hann tók um úlnliði hennar, dró hana með sér inn í herbergið og læsti dyrunum. Hún starði reið og undrandi á hann: — Ef þú heldur, að aðeins vegna þess, að við erum ennþá hjón að nafn- inu til . . . — Svona, þegiðu! sagði hann ó- þolinmóður og þrýsti henni niður í stólinn við hliðina á skrifborðinu. — Sittu þarna og hlustaðu. Hann rétti henni hlustunartæki og þrýsti á hnapp á segulbandinu. Sennilega hafði Hub lagt sig eins og hann var vanur, síðari hluta dags, en Andy vildi vera alveg viss um, að enginn óviðkomandi heyrði neitt. Þegar segulbandið romsaði upp skýrslu hans um barnsránið, starði Lissa á hann með stórum undrun- araugum, án þess í raun og veru að sjá hann. Þegar hún að lokum drúpti höfði, þóttist Andy skilja, að ekki væri meira á bandinu. Hann stöðvaði tækið, gekk út að glugg- anum og beið eftir því, að hún segði eitthvað. — Andy, hvíslaði hún og gekk til hans: — Geturðu fyrirgefið mér? — Þetta skiptir engu máli, Lissa. — Jú, víst. Ég skammast mín svo fyrir, hvað ég hef hugsað og sagt, og hvernig ég hef farið með þig. Af hverju hefurðu ekki sagt mér þetta áður? — Hvað hefði það þýtt? Þú hefð- ir ekki verið nógu sterk til að þegja yfir slíku leyndarmáli. Það er kannske ekki gaman að heyra það, en ég treysti engum framar. — Af hverju trúirðu mér þá fyr- ir þessU? — Vegna þess að ég neyðist ein- faldlega til þess. Sú áætlun, sem ég hef á prjónunum, er stærri en svo, að ég ráði við hana einn. Það varð að vera annað hvort þú eða Zitlau. Ég hef verið að velta þessum tveim möguleikum fyrir mér allan eftir- miðdaginn. Ég treysti hvorugu ykk- ar. Ég er hræddur um, að þið eyði- leggið þetta allt saman fyrir mér. En ég held, þegar allt kemur til alls, að ég beri meira traust til þín. Hún lagði hendurnar á axlir hans og horfðist í augu við hann: — Þú ert allt öðruvísi en þú ert vanur að vera, Andy, sagði hún. — Þú ert allt í einu orðinn svo sterkur. Ég held, að þú sért ekki hræddur við neitt framar. — Þar hefurðu rangt fyrir þér, sagði Andy. — Ég er að drepast úr hræðslu. Hún sleppti honum: — Segðu mér, hvernig ég get hjálpað þér. — Það er sennilega eins gott að það sé með á bandinu. Hann tók hljóðnemann, setti segulbandstæk- ið í gang og sagði frá því, hvernig hann hefði komizt að því, hvar Hub hafði verið. — Ég var í bláu buxunum, kvöld- ið, sem við Hub fórum út til Loma Beach, til að leita að Lamercy. Ég held, að Hub hafi farið með mig þangað, sem Andrew var falinn, beinlínis til að staðfesta hina botn- lausu fyrirlitningu á mér. Ég er næstum viss um, að Joe og Irene Pyle, sem reka Brimölduna eru hin meðseku. Staðurinn er einangrað- ur, en ekki beint afskekktur, og parið hefur séð um að fá barn til gæzlu, svo enginn gestanna undr- ist, þótt lítið barn sé á staðnum. Hann stöðvaði bandið og lagði hljóðnemann frá sér. — Ef ég færi þangað, gæti ég kannske . :. byrjaði Lissa. — Þau myndu þekkja þig undir eins. Það myndi aðeins hræða þau, svo þau losuðu sig undir eins við Andrew. Og þau hafa allt Kyrrahaf- ið, beint fyrir utan eldhúsdyrnar. Lissa fölnaði: — Þau myndu aldr- ei . . . Lítið barn . . . — Þú veizt sjálf, hvernig Hub er. Við vogum okkur alls ekki í nánd við krána, fyrr en við erum viss um að Andrew er þar. Lissa, þú verður að hringja til Joe Pyle. — Til hver? Ég skil ekki, hvað . . . — Við skulum vega með Hubs vopnum. Ég ætla að taka upp rödd Pyle og bera hana saman við rödd- ina á segulbandinu frá barnsræn- ingjunum. Ef það er sama röddin, vitum við, að við erum á réttri leið. Andy þagnaði: — Ég vildi helzt gera það sjálfur, en Pyle hefur tal- að við mig og þekkir ef til vill rödd mina. Nú veiztu, hversvegna ég þarf á þér að halda. — Ég skal gera allt, sem þú bið- ur mig um. Hvað á ég að segja við hann? — Það verður þú að finna sjálf. Hringdu til hans undir einhverju yfirskyni, það er sama hvað það er, bara að þú getir fengið hann til að tala það lengi, að ég fái sýnis- horn af rödd hans. Meðan Lissa leitaði að númerinu í símaskránni, tengdi Andy segul- bandstækið við símann. Lissa brosti óörugg: — Ég hef ekki verið svona taugaóstyrk, síðan ég lék ( fyrstu tilraunakvikmyndinni. Hvað nú, ef ég gleymi hlutverkinu í miðjum þætti? — Það gerir þú ekki. Vertu bara róleg. Lissa dró andann djúpt og valdi númerið. Andy setti segulbandstæk- ið af stað. Eitt andartak óttaðist hann, að enginn myndi svara, en svo sagði Lissa: — Halló? Get ég fengið að tala við herra Josep Pyle? Hún beit á vörina og starði upp ( loftið, til að finna hvað hún ætti að segja. Þegar hún hallaði sér fram og greip um símtólið með báð- um höndum, var Andy viss um, að Pyle var kominn í símann. — Herra Pyle? Joe? Þetta er Jayne Windsor . . . Já, manstu ekki eftir mér? Jayne Windsor var nafn- ið á ungu stúlkunni, sem Lissa lék í nýjustu myndinni sinni og enn var ekki komin á markaðinn. — Já . . . Jayne Windsor ... Ég átti leið um Los Angeles, og mér fannst rétt að tala við þig og vita hvernig þér liði . . . Það er orðið langt síð- an . . . Pyle sagði eitthvað. — Nei, Joe, það er ekki svo langt. Þú getur ekki hafa gleymt mér. Lissa brosti og horfði framfyrir sig með hálflukt- um augum. Hún hafði fullkomlega gengið inn í hlutverkið. — Mmmm . . Það örvar kannske minnið, ef ég nefni San Diego . . . fyrir fimm ár- um . . . Það lá við að Andy klappaði. Pyle hlaut að vera Ijóst, að þetta var rangt númer ... En hvaða karlmaður gat lagt á, þegar svona lokkandi rödd var annarsvegar? Pyle gat það að minnstá kosti ekki. Hann hélt samtalinu áfram, meðan Ljssa reyndi að hressa upp á minni hans með þvf að minnast á herinn, gamla kunningja, — sem voru einungis persónur úr kvik- myndum Lissu, — og svo gersam- lega tilbúin, dásamleg helgi í Mexí- kó. Nei, hann átti enga ættingja með sama nafni. Hann hafði aldrei heyrt um annan Joe Pyle. Að lokum lét Lissa nauðug sann- færast. — Þá verð ég að biðja yður margfaldlega afsökunar, sagði hún. — En það hefur verið mjög gaman að tala við yður, þótt þér séuð ekki hinn rétti Joe. Hún hló stríðnislega að einhverju, sem hann sagði: — Já, það er alls ekki ómögulegt, að ég geri það einhvern tíma. Ég elska humar og svoleiðis Lissa lagði tólið á og brosti við Andy; — Hann bauð mér að koma Framhald á bls. 43. VIKAN 36. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.