Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 19
JEAN-FRANCOIS DENISSE: VÍSINDAMANNI FINNST ÞAÐ FJARRI SANNI AÐ ÁLÍTA AÐ LIF- ANDI VERUR SÉU HVERGI TIL NEMA HÉR. DIMITRI MARTINOV: BYLGJUR AF ÞESSU TAGI GÆTU VERIÐ FRÁ VITSMUNAVERUM, SEM ÞANNIG VILDU GEFA SIG TIL KYNNA HÉRNA HJÁ OKKUR. MARIUS LAFFINEUR: MÓTTÖKUSTÖÐ MÍN í HOUTE-PROVINCE ER HIN EINA í FRAKKLANDI, SEM GERT HEFUR SLÍKAR ATHUGANIR, OG HEF ÉG FUNDIÐ 40 NÝJAR ÚTVARPS- SENDISTÖÐVAR (AF ÞEIM 471 SEM FUNDNAR ERU). þeim tækjum, sem til eru nú sem stendur, að því athuguðu, að þeir sem fyrir sendingunum stæðu, réðu yfir mjög margfaldri orku á við það sem við gerum og að vísindi þeirra væru langtum fullkomnari en okkar eru. Hafa íbúar annarra hnatta reynt aö heimsækja okkur? ORDWAY. — Með tilliti til þeirrar feikna þróunar, sem gerzt hefur hér ó síðustu árum (rafeindarreiknirinn, t.d.), er það engan veginn óhugsandi að íbúar annarra sólkerfa hafi náð hinu sama, og séu nú komnir lengra en við erum. Samstæða af rafeindareiknum, sem tengdir væru saman, gæti tekið við öllum vísindum, allri tækni, sem hugsanleg væri, á einhverri plánetu, og síðan mætti miðla þessu milli hnatta í vetrarbraut eða jafnvel milli vetrarbrauta, svo að milljarðar af samfélögum vitsmunavera gætu notið góðs af. Við erum sjálfir farnir að gera tilraunir með að koma á sambandi við vitsmunaverur í nálægum sólkerfum. Það er þv( afar líklegt að eins hafi verið reynt að komast í samband við okkur þó að okkur hafi ekki tekizt að verða þess varir eða að skilja það. Við megum ekki gleyma því að menning okkar er ekki nema 10.000 ára í mesta lagi, og þetta er stutt stund á mælikvarða eilífðarinnar. Það er ekki óhugsandi heldur að við höfum fengið heimsóknir af öðr- um vitsmunaverum án þess að vita það. Eins gæti verið að þessir gestir hefðu komið hingað fyrir þúsundum eða jafnvel milljónum ára, áður en mannkynið var til. Það verður æ sennilegra að sumsstaðar hafi Kfið náð þeirri þróun að við gætum með engu móti komizt í kynni við þessar verur þó svo ólík- lega tækist til að við hittum þær, heldur hefðu þær, ef til vill, náð svo háu marki, að við sæjum ekkert til þeirra, sem við kynnum að setja í samband við siðmenningu. Þær mundu að sfnu leyti líta á okkur eins og við lítum á bakteríur og veirur. Hins vegar er ekki um það að efast, að til séu meðal alls hins ótölu- lega f jölda af viti bornum verum ýmsar sem standa á svipuðu, ef ekki hinu sama stigi, sem við gerum nú. Það hæfir ekki að fmynda sér að engir séu til nema við, hér í alheimi þessum, sem nokkuð kunni fyrir sér. Útvarpsbylgjurnar, sem er hér um aS ræSa, hvaSan mundu þær vera komnar og hvaSa orsakir munu þær eiga sér? MARTINOV. — Bylgjur af þessu tagi gætu verið frá vitsmunaverum, sem þannig vildu gefa sig til kynna hjá okkur. DENISSE. — Rússar eru djarfir í ályktunum, og miklu djarfari en við erum og óbundnari af fyrri kenningum. Þessvegna segja þeir fremur en við, frá nýstárlegum ágizkunum. HvaSa merkingu munu þessi boS frá CTA 102 hafa? DENISSE. — Þetta er útvarpssendistöð, og köllum við hana CTA 102, af því hún fannst við 102 athugun, í þeim flokki athugana, sem kallaðist A, og við Caltec (Athugunarstöð í Californíu). Hún er svo dauf og veik, að við urðum hennar ekki varir fyrr. Rússar hafa fundið miklu nákvæmari aðferð til að mæla breytileika slíkra langbylgjusendinga. Fyrri tilgáta: Þessar útvarpsbylgjur, sem eru svo óvenjulega veikar og óvenjulega háttbundnar, bera boð frá vitsmunaverum á öðrum hnöttum. Síðari tilgáta: Þessar útvarpsbylgjur hafa komið fram við það, að óhemjuleg orka hefur losnað skyndilega, eitthvað það hefur gerzt, sem sambærilegt er við afarmikla kjarnorku- eða vetnissprengingu á mjög fjarlægri vetrar- braut. Hnettir hafa nálgazt hvor annan vegna tilverknaðar aðdráttaraflsins, rekizt á og sprungið. I hvert sinn sem þetta endurtekst, berast bylgjurnar að nýju og virðast þessvegna vera háttbundnar. Er þessi úvarpssendistöð hérna í vetrarbraut- inni, eða er hún lengra úti í geimnum? Til þess að geta svarað því þyrfti að mæla fjarlægðina milli jarðarinnar og hennar, en það getur enginn nema athugunarstöðin á Palomarfjalli. Fyrstu mælingarnar, sem gerðar voru, virtust benda til þess, að hún væri talsvert fjær en í 5 milljóna Ijósára fjarska, en sú vegalengd er miklu meiri en svo að hægt sé að segja til um það með nokkurri vissu hvort þetta geti verið sendingar frá útvarpsstöð byggðri af vitsmunaverum. Allt ber raunar að sama brunni: það er alls ekki óhugsandi, frá sjónar- miði okkar, að CTA 102 sé í okkar vetrarbraut, því hún er mjög sam- Framhald á bls. VIKAN 36. tv

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.