Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 36
NYL.OR-umgerðir bæði fyrlr kvenfólk og karlmenn nýkomnar í miklu úrvali EINKAUMBOÐ FYRIR: SOCIÉTÉ DES LUNETIERS, PARIS. GLERAUGNAVERZLUN INGÓLFS S. GÍSLASONAR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5. allt út. Hann naut nú þjálfunar sinnar við hirð kraftaverkanna. Hann sá í hendi sér, að Charles-Henri du Plessis-Belliére hafði augljóslega verið fluttur með fríðu föruneyti til heimilis föður sins í Rue Faubourg Saint-Antoine. — Markgreifinn gaf fyrirskipun um, að allir yðar vagnar og hestar yrðu fluttir þangað, var ekki svo? Og hann rændi yður á dimmri nóttu og læsti yður inni i klaustri? — Djöfullinn hirði Philippe! Hún nennti ekki að hræsna, Þótt hún væri frammi fyrir þjónunum. Hún gaf reiði sinni lausan tauminn. Til að fá þjónustuliðið á sitt band, sagði hún, að nú væri komið tækifærið sem það hafði beðið eftir til að velgja starfsliði du Plessis markgreifa ærlega undir uggum fyrir að líta alltaf niður á þjónalið Madame du Plessis, eins og það væri aðeins sendisveinar, i stað þess að eiga eins mikinn rétt og þeir sjálfir á bláa og rauða einkennisbúningnum, sem konungurinn sjálfur hafði útnefnt handa Plessis-Belliére. Hún sagði hverjum og einum, frá hinum lægsta til hins æðsta, að vopnast kylfum, spjótum og jafnvel sverðum og koma sér til Faubourg Saint-Antoine. Hún ætlaði að fara á undan í burðarstól. Hópurinn barði á eikarhliðið á Hötel du Plessis. Dyravörðurinn haliaði sér út um dyrnar á íbúð sinni og reyndi að miðla málum. Hann haíði bein fyrirmæli frá markgreifanum að opna ekki hliðið fyrir neinum — alls engum, allan daginn. — Opnaðu fyrir húsmóður þinni, öskraði „Sverðfinnur" Malbrant og veifaði ógnandi með tveimur fallbyssuhvellhettum, sem hann hafði fyrir einhverja tilviljun haft í frakkavasanum. — Eða ég sver við orð- stír minn sem skylmingamaður, að ég skai kveikja í þessum hvell- hettum, hérna beint undir nefinu á þér, og sprengja upp ibúðina þína og allt liðið og senda það beint til helvítis. Rakan hafði þegar kveikt í löngum kaðli. Skelfingu lostinn sagðist dyravörðurinn skyldi opna hliðið undir eins fyrir Madame la Marquise, með þvi skilyrði, að hinir yrðu allir úti. Angelique lofaði honum því, að það yrði engin árás gerð undir eins, né heldur yrði bardagi hafinn, og hann opnaði hliðið rétt nógu mikið til að hleypa henni og Giiandon stúlkunum inn. Um leið og hún var komin inn, átti hún ekki í erfiðleikum með að finna flóttafólkið. Hún barði barnfóstruna, þreif ungbarnið og var á leiðinni út, þegar La Violette gnæfði allt í einu frammi fyrir henni. Hann sór, að sonur markgreifans myndi aðeins yfirgefa húsið yíir liðið lik hans. Angelique hellti sér yfir hann á Poitou mállýzkunni, sem hann skildi mætavel, því hann var einnig frá Poitou. Að lokum hörfaði hann lítið eitt, kastaði sér á kné við fætur hennar og bað hana með tárin í augunum að miskunna honum. Markgreifinn hefði heitið honum grimmilegum refsingum, ef hann léti barnið sleppa. E'm ógnunin var sú, að hann skyldi reka hann, og Það fannst La Vio- lette óbærilegt, því hann hafði verið með markgreifanum árum sam- an. Saman höfðu þeir lagt að velli fyrsta íkornann í skógum Nieul, og hann hafði fylgt honum í öllum hans orrustum. Meðan þessu fór fram, var þjónn í bláum og rauðum einkennis- búningi á þeysireið á leið til Saint-Germain, í von um að ná mark- greifanum, áður en Þjónn hans og eiginkona skæru hvort annað á háls í París. Skriftafaðir markgreifans kom og reyndi að koma vitinu fyrir hina bálreiðu móður. Þegar hann var að gefast upp, lét hann senda eftir ráðsmanni fjölskyldunnar, Molines. Þegar Angelique sá þennan gamal- kunna mann, þráðbeinan, þrátt íyrir hvítt hárið, rénaði hefnigirni hennar. Molines stakk upp á, að þau settust saman fyrir framan eldinn. Hann óskaði henni til hamingju með þetta fallega barn, sem myndi feta í fótspor föður síns. — En hann ætlar að taka hann frá mér. — Þetta er sonur hans, Madame og — þér verðið að trúa mér — ég hef aldrei séð mann í hans stöðu jafn barnalega glaðan yfir erf- ingja. ■—• Þér eruð alltaf á hans bandi, sagði Angelique, en ekki illskulega. — Ég get vel ímyndað mér, hversu hamingjusamur hann er, vegna allra þeirra þjáninga, sem hann hefur valdið mér. Kvikindisháttur hans gengur jafnvel fram úr þvi, sem þér höfðuð sagt mér. Samt samþykkti hún að senda þjónustuliðið heim og bíða róleg, þar til eiginmaður hennar kæmi aftur — með einu skilyrði — að Molines gengdi embætti hins hlutlausa dómara. Um kvöldið kom Philippe heim og sporarnir hans hringluðu eins og venjulega. Hann fann Angelique og ráðsmanninn í vinsamlegum samræðum við eldstæðið. Charles litli Henri lá við brjóst hennar og saug af miklum ákafa. Eldsbjarminn glitraði á sívölum, hvítum hálsi hennar. Philippe var svo heillaður af þessari sjón, að Molines vannst tími til að rísa á fætur og skýra frá því, hve hræðilega það hafði fengið á Madame du Plessis að uppgötva, að barnið hennar var horfið. Vissi Monsieur du Plessis ekki, að ungbarn þurfti á móður sinni að halda? Heilsa barnsins var enn ekki orðin styrk, þrátt fyrir gott útlit, og ef það færi á mis við móður- mjólkin, myndi það hafa ill eftirköst alla ævina. Og Madame du Plessis átti á hættu að fá hitasótt, sem myndi gera það að verkum, að öll mjólk hyrfi. úr brjóstum hennar. Nei, Philippe vissi ekki neitt um þessa hluti — þeir voru allt of langt frá hans reynzlu. Á andliti hans mátti lesa áhyggjur og vantrú. En Molines vissi, hvað hann var að tala um. Hann var sjálfur marg- faldur faðir, og nú var hann orðinn afi. Markgreifinn reyndi eina leið enn: — Hann er sonur minn, Molines. Ég vil hafa hann undir mínu þaki. — Sé sú raunin, Monsieur le Marquis, verður Madame du Plessis að búa hér hjá honum. Það fór hrollur um bæði Angelique og Philippe við þessa tilhugsun. Hvorugt þeirra sagði orð. Þau litu hvort á annað eins og leikfélagar, sem kastazt hefur í kekki milli, en ætla samt að gera gott úr því. — Ég get ekki yfirgefið hina drengina mína tvo, sagði Angelique. — Þeir geta einnig flutt hingað, sagði Molines. — Húsið er svo sem nógu stórt. Og Philippe neitaði því ekki. Molines fór. Hann hafði ekki lokið sínu starfi. Philippe hélt áfram 3Q VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.