Vikan

Tölublað

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 09.09.1965, Blaðsíða 34
... í yndis- legum ilmkremum HIN SERSTÖKU ILMKRÉM FRÁ AVON. Sex ilmtegundir — indælar, mildar og lokkandi, við hæfi hverrar konu. Svalandi, heit og rómantísk áhrif. Við öll tækifæri er ILMKREM ávallt það bezta. Aðeins ögn á hndleggi háls og herðar — kremið hverfur, en ilmurinn verður eftir lengi — lengi. AVOIl, LONDON NEWYORK PARIS VXKAN 36. tbl. osrnetics sínar, sem voru orðnar hrjúfar af erfiðri vinnu, Þrátt fyrir alla þá umhyggju sem hún sýndi þeim. — Og hvernig færirSu þá að geta komizt hjá þvl, sagði hún og varp- aði öndinni mæðulega, — að verða þér úti um úvini, um leið og þú sýnir þig einhversstaðar ? Tárin tóku að streyma úr augum hennar. — Francoise, sagði Angelique. — Reyndu ekki að segja mér, að þú sért að gráta aðeins vegna mín og „sálar“ minnar? — Nei, eiginlega ekki. Aðeins vegna þess, að ég er að hugsa um mín eigin örlög. Þegar kona er falleg og hefur sál, hvernig kemst hún þá hjá þvi að öðlast það sem hún vill? Vandinn er sá, að ég hef tapað af svo miklu, vegna þess að ég hef hana ekki. Þessi athugasemd sannfærði Angelique um, að Madame Scarron myndi aldrei verða einn af óvinum hennar og hún væri mjög viðkvæm sál, þegar allt kæmi til alls. Kannske hafði athugasemd konungsins um Madame Scarron hitt viðkvæmari blett en henni var um að láta í ljós. Angelique sá eftir að hafa endurtekið athugasemdina. — Francoise, sagði hún. — Þurrkaðu af þér tárin. Hugsaðu um spá- dóm múraranemans Þíns. Það er ekki eins og þú heldur, að það séu hæfileikarnir, heldur er það trompið, sem gerir meira gagn en nokkuð annað. Þú hefur þegar eignazt mikilvæga og trygga vini. Er ekki Madame d’Aumont ein af þínum beztu vinkonum? — Jú, og einnig Madame Richelieu og Madame Lamoignan. Madame Scarron hafði nú hætt að gráta og var orðin jafn róleg og fyrrum. — Ég hef heimsótt þær reglulega í þrjú ár. — Er það ekki heldur óskemmtilegt? spurði Angelique. — Mér dauð- leiðast þær. —■ Það getur verið, en það hefur sín áhrif. Það eru þín mistök, Ange- lique, og munu valda þér vandræðum. Mademoiselle de la VaUiére gerði sömu mistök einu sinni, og nú er sól hennar hnígandi. Þið verðið að ákveða, hverjum þið ætlið að fylgja. Þú ert ekki i neinum hópi, hvorki í hópi drottningarinnar né Madame eða prinsanna. Þú hefur ekki valið milli mikilvæga fólksins og hins, sem minna máli skiptir, né heldur milli fiðrildanna og hinna einskorðuðu. — Hinna einskorðuðu? Hverju máli skipta þeir? — Eg á við þá, sem eru mjög trúaðir. Þeir skipta miklu máli, ekki kannske fyrir augliti guðs, sem við reynum að kynnast af bænabók- unum okkar, heldur í augum réttlætisins sem ríkir á jörðinni. -— Ég skil þig ekki. — Er ekki hið illa í dulargervi við hirðina? Það er þeirra, sem trúa á guð að uppræta það. — Ertu að ráðleggja mér, að velja milli guðs og djöfulsins? — Svona nokkurn veginn, sagði Madame Scarron hlutlaust. Hún reis á fætur, tók skikkju sína og svarta blævænginn, sem hún opnaði aldrei, vegna þess að hann var svo götóttur. Hún kyssti Ange- lique á ennið og gekk hljóðlega burt. — Er það nú tími til að tala um guð og djöfulinn, Madame! Ó, þegar svona hræðilegir hlutir hafa gerzt! Gamla, rauða andlitið hennar Barbe gægðist í gegnum rekkjutjöld- in. Hún hafði verið þarna stundarkorn, áður en hún leiddi Madame Scarron til dyra, svo kom hún aftur. Augu hennar voru sorgmædd. Þegar henni tókst ekki að ná athygli húsmóður sinnar með því að andvarpa og kjökra, ákvað hún að ávarpa hana. — Madame, þetta er hræðilegt! — Hvað nú? -—• Hann Charles-Henri okkar litli er horfinn. — Hvaða Charles-Henri? Angelique gekk illa að venjast nafni litla sonar síns: Charles-Henri- Armand-Marie-Camille de Miremont du Plessis-Belliére. — Áttu við barnið? Veit ekki barnfóstran, hvar hún setti hann? — Barnfóstran er farin líka. Og vöggustýran einnig og bleyjustelp- an. 1 raun og veru er allt starfslið litla Charles-Henry horfið. Angelique kastaði af sér sænginni og tók að klæða sig án þess að segja nokkuð. — Madame, stundi Barbe. — Eruð þér eitthvað utan við yður? Hefð- arkona getur ekki farið fram úr rúminu aðeins sex dögum eftir að hún hefur eignazt barn. — Hversvegna komstu þá að sækja mig? Ég bjóst við, að Það væri vegna Þess að Þú vildir að ég gerði eitthvað. Það er möguleiki, að það sé einhver sannleikur i þvi sem þú ert að segja, en ég hef þig grunaða um að vera farin að gægjast full djúpt ofan I flöskuna. Síðan djákninn tók drengina að sér, hefur þú haft minna og minna að gera. Þú hefur ekki haft gott af því. Sönnunargögnin voru næg. Herbergi barnsins var autt. Vaggan var horfin og sömuleiðis kistan með barnafötunum, fyrstu leikföngunum hans, og jafnvel flaskan með absintolíunni og moskunum, sem notað var til að nudda á honum naflann. Barbe hafði gert hinu þjónunum viðvart. Þeir söfnuðust fyrir framan dyrnar í skelfingu. Angelique byrjaði rannsóknina. Hvenær hafði einhver séð barnfóstr- una og aðstoðarstúlku hennar síðast? Um morguninn, þegar bleyju- stelpan kom fram i eldhúsið til að sækja ketil af heitu vatni. Þær höfðu allar saman borðað mat eins og venjulega, síðan hafði ekkert af þeim sézt. í ljós kom Þó, að meðan þjónarnir fengu sér miðdegislúr, hafði dyravörðurinn farið til að leika keiluspil við hestasveinana í húsagarð- inum bak við húsið. Aðalinngangurinn hafði þessvegna verið eftir- litslaus í klukkustund eða svo — sem var meira en nógur tími fyrir þrjár konur til að komast út, ein með barnið, ein með vögguna og sú þriðja með fötin. Dyravörðurinn sór að visu, að keiluspilið hefði ekki varað meir en fimmtán mínútur. — Svo þú ert meðsekur! ásakaði Angelique hann. Hún lofaði að hún skyldi láta hýða hann, en Það hafði hún aldrei látið gera við neinn þjóna sinna. Meðan mínúturnar tifuðu framhjá, minntist hún hræðilegra sagna af börnum, sem hafði verið rænt og þau brennd. Madame de Sévigné hafði mælt með barnfóstrunni við hana. Hún sagði, að hún væri áreiðanleg og samvinnuþýð. En hvernig var hægt að treysta þessu andskotans þjónapakki, sem hafði ekki nema hálfa hugsun á því sem það var að gera, meðan það velti fyrir sér, hvernig það gæti þjónað sínu svívirðilega eðli? 1 þessu kom Flipot þjótandi inn og sagðist vera búin að hugsa þetta É

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.