Vikan - 16.09.1965, Page 2
í FULLRI HLVÖRU
Haustfatnaður
í miklu úrvali
Stolið úr eigin vasa
„Ef þig vantar aura, væni
minn, skal ég bara kvitta fyrir
1000 litrum af mjólk, og þá
færðu niðurgreiðsluna fyrir ekki
neitt,“ sagði verzlunarmaður
einn úr Reykjavik við bónda
nokkurn i sumar. „Svoleiðis för-
um við að þvi að græða. Tök-
uin til dæmis mig. Ég er fisksali,
og ég kaupi og borga eitt tonn
af fiski af framleiðandanum, en
á reikningnum stendur fimm
tonn. Svo fáum við okkar niður-
greiðslu fyrir fimm tonn ■— jiar
af fjögur, sem við þurftum aldrei ,
að hafa neitt fyrir. Enda er ekki
einleikið, hvað íslendingar éta
mikinn saltfisk, ef marka má
töflurnar, en maður sér aldrei
saltfisk á nokkurs manns diski!
Já, lagsmaður, niðurgreiðslurnar
eru til mikilla bóta fyrir þá, sem
kunna að nota sér þær!“
Svona sagði maðurinn. Hér
skal ekki lagður dómur á sann-
leiksgildi orða hans, en hitt
eru gömul vísindi, að fátt fram-
kallar reyk annað en eldur. Og
víst yrði enginn hissa, þótt á dag-
inn kæmi, að þessi góði og hrein-
skilni fisksali hefði haft rétt
fyrir sér. Og það jaðrar við, að
fólki þyki þetta sjálfsagt. Niður-
greiðslurnar koma úr kassa hins
opinbera, og sú tizka rikir hér,
að hið opinbera sé ekki of gott
til að punga út. Bak við liggur
e.t.v. sú falska hugsun, að það
sem prettað er út úr ríki eða
bæ — eða hreinlega stolið —
skaði hvorki einn né neinn.
En ef gerð væri tilraun í eitt
ár, og allir tækju saman höndum
um að hafa ekkert af hinu opin-
bera, hvorki með prettum, svik-
semi eða stuldi, en sýna þess i
stað heiðarleik, ráðvendni og
samvizkusemi, má lieita öruggt
mál, að tekjuafgangur yrði svo
mikill, að allar opinberar álög-
ur stórlækkuðu. Sá sem i ár
stynur undan 40 þúsund króna
opinberum gjöldum yrði ef til
vill ekki með þriðjung þeirrar
upphæðar á sama íramtal eftir
slíkt ráðvendnisár.
Þess vegna liggur sú spurning
ósvöruð, hvers vegna liið opin-
bera, hvort heldur er riki eða
bær, leggur ekki meira upp úr
að fylgjast með því, livernig '
farið er með fé og vinnu á þess
vegum. Eitt af hlutverkum ríkis
og sveitarfélaga er að vernda
þegnana fyrir sjálfum sér, og
þess er eklci síður þörf á þessum
vettvangi en öðrum. Og til dæm-
is væri hægt að byrja á þessu:
Hvert fara niðurgreiðslurnar?
Eru þær misnotaðar?
Og við viljum fá rökstutt svar,
ekki aðeins já eða nei.
S.H.
2 VIKAN 37. tbl.