Vikan - 16.09.1965, Side 6
AVON VEKUR
FEGURÐINA
AF DVALA
ALLA ÞÁ FEGURÐ, SEM ÞÉR VISSUÐ
AÐ ÞÉR ÁTTUÐ.
Hulin fegurð, sem þér vissuð að þér áttuð, kemur í
Ijós við snertingu Avon. Blómstrar við snertingu
Avon makeup. Springur út við hlýju hinna nýju
varalita og naglalakka. ... Og svo að lokum gerir
Avon augna makeup fegurð yðar fullkomna. Það
geta allir séð. Það þarf Avon töfra til að fegurðin líti
dagsins ljós.
SAvon
cosmetics
LONDON
NEW YORK
PARIS
ÞOLINMÆÐIN ÞRAUTIR VINNUR
ALLAR.
Okkur hafa borizt mörg bréf
um þolinmæðigreinina. Hér eru
glefsur úr nokkrum þeirra.
Hún var alveg stórkostlega
sniðug, að því er mér fannst.
Hefði kannski mátt ganga held-
ur lengra í að gera mannskapinn
orðlausan. Þið verðið endilega að
gera meira af svona löguðu.
... og víst hafði ég gaman af
að lesa þetta. En sennilega hefði
mín þolinmæði ekki hrokkið
langt, hefðuð þið lent á mér.
... og ég er alls ekkert reiður
við ykkur út af þessu, nema þá
að síður sé. Þetta eru bara nokk-
urs konar komplíment fyrir mig
og mína þolinmæði. Hafið bara
þökk fyrir.
Einn, sem var spurður.
Mér fannst þetta ákaflega lág-
kúrulegt af ykkur að ráðast að
fólki úti á götu og gera það að
hálfgerðum fíflum. Ég ætla að
vona, að Vikan sem er nú ágætis-
blað fari ekki út í svona vitleysu
aftur.
Það var nú aldrei ætlunin að
fara að gera grín að fólki, enda
finnst okkur þetta ekki flokkast
undir það. Líttu bara á bréfið
héma á undan. Ekki fannst þeim,
sem spurður var, að hann væri
gerður að neinu fífli.
KERLINGABÆKUR.
Kæri Póstur!
Löngum höfum við, tvær göf-
ugar sálir, geymt hin vökru skrif-
færi vor í lognkyrru djúpi efstu
skrifborðsskúffunnar á hinu vist-
lega heimili voru, og nú fáum
við ekki orða bundizt lengur. —
En gamanlaust..
Við höfum lesið okkur til ó-
bærilegs hryllings nokkrar af
hinum svokölluðu kerlingabók-
um og komizt að þeirri niður-
stöðu að banna ætti útgáfu slíkra
bóka, því að þessi viðbjóður er
ekki í samræmi við bókmennta-
tilfinningu nokkurs manns. Við
viljum taka eitt lítið dæmi beint
upp úr bók, um orðagjálfur þess-
ara hálfbrjáluðu kvenna.
„Hin fagra morgundís fer á
geislagandi um sveitina og kall-
ar allt framúr draumljúfum
faðmi næturinnar með herópi
lífsins".
Að vísu kemur þetta bréf nokk-
uð seint, þar sem þið gerðuð
þessu máli góð skil í fyrra. —
íslendingar! Brennum bækurn-
ar, brjótum pennana og bjóðum
þeim á hann. E og E.
Bjóðum þeim á hvern?
ÞEIR SEM SVÍNA.
Kæra VIKA!
Nú get ég ekki lengur orða
bundist yfir þessum helv...
strætisvagnabílstjórum. Ég neita
því ekki að þeir eru góðir þegar
maður ferðast með þeim, en sem
hjólreiðamaður finnst mér þeir
hreinlega glæpsamlegir í umferð-
inni. Oft á dag liggur við að ég
fari að grenja af vonsku yfir
þeim. Þeir hika ekki við að
„svína“ á mann, og það er eins
og þeir séu ný búnir að fá flaut-
urnar því að þeir flauta eins og
brjálaðir menn ef þeir sjá mann
á hjóli í 10 km. fjarlægð, en þetta
átti ekki að vera skammarbréf
svo að það er bezt að snúa blað-
inu við og leggja fyrir þig nokkr-
ar spurningar:
1. Hvað er Landsbókasafnið?
2. Af hverju má ekki hjóla
Bankastrætið?
3. Hvað þýðir KINKS?
Og svo þakka ég þér fyrir allt
gamalt og gott.
SENDILL.
P.S. Hvað þýðir P.S.?
SAMI.
Þið verðið nú að viðurkenna
það, strákar mínir, að þið eruð
stundum óþolandi frekir á hjól-
unum, og kunnið alls ekki að
halda ykkur yzt á götunum og
þaðan af síður að hjóla beint.
Og blessaðir elsku strætisvagna-
bílstjórarnir vilja auðvitað ekki
aka yfir ykkur, og það ættuð þið
að virða.
1. Það er hvíta húsið vestan
við Þjóðleikhúsið, og þar eru
geymdar allar bækur og rit,
skjöl og annað slíkt, sem
komið hefur út á íslenzku
(eða því sem næst) og sitt-
hvað fleira.
2. Vegna þess að umferð um
Bankastræti er meiri en
nokkurs staðar og hjólreið-
ar þar myndu gera umferð-
ina ómögulega.
3. Það getur þýtt rennilykkja
og einnig krampi.
Þakka þér svo fyrir alla snún-
ingana.
g VIKAN 37. tbl.