Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 12
Kuppakstur
Smásaga efftir
Alberfto Moravia
Það er ekki hægt að hafa tvær ástríður samtímis. Ánægja mín yfir bíln-
um, sem ég hafði loksins eignazt kom mér um tima til að gleyma ást
minni á Ines, stúlkunni sem ég ætlaði að trúlofast. Meira þurfti ekki til,
að Tullio sem var góður vinur minn, komst upp á milli okkar og reyndi að
ræna henni frá mér. Æi-iá, það er bezt að tala sem minnst um þessa'
vini. En ef maður neyðist til að tala um þá, verður maður að viðurkenna,
að vináttan er góð, svo lengi sem ekki er kona með í spilinu. Við getum
tekið dæmi úr hænsnagarðinum! Tveir hanar gogga friðsamlega saman,
gala saman og sofa saman. En komi hæna inn til þeirra, lítil snjóhvit hæna
með rauðan kamb, þá er friðurinn búinn, hanarnir riúka saman og gogga
augun hvor úr öðrum.
Þvílíkar hugsanir! Hvað sem maður gerir, hvort maður er á skemmti-
göngu eða við vinnuna, og hvort sera maður er einn eða í hóp, sækja
þessar hugsanir á mann, eitthvað algerlega óskilianlegt. Einmitt vegna
þess að maður skilur þetta ekki, fer maður að velta því fyrir sér, og hætt-
ir aldrei að velta því fyrir sér. Maður skilur ekki hversvegna hann elsk-
ar. Þannig var það með okkur Ines, þangað til að ég keypti bílinn; þá
fékk ég ofurást á honum. Það er mjög erfitt að skiþa suma hluti. Ines er
lifandi vera, hold og blóð, en bíllinn er úr málmi. Ines hafði fallegt kringlu-
leitt andlit, svört, mild augu og hlæjandi munn, en nefið á bílnum var með
stuðara, sem líktist einna helzt tönnum í varðhundi. Þó að Ines væri lítil,
var hún mjúklega vaxin, en bíllinn var eins og aðrir bílar, eiginlega ekk-
ert annað en stór kassi; og samt gleymdi ég stundum Ines, vegna bíls-
ins. Ef ég hefði bara látið mér nægia að hugsa um bílinn: Það versta var
að ég talaði um hann líka, og aðrir tóku eftir því, meira en mig grunaði.
Tullio sagði einu sinni við mig, þegar Ines var viðstödd: — Heyrðu Gigi,
þú hugsar ekki um annað en bílinn. Veiztu hvað Ines, ef að ég væri í
þínum sporum, væri ég afbrýðisöm út í bílinn . . .
í speglinum sá ég aö hönd Tullios nálgaöist
hönd stúlkunnar minnar, og einmitt þegar að
ég tók kröppu beygjuna strauk hann handlegg
hennar. Svo kallaði hann til mín: Heyröu Gigi,
farðu fram úr þessum bíl þarna, eftir hverju
ertu aö bíða?