Vikan

Útgáva

Vikan - 16.09.1965, Síða 16

Vikan - 16.09.1965, Síða 16
 Eg varð hreint og beint að fara þessa ferð. Þetta var mér nokkurs konar guðleg köllun og hafði í mörg herrans ór hvílt ó mér eins og mara. Eg skal segja þér, að einu sinni gisti ég við Hofs- jökul í blíðskaparveðri um há- sumar, og ég varð svo snortinn af fegurð hálendisins, tign jökl- anna og heiðríkjuloftsins, að ég komst í svipaða stemmingu og skáldið sem kvað: Þú bláfjalla- geimur með heiðjöklahring um hásumar flýg ég þér að hjarta. Þá varð ég gripinn þessari sterku þrá eftir hálendinu, og henni varð ég að svala. Þetta sagði Pétur Jónsson bóndi á Egilsstöðum. Þessi 61 árs gamli garpur vann fyrir skömmu það afrek að ríða við fimmta mann 800 km. yfir há- lendi íslands, leið sem kannske aldrei hefur verið farin síðan sögur hófust. Þegar ég hitti Pét- ur niðri á Hótel Vík þrem dög- um eftir komuna til Reykjavík- ur, var ekki hægt að sjá á honum nein þreytumerki. Það var frekar hægt að ímynda sér að hann hefði legið og sleikt sólskinið í Sundlaug Vesturbæj- ar, síðast liðinn hálfan mán- uð en að hann hefði nýlega sundriðið mestu fljót landsins, elzt við strokuhesta, svangur, blautur og villtur, velzt af baki í kviksyndi og lifað mestmegnis á skrínukosti í tvær vikur. Hann var fús til þess að segja mér frá ferðinni, sem hann sagði að hefði verið sú stórkostlegasta, sem hann hefði nokru sinni far- ið. Honum sagðist svo frá: — Þetta var í raun og sann- leika stórfengleg ferð. Hún jafn- aðist á við geimskot. Þessu gleymi ég aldrei, svo lengi sem ég lifi, og nú finnst mér, ég geta dáið drottni mínum sæll og rólegur eftir að vera búinn að fullnægja þessari köllun minni. — Atti þessi köllun þín mest- an þátt í því að ferðin var far- in? — Já, ég var upphafsmaður þessarar ferðar. Það var að vísu nokkuð langt síðan ég hafði ætl- að mér að fara þessa ferð, en það strandaði á því að ég fékk engan með mér, og svona ferð getur maður ekki farið einsam- all. Núna fékk ég aftur á móti fjóra í lið með mér, þá Sverri Scheving Thorsteinsson jarðfræð- ing, Gunnar Egilsson flugradío- virkja, Ármann Gunðmundsson húsasmið og Ingólf Örnólfsson bankafulltrúa. — Hvernig leizt nú vinum og vandamönnum á þessa ráðagerð ykkar? — Það var nú upp og ofan. Mörgum fannst við vera að ana út í hrenustu ófæru, en öðrum leizt vel á þetta hjá okkur. Ég held jafnvel að biessaðar eig- inkonurnar okkar hafi verið bjartsýnar, ja náttúrlega fyrir ut- an okkur sjálfa, því að bjart- sýnin stafaði benlínis af okkur alla leið. — Hvenær lögðuð þið svo af stað í þessa miklu reisu? — Það var 18. júlí kl. 7 að kvöldi. Ætlunn var nú að leggja af stað miklu fyrr um daginn, en hestarnir eru tregir úr heima- högum, og það reyndist erfitt að koma sér af stað með allt sitt hafurtask. Margir vinir og kunningjar fylgdu okkur úr hlaði, og mér fannst eins og sumir byggjust ekki við að sjá okkur aftur, þeir ættu að sjá okkur núna, við höfum held ég aldrei litið betur út. Það var létt á okkur brúnin, þegar við lögð- um af stað, reyndar var hún nú alltaf létt, en þó alveg sérstak- lega í byrjun. Við ætluðum upp- haflega að vera bara rúma viku á leiðinni og við tókum alls ekki með í reikninginn alls kon- ar óhöpp, sem komu fyrir. Klukk- an tvö aðfaranótt 19. komum við að Skriðuklaustri og gist- um þar um nóttina. Daginn eft- if fórum við svo þvert yfir Fljóts- dalsheiði og komum um kvöldið að Brú á Jökuldal, sem er efsli bær í byggð. — Þið hafið náttúrlega verið vel nestaðir fyrir svona langa ferð um óbyggðir. — Já, nesti höfðum við nóg, en maturinn vildi skemmast hjá okkur. Ég átti til dæmis heið urinn af því að eyðileggja fyrir okkur smjörið og ég þótti alls ekki heppilegur birgðamálastjóri með matvæli, en annars var Sverrir nú ráðskonan okkar og leysti það starf af hendi með prýði. Hann er alveg sérstaklega nákvæmur og honum blöskraði oft reiðuleysið á okkur austan- mönnum og kallaði okkur i gamni Kasper, Jesper og JónaT- an. — Hvert fóruð þið svo frá Brú? — Við héldum upp Brúardali við Laugarvelli og við stönzuð- um hjá fornu býli, sem hefur verið mjög afskekkt og við hugs- uðum um, hvað það hlyti að hafa verið einmanalegt að búa Jg VIKAN 37, tW,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.