Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 35
um gluggann, sigri hrósandi, eins
og að þau vildu segja: — Sjóðu til,
þetta kláraði pabbi betur en þú . . .
Ég horfði á þau og fór að hugsa
hvernig gæti staðið á því að þessi
andlit sem mér hefði eflaust fund-
ist ósköp venjuleg. já, og jafnvel
geðug, hefði ég séð þau í búð eða
á götu, gátu verið svona andstyggi-
leg, þegar að maður sá þau í gegn-
um bílrúðu.
Við vorum komin fram hjá af-
leggjaranum að Fregen og ókum
veginn til Ladispoli.
Það var eitt sem fór í taugarn-
ar á mér, fyrir utan masið í Ines
og Tullio og sunnudagsklæddu fjöl-
skyldurnar. Það var að Tullio gerði
við og við hlé á daðri sínu við Ines
og manaði mig til að aka fram úr.
Var það ekki hugulsamt af honum?
— Heyrðu Gigi, farðu nú fram úr
þessum litla bíl þarna! Eða að
hann sagði: — Farðu fram úr þess-
um, eftir hverju ertu að bíða? Eða
þá: — Heyrðu mig, hvað ertu hrædd-
ur við? Settu ! þriðja og keyrðu
fram úr!
Stundum er gaman að svona
kappakstri, já ef við hefðum ver-
ið tveir einir. En Ines var með, og
ég fékk það ekki út úr höfðinu
að hann manaði mig svona, til
þess að ég hefði fullt í fangi við að
stýra bílnum, og að hann fengi
betra næði til að daðra við Ines.
Máske var þetta einskonar leikur;
eins og þegar ástfangið par í
skemmtigarði segir við óþolandi
krakka: — Farðu og náðu í boltann
þarna . . .
Ég var frávita af reiði. En í stað
þess að hægja á mér og aka ró-
lega, fór ég óstjálfrátt eftir því sem
Tullio sagði. En þvi lengur sem ég
6k, þvi ergilegri var ég við sjálfan
mig, vegna þess að með þessu
gerði ég Tullio greiða. í hans aug-
um var ég bjáJfi, sem var ánægður
með að hafa bflstýri í höndunum,
og léti hann svo taka stúlkuna mína
frá mér á meðan.
En ég hafði auga með þeim. Tull-
io sat á ská, með annan fótinn
uppi i sætinu, og hendurnar á bak-
inu. Ines hallaði sér fram, og var
líka með hendurnar á stólbakinu,
þótt það væri á engan hátt nauð-
synlegt fyrir hana. í skyndi og án
þess að á því bæri, rétti ég speg-
ilinn, þannig að ég sá ekki götuna
fyrir aftan, en aðeins staðinn á
stólbakinu, þar sem hendur þeirra
hvíldu.
Eftir svolitla stund sá ég að hönd
Tullios nálgaðist hendur hennar, og
næst þegar að ég tók beygju, greip
hann um hönd hennar, en sagði um
leið við mig: — Heyrðu Gigi, farðu
fram úr þessum litla bíl, eftir hverju
ertu að bíða?
Ég horfði á veginn. Billinn sem
Tullio talaði um, var lítill kassa-
bill, og barnavagn bundinn á þak-
ið. Inni t bilnum var þessi vana-
lega kássa af konum og börnum.
Pabbinn sat við stýrið, stór og feit-
ur, með höfuðið á milli axlanna
og stórar loðnar hendur á stýrinu.
En þegar að ég tók augun af Ines
og Tullio, tók ég ekki aðallega eftir
bílstjóranum, heldur andlitinu á litl-
um dreng, á að gizka sex ára, sem
horfði út um bakrúðuna. Hann var
ófríður og fölleitur, með geysistór
eyru, hann gretti sig framan í mig,
og rak út úr sér tunguna. Dreng-
urinn gretti sig auðvitað vegna þess
að hann hélt að ég væri reiður yfir
því hvað pabbi hans ók hratt, en
einhverra hluta vegna fannst mér
að hann væri að gera grín að mér
vegna Ines og Tullio. Ég horfði á
hann og hrukkaði ennið. Móðir hans
hélt um axlirnar á honum og hann
flatti nefið út á rúðunni og góndi
á mig, svo rak hann tunguna aftur
út úr sér. Ég leit í spegilinn og sá
þá að fingur Tullios læddust upp
handlegginn á Ines. Og Tullio sagði
hræsnisfullur: — Ertu eitthvað verri?
Spýttu í!
Og i tóntegund, sem ástin gerði
milda tók Ines undir: — Já, við ök-
um alltof hægt, með þessu móti
komum við aldrei til Santa Marni-
ella . . .
— Jæja, keyri ég ekki nógu hratt,
svaraði ég. — Nú skulum við sjá.
Við vorum á beinum vegarkafla,
sem endaði á hæð. Hægra megin
við mig var limgirðing, en vinstra
megin röð af hlynum, og héngu
greinar trjánna niður að götunni,
en stofnarnir voru vafðir hvítum
böndum. Ég skifti í þriðja, steig
bensínið ( botn, flautaði og þaut
áfram með geysihraða. En hvað
haldið þið! Þegar ég flautaði ók
pabbinn litla bílnum út á miðja
götuna og jók hraðann, i stað þess
að víkja til hægri, eins og að hann
hefði átt að gera. Ég neyddist til
að hætta við að aka fram úr.
— Hven fjandann ertu að gera?
Sammastu þín ekki? sagði Tullio
hæðnislega.
Svo leit ég upp og sá þá strák-
inn, sem rak út úr sér tunguna.
Þá sveigði ég til vinstri og ók, stöð-
ugt flautandi, samhliða litla bíln-
um. Við vorum komnir næstum á
enda beina vegarins, þar sem hann
lá upp í móti. Pabbinn jók ferðina,
en ég náði því ekki. Svo fór ég
allt í einu að vinna á, en einmitt
þá kom bíll á móti. Hann ók frekar
rólega, en samt nægilega hratt til
þess að ég komst ekki fram úr. Ég
hefði átt að hætta við þetta og láta
mér nægja að aka á eftir litla bíln-
um, en ég veit ekki hvað það var
sem kom mér til að reyna að kom-
ast fram úr honum, hvað sem taut-
aði. Hann jók líka hraðann, og það
var rétt með naumindum að ég náði
að sveigja til vinstri, ofan i skurð,
til að forðast árekstur, — en þá sá
ég stofninn á hlyninum koma á
móti mér. Mér fannst líka að ég
heyrði Tullio hrópa: — Bremsaðu,
bremsaðu! ... Og svo heyrði ég
ekki meira . . .
Það hefir svo sem ekkert upp á
sig, að segja frá því sem svo skeði.
Ég var sá eini sem slapp með nokkr-
ar skeinur, ef allt gengi að vonum
var ég góður eftir tíu daga. Tullio
brotnaði á öðrum fæti, og lá í tvo
mánuði á sjúkrahúsi, þar sem ég
Daglega umgangist Þér fjölda fólks
BRAGÐ OG
BÆTIR RÖDDINA.
Kramlcitt med einkaleyf'uLINDAh.l Akureyri
BYÐUR FRISKANDI
★ grænir pakkar (sterkar)
★ rauSir pakkar (mildar)
ÁVALLT
UNG
jfAN^ASTLR
rakamjólk
„LAIT HYDRANT".
þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að
framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir
LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT",
sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi
áburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin
verður mjúk, fersk og notaleg.
Lancaster
ÚTSÖLUSTAÐIR. -
REYKJAVÍK: Tíbrá,
Gjafa- og snyrtivörubúðin,
Orion, Holts-Apótek, Tjarnar-
hárgreiðslustofan,
Mirra, Austurstræti,
Skemmuglugginn, Laugavegi 66.
AKUREYRI: Verzlunin Drifa.
PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó.
Jóhannessonar.
VIKAN 37. tbl. PJJ