Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 37
sem þeir móttu. Ég mundi viija kalla skíðahótel þetta færibanda- hótel, því að þarna tekur hver hönd- in við af annarri og allar eru þær jafn fórnfúsar. Þarna fengum við góðan mat, og ekki mó gleyma kaffinu. Ég hafði ekki fengið kaffi- dropa síðan við vorum í Brú, og kaffiþorstinn var orðinn svo ógur- legur, að ég gerði mér enga grein fyrir því, hvort það voru bollar eða kaffikönnur, sem ég var að drekka úr. Áður en við gengum til nóða, lögðu forróðamenn skólans ríkt ó við okkur, að við hreyfðum okkur ekki spönn fró rassi, fyrr en við hefðum þegið morgunverð hjó þeim, og það gerðum við með mestu ónægju. Vil ég flytja þeim Kerling- arfjallamönnum okkar innilegustu þakkir fyrir þessar fróbæru viðtök- ur, og mig langar til að segja, að þeir eru að vinna starf sem er mik- ils virði fyrir íslenzka ferðamenn- ingu. Þeir eru brautryðjendur í því að reisa hótel uppi ó hálendinu, sem er undraheimur íslenzkrar nátt- úru, með öllum sínum stórfengleik og fegurð. — Frá Kerlingarf jöllum fórum við í Gránunes og þaðan í Þjófa- dali, við héldum með Langjökli og létum hann ráða í bak- grunni. Síðan riðum við yfir ofan- verðan Djöflasand, sem er í reynd sannkallaður djöflasandur, þarna þurftum við að klæðast olíufötum ( fyrsta sinn í allri ferðinni. Blá- svartaþoka grúfði yfir öllu, og ekki var gott fyrir ókunnuga að vera þarna á ferli. Við komum um síð- jr í Fljótsdrög, en við vildum halda áfram að Reykjavötnum, þar sem við ætluðum að veiða. Það varð nú engin frægðar för, því að það skall á okkur náttmyrkur, og ekkert lát var á þokunni og við bröltum þarna áfram í botnlausum flóum fjórar klukkustundir samfleytt og vissum hvorki í þennan heim né annan. Að lokum tjölduðum við þar sem við vorum staddir og vorum búnir að gefa upp alla von um að kom- ast að Reykjavötnum. — Daginn eftir var komið á- gætt veður og þá komumst við á rétta leið og héldum síð- an eins og leið liggur til Kal- manstungu, og þangað komum við klukkan átta um kvöldið. Við mun- um áreiðanlega seint gleyma mót- tökunum í Kalmanstungu. Húsráð- endurnir þar vildu allt fyrir okkur gera og veittu okkur af rausn, bæði í mat og drykk. Við vorum svo þarna í góðu yfirlæti um nóttina, ég fékk meira að segja rúm til að sofa í- Ég held að það eina, sem þeir félagar mínir hafi getað fundið að mér í ferðinni, hafi verið það hvað ég var glúrinn við að verða mér úti um rúm á þeim bæjum, sem við gistum. Frá Kalmanstungu lögðum við svo af stað klukkan fimm síðdegis og héldum eftir Kaldadal. Við ætluðum að fara, sem leið liggur að Botni í Hvalfirði, ríða Hvalfjörðinn og staupa okkur við Staupastein, en veðrið var svo slæmt, það var allt í senn, snjór, hagl og rigning, svo að við breytt- um áætluninni og héldum til Þing- valla. Þegar við vorum að fara í gegnum Kaldadal, komu góðir gest- gjafar afvífandi og gáfu okkur tvo koníakspela, til þess að taka úr okkur hrollinn, og það hreif svo sannarlega. Konan hans Ingólfs Örnólfssonar kom akandi upp í Kaldadal til þess að taka á móti hetjunni sinni, sem var búin að ríða um endilangt ísland. Þegar Ingólfur sá, hver komin var, ætl- aði hann að stíga af baki eins og riddari og taka á móti sinni heitt- elskuðu, en það fór ekki sem skyldi, því að hann flæktist í ístaðinu og valt niður á jörðina eins og hveiti- poki. Annars verð ég að segja það, að Ingólfur stóð sig með prýði í allri ferðinni, hann var miklu óvan- ari hestamaður en við hinir, og það er ekki heiglum hent að fara í svona ferð. Jæja, við héldum nú áfram og komum að Kárastöðum, við Þingvelli og þar var tekið á móti okkur með kostum og kynj- um. Guðbjörn bóndi er góðvinur minn frá fornu fari og ég vissi fyr irfram, að frá honum væri alls góðs að vænta. Hann beið okkar með kúfað borð og meira að segja nýja og væna tuggu handa hrossunum, og þarna á bænum átti ég hina elskulegustu nótt í mjúku rúmi, en strákarnir gistu í sumarbústað á Þingvöllum. Klukkan eitt næsta dag lögðum við svo upp frá Kárastöð- um og þá var aðeins síðasti spöl- urinn eftir. — Ykkur hefur náttúrlega fund- izt þið eiga allan heiminn, þegar þið komuð hingað í menninguna. — Já, já við vorum rígmontnir, settumst á beztu gæðingana, og lit- um stoltir og umburðarlyndir á alla þá, sem komu á móti okkur. Okkur var fagnað af vinum og kunningj- um og alls konar fólki, sem þóttist hafa heimt okkur úr helju. Við komum hestunum fyrir á Skraut- hólum á Kjalarnesi, en héldum sjálf- ir til Reykjavíkur, og okkur leið eins og geimförum, sem koma nið- ur á jörðina aftur, eftir að hafa snúizt í kring um hana í marga daga. Það var dásamlegt að geta hvílt sig og slappað af eftir þessa erfiðu för, hún var í raun og veru erfið en við munum aldrei gleyma henni né sjá eftir henni. Og í lok- in bið ég þig að skila kveðju til allra þeirra, sem greiddu götu okk- ar á einn eða annan hátt, sérstak- lega þó þeirra bænda, sem við gistum, þeir tóku allir á móti okkur eins og við værum kóngar á eftir- litsferð um ríki okkar. Svo ætla ég einnig að biðja þig fyrir mínar beztu kveðjur til starfsfólksins á Hótel Vík þar sem ég hef gist á ferðum mínum f um það bil tutt- ugu ár. Þar hef ég notið sérstakrar greiðvikni og aðhlynningar, sem ég mun aldrei gleyma. Ég vildi óska þess, að öll hótel á landinu væru eins. ★ Raíveitur! Raívirkjameistarar! Eigum birgSir fyrirliggjandi af PVC plast- einangruðum jarSstreng. VerSiS sérlega hagstætt. 1X10+10 mm2 1X16+16 - 2X 6+ 6 - 2X10+10 - 2X16+16 - 3X 6+ 6 - 3X10+10 - 3X16+16 - 3X25+16 - 3X35 + 16 - 3X50 + 25 - 3 X70 + 35 - 3X95 + 50 - JOHAN RÖNNING H.F. Skipholti 15. — Símar 10632 og 13530. — Reykjavík. -CAN Vér höfum ávallt fyrirliggjandi: LIN CAN Grænar baunir, LIN CAN Gulrætur, LIN CAN Blandað grænmeti, LIN CAN Bakaðar baunir, LIN CAN Þurrkaðar grænar baunir, LIN CAN Jarðarber. LIN CAN vörur fást í næstu búð. Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120. -GAN VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.