Vikan - 16.09.1965, Page 41
Endurnýjum
sængur og kodda.
Fljót afgreiðsla.
Höfum einnig
æðardúns-,
gæsadúns- og
dralonsængur.
Póstsendum
um land allt.
DÚN- & FIÐUR-
HREINSUNIN
VATNSSTÍG 3
(örfá skref frá Laugavegi).
Sími 18740.
r~
UNDRAPÚÐINN
sem fesfir fanngóminn,
dregur úr
eymslum,
límist við
góminn,
þarf ekki að
skipta daglega.
SNUG er sérstaklega mjúkur plast-
ic-púði, sem sýgur góminn íastan,
þannig að þér getið talað, borðað
og hlegið án taugaóstyrks. SNUG
er ætlað bæði efri- og neðrigóm.
Þér getið auðveldlega sjálf sett púð-
ann á, hann situr fastur og hreins-
ast um leið og tennurnar. — SNUG
er skaðlaus tannholdi og gómnum.
Endist lengi og þarf ekki að skipta
daglega.
Snug
Heildsölu-
birgðir:
O. MOLLER & CQ.,
Kirkjuhvoli, Sími 1G845.
v._
þegar fengið nokkur laun fyrir þetta og einnig Ijóma. Finnst þér, að
það hafi verið farið á bak við þig? Varla. Ég get ekki imyndað mér,
að þú hafir nokkurn tíma tekið þennan litla gamanleik alvarlega. 1
fyrsta iagi elskarðu eiginmann þinn eða að minnsta kosti lítur út fyrir
það. Það er svo hlægilegt! Hann er ekki aðlaðandi, en hann er fallegur
og hann er sagður móttækilegur fyrir gullhamra. . . .
— Langar þig ekki að spila? spurði Angelique hljómlausri röddu.
— Jú, mig langar mikið til þess. Ég er með spil i töskunni minni.
Naaman!
Litli negrinn rétti henni ferðatöskuna. Þær spiluðu nokkur spil, án
þess i raun og veru að fylgjast með leiknum. Angelique var mjög
annars hugar og ekki í sem beztu skapi. Að lokum lagðist Madame de
Montespan til svefns með bros á vör.
Angelique var ekki í skapi til að brosa. Hún hakkaði í sig hvert strá-
ið á fætui' öðru, meðan reiðin svall í brjósti hennar, og eftir því sem
leið á nóttina, hafði hún lagt fleiri og fleiri áætlanir að hefnd. Þegar
morgnaði, myndi Madame de Montespan vera á allra vörum. Hún hafði
verið mjög heimsk að búast við, að Angelique félli fyrir ótryggð hennar.
Athénais hafði fundið sérstaka ánægju í því að skýra frá sigri sínum
og þeim hluta hans, sem hafði verið þröngvað upp á Angelique. Viss
um stuðning konungsins og vald sitt yfir honum, hafði hún leyft sér
að særa konu, sem hún hafði lengi verið afbrýðissöm út i, en farið
varlega að af eigin hagsmuna ástæðum. Nú þegar hún hafði ekki framar
þörf fyrir hana eða peninga hennar, gat hún auðmýkt hana og látið
hana borga dýru verði fyrir þá sigra, sem fegurð hennar og auðæfi
höfðu unnið fyrir hana.
— Idjót! hugsaði Angelique reiðari en nokkru sinni fyrr. Hún vafði
um sig skikkjunni og laumaðist niður stigann, en skildi Madame de
Montespan eftir í fasta svefni, liggjandi í heyinu, eins létt ■— og eins
léttklædda — og gyðju á skýi.
Það var tekið að birta í austri og nokkrir regndropar féllu. 1 átt
frá roðnandi sjóndeildarhringnum bárust hljómar frá pípum og trumb-
um í herbúðunum.
Angelique öslaði í gegnum aurinn að húsinu, þar sem drottningin
bjó og þar sem hún vissi að hún mundi finna Mademoiselle de Mont-
pensier. Þegar hún kom þangað sá hún Mademoiselle de la Valliére
sitja á bekk, ofur vesældarlega. Hin unga mágkona hennar og tvær
eða þrjár þjónustustúikur voru með henni, allar þreytulegar og rauð-
eygðar af svefnlevsi. En þær voru allar svo glataðar á svipinn, að það
rann henni til rifja, og hún nam staðar þrátt fyrir fyrirætlanir sínar.
— Hvað eruð þér að gera hér, Madame? þér deyið úr kulda.
Lousie de la Valliére leit upp með bláum augum, allt of stórum i þessu
fölhvíta vaxandliti, og það fór hrollur um hana, eins og hún hefði
vaknað af dvala.
— Hvar er kóngurinn? spurði hún. — Mig langar að sjá hann. Ég
get ekki farið, án þess að sjá hann. Hvar er hann? Gerið svo vel að
segja mér það.
— Ég veit það ekki, Madame.
— Þér vitið það. Ég veit það. Þér vitið. . . .
Af vorkunnsemi tók Angeiique utan um báðar mögru, köldu hend-
urnar, sem hertogaynjan rétti fram móti henni. — Ég sver, að ég veit
það ekki. Ég hef ekki séð konunginn síðan.... ég veit ekki hvenær.
Og ég fullvissa yður um, að hann kærir sig ekkert um mig. Það er
hreint brjálæði fyrir yður, að sitja úti á svona kaldri nóttu.
— Þetta var ég líka að segja henni, stundi mágkona hennar. -—
Hún er örmagna og ég líka, en hún vill ekki gefast upp.
— Hafið þið ekki herbergi i þorpinu?
— Jú, en hún ætlar að biða eftir kónginum.
— Ekki þennan kjánaskap. Angelique tók undir handlegg hertoga-
ynjunnar og lyfti henni upp. — Nú eigið þér að fá svolítinn yl i iíkam-
ann, og svo eigið þér að sofa. Konungurinn vill ekki sjá yður, ef þér
komið fram fyrir hann eins og draugur.
1 húsinu, sem átti að vera fyrrverandi ástkonunni skjól, skipaði hún
þjóninum að kveikja upp eid. Svo setti hún hitaflösku milli rakra
rekkjuvoðanna, bjó til jurtaseyði og háttaði Mademoiselle de la Valli-
ére niður í rúm með svo ákveðinni röggsemi, að hertogaynjan þorði
ekki að mótmæla. Þegar Angelique hafði breitt yfir hana hvert teppið
á fætur öðru, virtist hún afskaplega veikluleg. Lýsingarorðið ,,horuð“,
sem kjaftfor níðskrifari hafði notað um hana, virtist síður en svo ýkjur.
Beinendarnir stóðu i gegnum hörundið. Hún var ófrísk á sjöunda mánuði,,
að fimmta barni á sex árum. Hún var aðeins 23 ára gömul. Bak við
sig hafði hún mesta ástarævintýri, sem nokkur kona gat vonazt eftir,
framundan lá langur, langur táradalur. Ljóminn, sem stafaði af henni
haustið áður, hafði verið sólarlagsijómi. Aðeins nokkrum mánuðum
seinna varð breytingin yfirþyrmandi.
— Þannig getur það farið með konur að elska hugsaði Angelique.
Reiðin blossaði upp í henni. Hún minntst frásagnar Barcaroles af þvi,
hvernig keppinautar la Valliére reyndu að eitra fyrir hana og Það fór
hrollur um hana.
—• Ó, hvað þér eruð góð, muldraði Louise de la Valliére. — En
þeir sögðu....
— Hversvegna eruð þér að hugsa um það, sem „þeir“ segja? Með
því særið þér aðeins sjálfa yður að nauðsynjalausu. Þér ráðið ekki
við illgjarnar tungur, fremur en ég. Að því leyti erum við eins.
Hún var í þann veginn að bæta við: — Og við erum líka báðar jafn
heimskar. Svo hugsaði hún: — Hvað myndi það gera gott? Hvaða
tilgangi þjónaði það, að beina afbrýðissemi Louise í aðra átt? Hún
myndi innan stundar fá sína hefnd, svo sæta, að í samanburði við
hana myndu svik beztu vinkonu hennar, sýnast lítilfjörleg.
—. Farið nú að sofa, hvislaði hún. — Konungurinn elskar yður
ennþá: Þetta var það eina, sem hún gat fundið til að draga úr svið-
anum í særðu hjai'ta Louise.
Louise leit á hana með daufu brosi: — Hann hefur ekki verið góður
við mig.
— Hvernig getið þér sagt það? Hefur hann ekki einmitt sýnt ást
sina í því, að gefa yður alla þessa titla, og aðrar gjafir, sem taka af
allan vafa um tilfinningar hans í yðar garð? Þér eruð Vaujoux her-
togaynja, og dóttir yðar mun fá gott uppeldi.
öll réttindi áskilin — Opora Mundi, Paris. Frh. í nœsta blaði.
APPELSÍN
SÍTRÓN
L I M E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
VIKAN 37. tbl. 57