Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.09.1965, Side 42

Vikan - 16.09.1965, Side 42
SANAMAT nuddtækin frá Sanamat-verksm. Frankfurt/Main sameina alla beztu kosti slíkra tækja í sam- ræmi við nýjustu tækni. Stillan- legur vibrationsstyrkleiki og 7 fylgihlutir auðvelda margskon- ar notkun — auka velliðan, eyða þreytu, mýkja og styrkja. Örugg gæði. — Mjög hagstætt verð. — Ábyrgð á hverju tæki. 3 gerðir fyrirliggjandi. EINKAUMBOÐ: Veriliioin LAMPINN Laugavegi 68 — Sími 18066. SlMI 11400 KJIÍKLINGAR KJÚKLINGUR AU POTO BLANC 2 kjúklingar, 100 gr. smjör, 1 kg. sveppir, 1 matsk. hveiti, 2 dl. hvítt portvín, salt, pipar, % 1. rjómi, langt brauð. Þetta er, eins og sjá má af uppskriftinni, veizlumatur, eða til Þess bendir a. m.k. verðið, þótt ekki sé litið nema á rjómann og sveppina. En hann er þannig gerður: Kjúklingarnir hreinsaðir og skornir í stykki. Sveppirnir þvegnir og blandað í hveitið. Smjörið brúnað í pönnu og kjúklingastykkin steikt í því. Þá er helmingnum af portvíninu bætt í og kjúklingarnir látnir malla í hálftima. Sveppunum bætt í og hitinn aukinn, en hrært vel í svo að hveitið og sveppirnir samlagist vel. Krydd- ið og afgangurinn af vininu sett í, hitinn minnkaður aftur og látið sjóða í 20—30 mín. í viðbót. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er rjómanum hellt í sósuna. Svolítilli persilju stráð yfir og löng, frönsk brauð borin með. SUMARKJÚKLINGUR 2 kjúklingar, söxuð persilja, esdragonblöð, laukur, salt, pipar. Smjör eða smjörlíki til að brúna úr. Vatn eða kjötsoð, rjómi. Litlar baunir, tómatar, franskar kartöflur. Kjúklingarnir nuddaðir að innan og utan með salti og pipar og fyllt- ir með söxuðum lauk, persilju og esdragon. Brúnaðir I smjörinu með lifrinni og hjartanu, sem skorið hefur verið í smábita. Hellið soðinu og rjómanum smám saman yfir og látið kjúklingana malla þar til Þeir eru meyrir og hafið þétt lok á pottinum. Grænmetinu raðað utan með, þegar kjúklingurinn er settur á fatið. Sósan og franskar kartöflur born- ar með. PAPRIKAKJÚKLINGUR 2 stórir kjúklingar, 100 gr. smjör, 3 dl. saxaður laukur, 1 matsk. paprika, 1 matsk. salt, % tsk. pipar, 14 dl. hænsnasoð, 1 dl. súr rjómi, laussoðin hrisgrjón eða kartöflur. Kjúklingarnir soðnir í stykki. Laukurinn brúnaður og tekinn upp úr smjörinu á pönnunni áður en kjúklingarnir eru settir í feitina og brúnaðir á öllum hliðum. Þegar þeir eru vel brúnir er paprikunni stráð yfir og lauknum bætt aftur í. Öllu hrært varlega saman og hænsnasoð- inu hellt yfir, og allt látið malla þar til kjötið er meyrt. Tekið af pönn- unni og látið í djúpt fat. Súra rjómanum hellt i sósuna, sem svo er krydduð og hellt yfir kjúklingana. LINDBERG-KJÚKLINGAR (grillsteiktir) 2 kjúklingar, olivenolía, salt, pipar, basilikum. Sósan: Hjarta og lifur úr fuglum, vatn, 2 dl. hvítvin, % tsk. basilikum, nokkrir tómatar og tómatsafi, hvitlaukur. Skerið kjúklingana langsum, þannig að hryggurinn losni frá. Hálfu kjúklingarnir þerraðir vel, nuddaðir með olíunni og nýmöluðum piparn- um og basilikum. Lagðir á heita grillristina, sem pensluð hefur verið með olíu og settir undir grillið. Eftir 20 min. er grófu salti stráð á og kjúklingarnir látnir vera áfram þar til þeir eru gullinbrúnir og stökkir. öðru hverju eru þeir penslaðir með olíunni. Þá er hjartað og lifrin soðin i vatni, fleytt ofan af hvitvíninu og tómötunum og tómatsafanum bætt í (tómatarnir skornir í bita). Hvítlaukur eftir smekk settur í. Látið sjóða meðan kjúklingurinn grillerast. Hjartað og lifrin tekin upp úr, sósan jöfnuð svolítið upp og krydduð ef með þarf. Borin með kjúklingunum, ásamt grænu salati og löngum, frönskum brauðum. INDVERSKUR KARRYKJÚKLINGUR 1 stór kjúklingur, 2—3 gulrætur, 1 stór laukur, 1 búnt persilja, salt, hveiti, 50 gr. smjör, svolítill hvitlaukur, 1—2 stórir laukar, 2—3 matar- epli, 1—2 tsk. karrý, salt, pipar, 2 matsk. hveiti, kjötsoð, rjómi. Með þessu á að bera: Laussoðin hrisgrjón, saxað, harðsoðið egg, mango- chutney, saxaðar, saltaðar peanuts, tómatchutney, sultaða perlulauka, ristað kókósmjöl, harðsteikta baconbita, smjörsteikta banana. Látið kjúklinginn sjóða meyran í litlu, léttsöltuðu vatni, bætið gul- rótum í og eina stóra lauknum og persiljunni. Fjarlægið skinnið, skerið kjötið frá beinunum og í stykki. Veltið þeim upp úr hveitinu og brúnið í smjörinu. Takið kjúklingana upp úr og látið saxaðan hvítlaukinn, smáskorna laukana og eplabitana í. Látið Þð malla þar til það er meyrt í smjörinu. Stráið karrý, salti, pipar og hveiti út á og þynnið með soð- inu, þar til sósan er hæfilega þykk. Litlar skálar eru fylltar af því, sem talið er upp að eigi að bera með kjúklingnum, og þeim raðað i kringum fatið. gg VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.