Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.11.1965, Side 59

Vikan - 25.11.1965, Side 59
— Jahá, sagði Craig. — En ég held, að það hafi ekki verið ó- heiðarlegt. — Hvað kom fyrir barnið? — Dó, svaraði Craig. — Heila- himnubólga. Hún vildi ekki annað. Eg svo sem ekki heldur. Samkomu- lagið — það hefði ekki verið gott fyrir barn. Svo flæktist ég í þessu máli. — Eg vona að hún deyi ekki, Hak. Eg hafði engan rétt til að gera henni þetta. — Eg vona, að hvorugt ykkar deyi. — Ætli við höfum ekki bæði fengið tækifæri, sagði Craig. IV kafli. Nefndin um lausn Alsírvandans hafði aðalstöðvar í Nizza, í stóru steinhúsi, sem hafði skrifstofur olíu- félags á aðra hlið en fjölhæða bílageymslu á hina. Óhrjáleg og yfirlætislaus bygging, nema hvað gluggarnir voru úr styrktu gleri, tomma á þykkt og varðir með stál- grindum að innan; aðaldyrnar úr stáli, spónlagðar með viði. Bygg- ingin var skotheld fyrir öllu minna en skriðdreka og allir, sem unnu þarna, voru fyrrverandi hermenn, þjálfaðir í stríðinu í Indókína og Alsír, en trúir og tryggir þeirri hug- mynd, að Alsír væri franskt að eilífu. Inn á milli skrifstofanna voru leikfimissalir, skotæfingasalur, full- kominn útbúnaður fyrir nútíma njósnatækni, mikrofilmur, skýrzlu- safn, stuttbylgjusendir, ókjör af upplýsingum um Arabalöndin, um leiðtoga Araba, vini málstaðarins, menn, sem myndu vilja berjast, menn, sem myndu vilja gefa pen- inga, menn, sem myndu vilja gefa líf sitt. Einnig listi yfir óvini. Þá, sem nóg var að ógna, þá, sem hægt var að múta; og að lokum þá, sem varð að drepa. Það var ein önnur deild, Spurningadeildin, en hún var í húsi herdeildarfor- ingjans, og sérfræðingarnir, sem unnu þar, komu mjög sjaldan til aðalstöðvanna. Þrem dögum eftir að Charlie Green dó, kom maður nokkur að byggingunni, og var þegar í stað hleypt inn. Skrifstofan, sem hann fór til, var á efstu hæð, þar sem erfiðast var að koma fyrir sprengj- um eða kúlum. A dyrunum stóð: St. Briac herdeildarforingi, stofn- andi og forseti. Fyrir utan dyrnar var maður með vélbyssu, en hin- um megin við þær var hávaxinn, grannur maður i olívugrænum ein- kennisbúningi með axlaskúfa her- deildarforingja, jafnvel þótt franski herinn hefði fyrir löngu veitt hon- um lausn. Hann bar með sér hungr- aða orku og föl augu ofstækis- mannsins,1 og hann leit á gestinn með hættulegri rósemi þess manns, sem er svo þröngsýnn, að það nálg- ast brjálsemi. Við fætur hans sat varðhundur og horfði stórum aug- um á hinn nýkomna, beið eftir einu orði, einni hreyfingu, til að drepa. St. Briac kippti lítillega í eyra hundsins og hann var kyrr. Framhald í næsta blaði. cLeita, ® FATNABUR ALLAN 'ARSINS HRING cLeLta, 9 ÖLLUM helztu VERZLTJNUAV landsins SÖLUUMBOÐ: Júlíus Pf Guðjónsson, Heildverzlun, Skúlagötu 26, Rvík. Sími 11740 — 13591. SÖLUSTAÐIR: London, Rvík, Tízkan, Rvík, Verzl. Huld, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi, Einar & Kristján, ísafirði, Jóh. Blöndal, Sauðárkróki, Markaðurinn, Akureyri, Fönn, Neskaupstað, Ve'rzl. Sigurbj. Ólafsdóttur, Vestmannaeyjum, Edda, Keflavík, Verzl. Fons, Keflavík, Nonni & Bubbi, Sandgerði.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.