Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 59

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 59
— Jahá, sagði Craig. — En ég held, að það hafi ekki verið ó- heiðarlegt. — Hvað kom fyrir barnið? — Dó, svaraði Craig. — Heila- himnubólga. Hún vildi ekki annað. Eg svo sem ekki heldur. Samkomu- lagið — það hefði ekki verið gott fyrir barn. Svo flæktist ég í þessu máli. — Eg vona að hún deyi ekki, Hak. Eg hafði engan rétt til að gera henni þetta. — Eg vona, að hvorugt ykkar deyi. — Ætli við höfum ekki bæði fengið tækifæri, sagði Craig. IV kafli. Nefndin um lausn Alsírvandans hafði aðalstöðvar í Nizza, í stóru steinhúsi, sem hafði skrifstofur olíu- félags á aðra hlið en fjölhæða bílageymslu á hina. Óhrjáleg og yfirlætislaus bygging, nema hvað gluggarnir voru úr styrktu gleri, tomma á þykkt og varðir með stál- grindum að innan; aðaldyrnar úr stáli, spónlagðar með viði. Bygg- ingin var skotheld fyrir öllu minna en skriðdreka og allir, sem unnu þarna, voru fyrrverandi hermenn, þjálfaðir í stríðinu í Indókína og Alsír, en trúir og tryggir þeirri hug- mynd, að Alsír væri franskt að eilífu. Inn á milli skrifstofanna voru leikfimissalir, skotæfingasalur, full- kominn útbúnaður fyrir nútíma njósnatækni, mikrofilmur, skýrzlu- safn, stuttbylgjusendir, ókjör af upplýsingum um Arabalöndin, um leiðtoga Araba, vini málstaðarins, menn, sem myndu vilja berjast, menn, sem myndu vilja gefa pen- inga, menn, sem myndu vilja gefa líf sitt. Einnig listi yfir óvini. Þá, sem nóg var að ógna, þá, sem hægt var að múta; og að lokum þá, sem varð að drepa. Það var ein önnur deild, Spurningadeildin, en hún var í húsi herdeildarfor- ingjans, og sérfræðingarnir, sem unnu þar, komu mjög sjaldan til aðalstöðvanna. Þrem dögum eftir að Charlie Green dó, kom maður nokkur að byggingunni, og var þegar í stað hleypt inn. Skrifstofan, sem hann fór til, var á efstu hæð, þar sem erfiðast var að koma fyrir sprengj- um eða kúlum. A dyrunum stóð: St. Briac herdeildarforingi, stofn- andi og forseti. Fyrir utan dyrnar var maður með vélbyssu, en hin- um megin við þær var hávaxinn, grannur maður i olívugrænum ein- kennisbúningi með axlaskúfa her- deildarforingja, jafnvel þótt franski herinn hefði fyrir löngu veitt hon- um lausn. Hann bar með sér hungr- aða orku og föl augu ofstækis- mannsins,1 og hann leit á gestinn með hættulegri rósemi þess manns, sem er svo þröngsýnn, að það nálg- ast brjálsemi. Við fætur hans sat varðhundur og horfði stórum aug- um á hinn nýkomna, beið eftir einu orði, einni hreyfingu, til að drepa. St. Briac kippti lítillega í eyra hundsins og hann var kyrr. Framhald í næsta blaði. cLeita, ® FATNABUR ALLAN 'ARSINS HRING cLeLta, 9 ÖLLUM helztu VERZLTJNUAV landsins SÖLUUMBOÐ: Júlíus Pf Guðjónsson, Heildverzlun, Skúlagötu 26, Rvík. Sími 11740 — 13591. SÖLUSTAÐIR: London, Rvík, Tízkan, Rvík, Verzl. Huld, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi, Einar & Kristján, ísafirði, Jóh. Blöndal, Sauðárkróki, Markaðurinn, Akureyri, Fönn, Neskaupstað, Ve'rzl. Sigurbj. Ólafsdóttur, Vestmannaeyjum, Edda, Keflavík, Verzl. Fons, Keflavík, Nonni & Bubbi, Sandgerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.