Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.12.1965, Qupperneq 7

Vikan - 30.12.1965, Qupperneq 7
Ég teiknaði nú mitt hús sjálf- ur og sé ekki eftir því, enda býst ég við, að ég hafi sparað mér nokkur hundruð þúsund á því. Þið látið þetta svo ekki fara lengra. K.J.S.F. Akureyri. Jæja góurinn. Þetta verður auð- vitað bara okkar á milli, en ekki minnumst við þess að hafa bein- línis hlaðið undir þá, enda þurfa þeir þess ugglaust ekki með. Hitt er annað mál, að bamaskóla- teikningar voru „fíaskó“ og áttu vonandi eftir að sjá eitthvað nán- ar um það í Vikunni. Kæra Vika! Ég á mág, sem ég þekki að sjálfsögðu mjög vel og þannig vill til, að hann er nú sem stend- ur við nám erlendis. Ég þarf að skrifa honum og var reyndar setzt niður til þess eitt kvöldið, en þá var eins og rekinn væri tappi í flösku og ég gat alls ekki fundið út, hvernig ég ætti að ávarpa hann. Mér fann „Kæri Einar“ vera eitthvað of innilegt, rétt eins og hann væri kærast- inn minn eða jafnvel viðhaldið. Mér fannst „Góði Einar“ vera eitthvað svo ámátlega klaufalegt, en aðeins „Einar“ eða „hr. Einar Björnsson", fannst mér alltof ó- persónulegt. Finnið einhverja lausn á þessu vandamáli fyrir mig. Kær kveðja. Lára M. Guðmundsd. Það fer að sjálfsögðu eftir því, hversu náið þú þekkir manninn, hvernig þú ávarpar hann í bréfi. En hann er þó alltaf mágur þinn og þá tilheyrið þið bæði einni og sömu fjölskyldu. Það er ekk- ert rangt við ávarpið „Kæri Ein- ar“ og misskilningur, að í því felist of mikil elskulegheit. Ef þú skrifaðir hinsvegar „Elsku Ein- ar“ eða „Elsku hjartans Einar minn“, þá færi hann kannski að hugsa eitt og annað með sjálfum sér. Þú gætir líka ávarpað hann „Kæri mágur“, sem væri prýði- lega viðeigandi, eða þá, að þú segðir „Sæll og blessaður, Einar“. En það er rétt hjá þér, að „Einar“ eða „Hr. Einar Björnsson“ væri í siíubþóttara lagi. FARMIÐASKATTURlNN SÁLUGI. Ólafur Jónsson skrifar okkur langt og merkilegt bréf iim far- miðaskattinn illræmda, sem fjár- málaráðherrann féll frá áður en hann varð að veruleika. Bréf Ól- afs er skrifað, áður en það var kunngert og því er ekki til neins að birta það. Nú ert þú vonandi sæll og ánægður Ólafur, enda var hægt að taka undir það bæði með þér og öðrum, að hann var frá- munalega vanhugsaður; hefði til dæmis verið næstum eins hár og fargjald eitt til Færeyja. En því ber að fagna, að til eru menn, sem viðurkenna yfirsjónir sínar og taka sönsum, þegar góðir menn taka sig fram um að benda á þær. MJÓLKURBÚÐALOKUN. Kæri Póstur! Ég las þarna bréf í jólavik- unni, frá konu, sem segist hafa komið að mjólkurbúðinni þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í lokunartíma, en þá hafi verið búið að loka og henni hafi ekki verið hleypt inn. Ég spyr, hefur þessi kona unnið í búð? Ég vinn í mjólkurbúð og ég veit að það eru margir sem koma eftir að það hefur verið lokað. Við lokum alltaf eftir símaklukkunni í þess- ari búð, sem ég vinn í svo ekki ættum við að loka á vitlausum tímum. En það er ekki gott að þurfa að afgreiða fólk sem kem- ur og bankar eftir að við erum byrjaðar að skúra og ganga frá öllu. Og svo hef ég tekið eftir því að þetta er mjög oft sama fólkið sem kemur eftir lokun. Við erum farnar að neita algjör- lega að opna fyrir neinum, á þeim forsendum að það tefur okkur við skúringuna, sem við eigum að ljúka af á hálftíma. En það kom fyrir að það var klukkutími í staðinn fyrir hálf- tíman, sem fór í það. Ég vildi svo þakka Vikunni fyrir gott lestrarefni, því það er blað fyrir börn á öllum aldri, eða eitthvað fyrir alla. Mjólkurselja. PENOL SKÓLAPENNINN ER STERKUR - GÓÐUR - ÓDÝR. Verð aðeins kr. 150.00 Fæst í flestum bókabúðum. Heildsölubirgðir: Innkaupasamband bóksala h.f. ULTRfl+LfíSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞA MEIR SILKIMJGK AUGNAHAR. ULTRA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem Jengir og þéttir augnahárin án þess að gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Alit sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hieypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur í þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. allfaf það hreinasfa og bezta fyrir fegurð augnanna: VIKAN 52. tbl. rj

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.