Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 23
loforð né játningar, en trúnaðartraust yðar, bros og alvarleg orð voru ekki annað en gildrur, sem ég einn gat fallið í. Ég hef þjáðst ólýsanlega af því að hafa ekki tekið yður í arma mína, og af Því að þora ekki að gera Það af ótta við að missa yður lengra frá mér.... En hvað hefur öll mín þolinmæði, öll mín gætni gert? Sjáið nú bara hvernig þér hafið lítillækkað mig, með því að gefa yður á vald ómerkilegum villimanni frá Karpatafjöllum! Hvernig get ég fyrirgefið yður það? Hversvegna skjálfið þér svona? Er yður kalt? —• Nei ég er hrædd. — Við mig? — Við vald yðar, Sire. — Það þykir mér leitt að heyra. Hann spennti mjúklega greipar um mitti hennar. — Ekki vera hrædd. Þér eruð eina persónan, sem ég kvelst af að vita, að óttast mig. Mig langar að þér getið fundið gleði I mér, hamingju, fullnægju. Hvað vildi ég ekki gefa fyrir bros yðar? Eg hef árangurslaust leitað að einhverju, sem gæti sigrað yður. Ekki skjálfa, ástin mín, ég skal ekki meiða yður. Ég get Það ekki. Þessi nýliðni mán- uður hefur verið mér heilt helviti. Ég hef alsstaðar leitað að augum yðar. Og ég gat ekki hætt að hugsa um yður í örmum þessa Rakoczys. Ó hvað mig langaði til að drepa hann! — Hvað hafið þér gert við hann, Sire? — Nú, svo það eru örlög hans, sem þér hafið áhyggjur af, sagði hann og hló. — Svo það er hans vegna, sem þér hafið safnað hugrekki til að ganga fram fyrir mig? Jæja, þér getið verið róleg. Þessi Rakoczy yðar er ekki einu sinni í fangelsi, svo að Þér getið séð hversu réttlátan dóm þér hafið fellt yfir mér. Ég hef hlaðið á hann gjöfum. Ég veitti honum allt, sem hann hefur um langt skeið verið að reyna að hafa út úr mér. Hann er farinn heim til Ungverjalands með alla vasa fulla af gulli, til að sá óeiningu milli Þýzkalandskeisara og Ungverjalandskon- ungs og Okraínumanna. Þetta kemur heim við mínar fyrirætlanir, ég hef enga þörf fyrir frið í Mið-Evrópu um Þessar mundir. Svo allt hefur farið á bezta veg. Af þessari ræðu náði Angelique aðeins einni setningu. — Hann er farinn heim til Ungverjalands. Það var eins og henni hefði verið rek- in löðrungur. Hún var ekki viss um, að tengsl hennar við Rakoczy stæðu mjög djúpt, en henni hafði ekki dottið í hug eitt andartak, að hún myndi ekki sjá hann framar. Nú var hann kominn í fjarlægt land, svo villt og langt í burtu, að það var eins og á annarri plánetu. Konungurinn hafði allt í einu ýtt honum úr lífi hennar, og hún myndi aldrei sjá hann framar. Hana langaði að æpa af reiði. Hún vildi fá að sjá Rakoczy aftur. Hann var elskhugi hennar, hreinn og heiðarlegur og ástríkur. Hún þarfnaðist hans. E'nginn hafði rétt til að ráða lífum annarra á þennan hátt, eins og þeir væru strengbrúður. Hún sá rautt I reiði sinni. — Að minnsta kosti létuð þér hann hafa nóg af peningum, hróp- aði hún. — Svo hann geti barizt við konungana og rekið þá út og frelsað fólkið sitt undan einvöldunum, sem sitja á Þeim og leika sér að lífum þeirra, eins og þeir væru brúður, svo hann geti gefið þeim frelsi til að hugsa, til að anda, til að elska.... — Þegið! hrópaði konungurinn og greip heljartaki um axlir hennar. — Þegið! Svo varð rödd hans rórri. — Ég sárbið yður að móðga mig ekki, ástin mín. Ég gæti ekki fyrirgefið yður það. Ekki sýna mér hatur. Það kemur við hjartað í mér. Þér þurfið ekki að segja neitt, sem aðeins gerir bilið lengra á milii okkar. Við verðum að nálgast, Angelique. Veitið ekki mótspyrnu. Komið. Hann leiddi hana með sér að marmaratjörn, þar sem vatnið glitraði eins og perla. Brjóst hennar gekk upp og niður af mæði. Tennur hennar voru samanbitnar, og það þrengdi að hálsi hennar. Afl konungsins yfirbugaði hana. Hann strauk enni hennar eins og henni fannst svo gott, og hún lét stjórnast af karlmannleik hans. — Ég bið yður að hleypa yður ekki í æsing. Madame du Plessis- Belliére myndi aldrei fyrirgefa yður það. Hún kjökraði og hallaði sér að honum. Þreytt og niðurbrotin. Hann tók við henni. Sólin, sem var að setjast, varpaði rauðgullnum bjarma á hár hans. Aldrei fyrr hafði henni verið ljóst, hvílík orka hans var. Nú gerði hún sér grein fyrir því, að síðan fyrsta morguninn, sem hún kom eins og fugl til fuglatemjara, til Versala til að vera krýnd gyðja vorsins, hafði hún, án þess að vita það, verið i hendi konungsins. Ef til vill þvermóðskasta dýrið, sem hann hafði nokkru sinni tamið, en honum hafði tekizt það, sem hann ætlaði. Hann hafði alltaf sýnt þolin- mæði, farið með launung og gát, en látlausri ró villidýrsins, sem bíður eftir að fórnarlambið komi til þess. Hann settist við hlið hennar, þrýsti henni hlýlega að sér og talaði blíðlega. — Hversu undarleg ást okkar er, Angelique! — Er þetta aðeins spurning um ást? — Fyrir mig, já. Ef það er ekki ást, hvað er Það þá, spurði hann ástríðufullur. — Angelique.... Það er nafn, sem fylgir mér í draumum mínum! Þegar ég get, vinnu minnar vegna, loka ég augunum. Það færist yfir mig drungi, og nafn yðar myndast á vörum mínum, Ange- lique. Ekkert hefur í eins rikum mæli megnað að trufla mig við vinnu mína. Stundum óttast ég þessa ást, sem ég hef leyft að gagntaka sál mína. Mér liggur við öngviti eins og af sári, sem ég óttast að muni aldrei gróa. Þér ein getið gert mig heilbrigðan. Mig dreymir — já, stundum dreymir mig í raun og veru — um nóttina, sem ég fæ að halda heitum, ilmandi likama yðar fast upp að mínum. Og mig dreymir um það sem er ennþá dýrmætara, þann hluta yður, sem ekki er hægt að kaupa eða taka með valdi. Mig dreymir um bros yðar — svo létt, svo vingjarnlegt, svo fullt af fyrirheitum — sem ljómar til mín yfir fjöldann á stórum degi, þegar sendinefnd erlends rikis kemur, og ég er aðeins konungurinn, sem ber hina þungu skikkju, fram eftir spegla- salnum — augnaráð frá yður, sem gefur til kynna, að ég sé að gera rétt .... Gretta, sem sýnir afbrýðissemi yðar.... um venjuleg smáatriði, sem ég veit ekki almennilega um. — Hafa ástmeyjar yðar ekki veitt yður þetta allt? — Þær eru lagskonur mínar, ekki vinkonur. Ég hef viljað halda því þannig. Þetta er dálítið annað. Hann leit á hana með augnaráði, sem ekki var eingöngu þrá, heldur einnig tilfinning, þrungin aðdáun, blíðu og trausti, svo óvenjulegt fyrir konung, að hún gat ekki haft augun af augum hans. Svo hún sá hann skýrt og greinilega nú, eins og einmana mann, sem teygði til hennar hendurnar frá fjallstindi. Ör og þögul spurðust þau á með augunum. Gljáfrið í vatnsorgelinu, ásamt flautukenndum hljóminum, var eins og framandi sinfónia, sem umlukti þau í orðlausu hamingjuloforði. Angelique óttaðist, að hún myndi láta undan. Hún sneri höfðinu til hliðar og rauf töfrana. — Hvað hefur gerzt milli okkar, Angelique? Hvað hefur komið milli okkar? Hver er þessi múr, sem ég reyni árangurslaust að rjúfa? Hún tók hönd um ennið og reyndi að hlægja. — Ég veit Það ekki. Ef til vill stolt eða ótti. Ég hef ekki það til að bera sem þarf fyrir til þess erfiða hlutskiptis að vera konungleg ástmær. — E’rfiða hlutskiptis? Þér eruð hörð í orðum. — Mér þykir það leitt, Sire. En leyfið mér að tala hreinskilnislega við yður, meðan enn er tími. Að vera alltaf ljómandi, alltaf með yfir- Framhald á bls. 44. VIKAN 52. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.