Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 39
Á hverju ári eru margir, sem eiga dapurleg jól vegna þess að ekki var farið nógu varlega með eldinn. Látið ekki jóla- gleðina fara út um þúfur vegna hugsunarleysis Og hið þunga skip snerist hægt og rólega þar til stefnið vísaði upp í vindinn. Hættulegt andartak var liðið hjó. Skipstjórinn kinkaði kolli til stýrimanns síns. Og stýrimaður- inn brosti ó móti. Loftskeytamaðurinn kallaði upp í brúna. — Togarinn St. Matthew frá Hull mun verða hér hjá okkur klukk- an fimm í nótt. Þetta voru góðar fréttir. En myndi það verða nógu fljótt til að bjarga slösuðu mönnun- um? Morfínið var farið að hafa áhrif á þá. Smith og Northley leið sýni- * lega betur. En á sama tíma hafði þeim þyngt. Úr brúnni hafði skip- stjórinn stöðugt auga með komu fyrsta björgunarskipsins. Það sást úr brúnni á nákvæmlega tilsettum tíma. Áhöfnin rýndi út í myrkrið og sá Ijós í hálfrar mílu fjarlægð. — Þarna kemur St. Matt- hew, kallaði einhver. — Þeir eru komnir, var boðskapurinn, sem gekk sem eldur í sinu meðal áhafnarinn- ar. Menn brostu hver til annars. Og urðu vonbetri. Mayes skipstjóri þekkti skipstjór- ann á St. Mathew. — Gaman að sjá þig, sagði hann við Peter Craven um loftskeytastöðina. — Við notum rafhlöðurnar til að halda loftskeyta- tækjunum gangandi, svo að ég tala aðeins hið allra minnsta. Þeir komu sér saman um ástand- ið. Sjór var allt of þungur til þess, að hugsanlegt væri að taka Arctic Adventurer í tog. Þeir ákváðu því að bíða þar til færi að birta — um klukkan hálfátta. Einnig gerðu skip- stjórarnir tveir björgunaráætlun. Togarinn St. Matthew myndi draga hitt skipið með hinum sveru vírum, sem notaðir eru til að draga veiðarfærin f sjó. Til þess að koma vírunum á milli, myndi skotið úr línubyssu frá St. Mathew. Þetta virtist í fljótu bragði auðvelt. En báðir mennirnir vissu, að við þess- ar aðstæður myndi þetta ekki reyn- ast neitt áhlaupaverk. Það átti líka eftir að sýna sig. Um klukkan sjö létust báðir særðu mennirnir. Allt hafði verið reynt til að lina kvalir þeirra. En sár þeirra höfðu reynzt banvæn. Lífsstríð þeirra hlaut friðsaman endi. Skips- félagar þeirra, með skipstjórann í broddi fylkingar, lásu bæn. Síðan ' sneru allir aftur til skyldustarfa síns — jafnvel enn ákveðnari í því, að bjarga sjálfum sér og skipinu , frá því að verða hafinu að bráð. Um klukkan hálfátta voru áhafn- ir beggja skipanna tilbúnar til þess að reyna að koma taug milli skip- anna. Um borð í Arctic Adventurer stóðu sjómennirnir við borðstokk- inn reiðubúnir til að klófesta lín- una, sem myndi brúa bilið milli skipanna. En vindhraðinn gerði það erfið- leikum bundið að miða nákvæm- lega. Frá St. Mathew voru gerðar þrjár tilraunir til að skjóta rakett- um yfir til nauðstadda skipsins. All- ar þeirra misheppnuðust. Og nú voru rakettubirgðir St. Mathew þrotnar. Þá tók Mayes skipstjóri til sinna ráða. Um borð hjá honum voru til fjórar rakettur, og ein þeirra varð að hæfa í mark, ef þeir á annað borð ættu að verða dregnir í land. Fyrsta skotið geigaði. Það snerti loftnet hins skipsins en línan slitn- aði. Næsta skot náði til St. Mathew, en aftur slitnaði línan og var dregin inn. Þriðja skotið fór of stutt. Þá var ein raketta eftir, og allt valt á henni. Nokkurs taugaóstyrks gætti hjá skipstjóranum þegar síðasta rakett- an sveif út í loftið með línuna á eftir sér. Fagnaðaralda fór um áhöfnina, þegar línan sveif beint yfir hitt skipið. Hinar þungu dráttar- taugar voru hífaðar inn og festar vandlega. Og St. Mathew byrjaði að draga klukkan hálfellefu. Það hafði tekið þrjá klukkutlma að koma þessu í kring. Um borð f Arctic Adventurer voru þrír menn settir til þess að stýra skipinu með handafli. Vélstýrið var úr sögunni. Skipstjórinn bað þá fyrsta stýrimann og bátsmanninn að hafa auga með dráttartaugunum. Skipin héldu í suðvestur, heim á leið, og óveðrið setti ferðina niður í þrjá hnúta. Skeyti var sent frá St. Mathew til Arctic Adventurer: — Dráttarbáturinn Workman frá Hull er á leiðinni, og áætlað er hann nái okkur um klukkan tvö. Einnig er áætlað að beitiskipið Delight komi hér um svipað leyti. Ánægjulegar fréttir. Skipshöfnin á Arctic Adventurer fann, að hvað sem kæmi fyrir úr þessu, var mesta hættan liðin hjá. Þeir voru ekki ein- ir að berjast úti á Norðursjónum. Delight og Workman komu á til- settum tíma og fylgdu siðan togur- unum tveim áleiðis til hafnar. All- ar hugsanir um mat höfðu orðið að liggja á milli hluta um borð í Arctic Adventurer til þessa. En þegar hjálpin var svo nærri, fór maginn að segja til sín. Stýrimaðurinn lét bera fram te, heita. súpu og samlokur. Aldrei hafði verið jafn lengi að sjóða á katlinum um borð. Þeir urðu að nota lítinn kolaofn frammí íbúð- um skipverja, til að sjóða vatnið á. Þegar á daginn leið, tók veðrið að skána. Það gekk vel að draga skipið. Og minni sjógangur hafði gert St. Mathew mögulegt að auka hraðann [ sjö hnúta. Þar sem allt virtist í bezta gengi, bað H. M. S. Delight Mayes skipstjóra leyfis um að mega yfirgefa staðinn, ef hann væri þess fullviss, að togarinn væri ekki í neinni bráðri hættu. Skipstjór- inn sendi þakkir sínar til beitiskips- ins, og losaði það af verðinum. Þegar hér var komið, var ákveð- ið að dráttarbáturinn Workman tæki við hlutverki St. Mathew. Áð- ur hafði veðrið verið of slæmt til þess að freista þess að koma drátt- arvírunum milli skipanna. Þetta var gert klukkan hálffiögur um daginn, VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.