Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 48
Glaumbær HUMÁRSÚPA Reynið að fá humar í skelinni, cn það er stundum liægt í fiskbúðum, sjóðið hann, takið úr skelinni, en sjóðið svo marða skelina áfram í soðinu með smjöri, ásamt einhverju grænmeti í grisju, t.d. púrru, persilju og gulrótum, í 10 mín. Síið soðið og bætið e.t.v. með soði af súputening eða vitamon. Látið soðið kólna þannig að hægt sé að veiða smjörið ofan af því, setjið í pott og bætið meira smjöri í ef með þarf, bakið upp með hveiti og jafnið með soðinu. Krydd- ið með salti og pipar, en ath. að salta ekki of mikið ef humarsoðið er sterkt. Sumir hella súpinni yfir eggjarauðu, sem hefur verið hrærð út með svolitlu vatni (má ekki sjóða eftir það), en sé notað töluvert af rjóma í súpuna, t.d. 1 dl. í hvern lítra af soði, er það óþarfi, en hann er settur í síðast ásamt Sherry eða Madeira eftir smekk. Humarnum hefur verið haldið heitum á meðan súp- an var búin til, en hann á að skera í smástykki og setja út í súpuna. Gott er að hafa spergil með í súpunni og nota þá soðið líka úr spergildósinni. Sé hum- arinn ekki keyptur í skel, verður að nota soðið af honum soðnum, en fallegt er þá að lita það ofurlítið með tómatpurré, en þó ekki þannig að af komi mikið bragð. Súpan verður örlítið rauðleit af smjörinu, sem fleytt er af skelj- arsoðinu, sé humarinn keyptur nýr. SVINAKÖTELETTUR Veltið kótelettunum upp úr lauslega þeyttu eggi eða smyrjið þær með sinnepi og veltið þeim upp úr ólituðu raspi. Látið kóteletturnar liggja í nokkrar mín- útur, þegar búið er að þekja þær, en steikið þær svo í góðri feiti í 8 — 10 mín. á hvorri hlið, en hafið hitann ekki mikinn, því að þá verður raspið of brúnt áður en kóteletturnar eru gegnsteikta.r. Það má bera þær fram með rauðkáli og öðru grænmeti, en það er líka gott að þekja þær á ýmsa vegu og verður nefnt nokkuð af því hér á eftir: 1. Leggiö sneið úr tómat ofan á hverja kótelettu, þar ofan á hringi úr grænu piparhulstri og þunnar lengjur af hráum lauk, en ofan á það dálitla chilisósu og stráið rifnum osti yfir. 2. Setjið sveppi, sem soðnir hafa verið í smjöri, og kryddaðir með svolitlu hvítlauksdufti á hverja kótelettu. 3. Tómatsneið, þakin af svörtum kavíar með sítrónubita ofan á, þannig að hægt sé að kreista úr sítrónunni eftir smekk yfir kavíarinn. 4. Hrærið smjör með persilju og sterku karry, kælið og búið til litlar töflur, sem lagðar eru á hverja kótelettu. Líka má nota hvítlauk, papriku, sinnep, piparrót, chilisósu eða annað sterkt saman við smjörið. 5. Hrærið saman smásaxaða skinku, sveppi, púrru, svolítið tómatpurré og lítið sætt hvítvín og látið malla í 5 mín. og setjið svo í hrauk á hverja kótelettu. 6. Setjið lauslega steikta eða grilleraða sneið af ananas á hverja kótelettu og raðið sneiðum af fylltum olívum ofan á. 7. Raðið nokkrum góðum spergillengjum á kóteletturnar og hellið Béarnais- sósu yfir. 8. Kryddið þeyttan rjóma með sterkri HP-sósu og setjið kúfaða matskeið á hverja kótelettu. TRIFLES 100 gr. litlar makkarónur, vanillukrem, shtrry eða romm, 2M> dl. rjómi. Vanillukremið er gert þannig: \'2 1. mjólk, 2 — 3 eggjarauður, 50 gr. sykur, 5 hl. matarlím, 'A — ',2 stöng af vanillu eða vanilludropar, 2\'2 dl. rjómi. Mjólk- in soðin með vanillustönginni, eggjarauðurnar hrærðar með sykrinum og sjóð- andi mjólkinni hellt yfir rauðurnar og hrært stöðugt og vel í á meðan. Pott- urinn settur aftur á eldinn og hrært vel í þar til það er komið að suðumarki, en þá er kremið tekið af og útbleytt matarlímið sett saman við. Það verður að hræra I kreminu þar til það er næstum kalt, en síðast er þeyttur rjóminn settur í. Makkarónurnar eru settar á botninn á skál og bleyttar vei með víninu, þar ofan á er sett sultuiag og síðan vanillukremið og síðast þeytti rjóminn. Gott gctur líka vcrið að setja fleiri Iög af makkrónum, scm hafa þá áður vcrið bleytt- ar í víninu, t.d. eitt I viðbót inn á milli kremsins. Kemur úS mánaöarlega Fjölbreyft aö effni Fæst á næsta blaðsölustað eða bókabúð Kostar 40 kr. heftið. Árgangurinn kr. 400. óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegs árs og þakkar viðskiptin á liðna árinu. OPIÐ Á GAMLÁRSKVÖLD OG NÝÁRSKVÖLD. Matur framreiddur frá kl. 7 báða dagana. Skreyttir salir. G.B. kvartett söngkona Janis Carol GIAUMBÆR VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.