Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 19
<1 Helle Virkner í hlutverki í kvikmynd áð. ur er hún giftist Jens Otto Kragh. (i Nina Krús- jeff og Helle Virkner Kragh. Myndin er tekin, þegar Krúsjeff kom í opinbera heimsókn til Danmerkur. þegar hann var utanríkisráðherra, kynntist ég svo mörgu fólki og margskonar málefnum, að ég fann að það var ærið starf fyrir mig að standa við hlið hans. Jens Ottó kenndi mér listina að gefa, og hann veitti mér líka öryggi með því að láta mig finna að hann þyrfti á mér að halda .Þegar hann fór í ferða- lög vegna embættisins, bað hann mig alltaf um að koma með sér. Fyrsta skipti sem ég sá Krustsjev, var á vetrar- ferð okkar til Moskvu. Seinna var hann og fjölskylda hans gestir okkar. — Hvað mér fannst um hann? •— Hann sagði mjög skemmtilegar sögur, og hann hafði lag á að koma mjög vel fyrir. Þegar hann var hérna kom hann okkur til að trúa því, að einfaldar lífs- venjur og rólegt heimilislíf væri í raun og veru sinn óskadraumur. Þegar hann borðaði hjá okkur gaf ég honum venjulegan danskan mat, rækjur, lambasteik og salat. — Og Krustsjev kom auðvitað með gjöf til hennar. — Hvað var það? — Brauð. Þegar Helle Virkner var í Moskvu varð hún sér- staklega hrifin af sérstakri tegund af rússneskum brauðum og Krustsjev heyrði það. Þegar hann kom til Danmerkur og hélt sína fyrstu þakkarræðu til forsætisráðherrans, hætti hann í miðri ræðunni, gekk til Helle Virkner og hvíslaði að henni. — Hann hafði munað eftir þessu með brauðið og kom með fimm- tíu stykki. John Kennedy, hinn látni forseti Bandaríkjunum sendi Astrid Helene mynd af sér með eiginhandar- áritun, þegar hún var skírð. Lyndon Johnson forseta hugsar hún um sem trygg- an og góðan vin. — Við höfum þekkt hann lengi. Framhald á bls. 31. Þau Helle og Jens Otto Kragh búa í nýlcgu raðhúsi í úthverfi Kaupmannahafnar. Hér er frú- in í garðinum ásamt börnunum, Astrid-Helene og Jens Christian. VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.