Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 24
Það má með sanni segja, að Helga syngi daginn út og inn. Hún syngur mikið með börnunum sínum, og í tómstundum er hún ýmist að syngja í kór, stjórna kór eða syngja verk klassisku meistaranna með undirleik Gústavs Jóhannessonar. Því meir sem maður gefur af sjálfum sér, þeim mun meir fær maður í staðinn, segir Helga Magnúsdóttir, kennari, og það voru einmitt þessi orð hennar, eða e.t.v. ekki síður á hvern hátt hún sagði þau, sem sannfærðu mig um það, að hún væri kennari af lífi og sál. Ég heimsótti hana eitt sinn að loknum kennsludegi. Hún dreif fram kaffi og sagðist vera sársvöng eftir langan dag. Og ég var ekki undrandi á svengdinni, þegar hún upplýsti, að hún hefði ver- ið í stórfiskaleik við börnin sín í flestum frímínútum þann daginn. Þetta með stórfiskaleikinn olli mér hins vegar nokkurri furðu, þeg- ar hún skömmu síðar sagði mér, að hún neyddist eiginlega til að eiga bíl, af því að hún væri orðin svolitið fótafúin, eins og hún orð- aði það. En eftir því sem á samtalið leið, varð mér ljóst, að það gildir einu, að hverju Helga gengur, lestrarkennslu eða söngstjórn, hannyrðum eða stórfiskaleik, hún gerir það ævinlega heils hugar, og þá getur ekki annað eins lítilræði og fótafúi orðið þröskuldur í vegi. Þó að ég hefði grun um, að áhugi Helgu beindist að aðskiljan- legum viðfangsefnum, lá beinast við, að við ræddum fyrst um kennslustarfið. — Þú hefur alla tíð kennt við ísaksskóla, er það ekki? — Jú, ég útskrifaðist vorið 1943, og ég man enn þann dag seinni veturinn minn í Kennaraskólanum, þegar ísak Jónsson sjiurii mig, 24 VIKAN 52. tbL F ■ man eg engin ! KRISTÍN HALLDÓRSDOTTIR RÆÐIR VIÐ Helgu Magnúsdóttur 1KENNARA \ MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON. 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.