Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 34
Sívaxandi fjöldi farþega staðfestir, að það sé engu síður vegna fróbœrrar fyr- irgreiðslu en hagstœðra fargjalda að þeir ferðast með Loftleiðum. OSLOAR, GAUTABOROAR, KAUPMANNAHAFNAR, HELSINGFORS, AMSTERDAM og LUXEMBORGAR. - Vegna góðrar samvinnu við önnur flugfélög gefa Loftleiðir úfvegað flugfarseðla fil allra erlendra flugstöðva. Upplýsingar eru gefnar í skrifsfofum Loflleiða og fyrirgreiðsla fúslega veitf. Loffleiðir bjóða íslenzkum viðskipfavinum sínum þriggja til fólf mánaða greiðslufresf á allt að helmingi þeirra gjalda, sem greidd eru fyrir flugför á áætlunarflugleiðum félagsins. — TRYGGIÐ FAR MEÐ FYRIRVARA. - LOFTLEIDIS LANDA MILLI. MOFTLEWm óð útí og tók laxinn. Þvínæst rétti hann henni hendina og leiddi hana f land. En honum reyndist ógerlegt að hafa af henni augun; hún var blóðrjóS í framan og feimnisleg á svipinn, aldrei þessu vant. Svostóðu þau þarna stundarkorn, hvort frammi fyrir öðru; vatnið rann úr fötunum hans, en honum var eigi að síður mjög heitt, og hann var á einhvern hátt miður sín, það var eins og hefði dregið úr honum allan mátt. — Þér verður kalt, sagði hún loks; röddin var annarleg, lág og blíð. Hann hristi höfuðið. — Þú verð- ur innkulsa, ef þú flýtir þér ekki í fötin, tautaði hann, og þekkti ekki sinn eigin róm. Þá leit hún snöggt í augu hans, og það var eitthvað í tilliti hennar, sem' gerði hann alveg ruglaðan. Hann hafði litla reynslu af konum, en eitthvert hugboð sagði honum að nú gæti hann faðmað hana, nú myndi hún láta að vilja hans. En hann var sem stjarfaður, gat ekki hreyft legg eða lið. Mikilleiki þess unaðar að vefja hana örmum lam- aði hann algjörlega, varnaði hon- um athafna og máls. Hann hafði aldrei átt neina ósk heitari, en stóð þarna samt eins og drumbur, og gat ekkert aðhafzt. Hann hafði aldrei faðmað konu, og þrá hans var svo algjör, svo umgeipnandi, að hún breytti honum í saltstólpa. Enn leið drykklöng stund. Og loftið í kringum þau var sem hlað- ið ráfmagni. Svo skall þrumuveðr- ið á: — Skammastu þín, bjáninn þinn! sagði hún, og rödd hennar var full af fyrirlitningu. — Starir bara á mig, eins og naut á nývirki — hvað ertu eiginlega að hugsa um? Svo hló hún hátt og háðslega. — Þú ert asni! sagði hún. Auðvitað er ég fábjáni, hugsaði hann, og fór allt í einu að skjálfa af kulda. Hún er aðeins barn, hún er telpa ennþá, og hitt var bara ímyndun. Hann laut höfði, skömm- ustulegur á svip, og tók upp jakk- ann sinn. Hún var móðguð í nokkra daga á eftir, en tók hann svo í sátt, og enn áttu þau marga unaðslega daga og nætur. En hann var ráð- inn í starf við verzlun frænda síns í Reykjavík, og varð að vera kom- inn þangað fyrsta september. — Síðasta kvöldið sat hún á rúm- stokknum hans, þegar hann var háttaður, og hélt í höndina á hon- um — þau sváfu öll í litlu baðstof- unni. Hún sagði ekki margt, en fékk hann þó til að lofa því að koma aftur næsta sumar, í leyfinu sínu. — Eg get ekki hugsað mér að sjá þig aldrei aftur, hvíslaði hún í eyra hans. — Góða nótt — og Guð blessi þig, sagði hann. Það var kökkur í hálsinum á honum. Konan mannsins rumskaði og rétti úr sér. — Æ, andvarpaði hún. — Mikið f jandi eru þessar rútur leið- inlegar. Svo glaðvaknaði hún allt f einu. — Heyrðu — erum við kom- in framhjá bænum — ha? Hún leit hvasst á mann sinn. — Af hverju vaktirðu mig ekki — mér hefði þótt gaman að sjá þangað heim ennþá einu sinni! — Nú jæja, það er vfst ekki orðið mikið að sjá. Svipur hennar bliðkaðist og hún hallaði sér að manninum. — Manstu ennþá sumarið okkar? spurði hún, og und- irhökurnar dilluðu, þegar hún brosti. — Það var nú indælt. En mik- ill bölvaður aumingi varstu, að hafa ekki manndáð í þér til að 94 VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.