Vikan

Tölublað

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 30.12.1965, Blaðsíða 45
— Madame! öskraði konungurinn. — óþolandi orðbragð! Svo mýkt- ist svipur hans og hann tók að hlægja. ■— En svona eruð þér og ekkert getur breytt yður. En þér skulið ekki mikla fyrir yður hætturnar, sem bíða drengsins yðar þarna, þótt ég viðurkenni, að þetta sé fremur ósiðsöm stofnun. Kennarinn hans, djákninn, fylgir honum hvert sem er og sömuleiðis skylmingamaðurinn. Ég ætlaði að þóknast yður, mér þykir leitt að mér skyldi ekki takast betur. Að sjálfsögðu mun yður langa að fara til Saint-Cloud, svo þér þurfið ekki annað en biðja mig leyfis, og ef það er eitthvað annað, sem ég get gert fyrir yður. — Sire, leyfið mér að fara til Saint-Cloud. — Ég skal gera meira. Ég skal gefa yður skilaboð handa Madame, svo hún taki á móti yður og hafi yður hjá sér einn dag eða svo. Þá getið þér rabbað við son yðar að vild. — Sire, þér eruð of göfuglyndur. — Aðeins of ástfanginn. Gleymið því ekki aftur, Madame, og leikið yður ekki að hjarta mínu. Augu Florimonds horfðu beint inn i hennar. —- Ég sver, að ég er ekki að ljúga mamma, Monsieur Duchense er að eitra fyrir konunginn. Ég hef séð hann hvað eftir annað. Hann setur hvítt duft undir neglurnar og lætur það svo detta í bikar hans hágöfgi, milli þess sem hann smakkar vínið sjálfur og réttir konunginum til hennar til að fá uppgefið leyndarmálið um hvernig ætti að vinna í spilum og um leið að fá svolítið eitur handa bróður sínum, de Clermont- Ledéve greifa, sem hann átti að erfa. Og, endaði Florimond með á- herzlu, — de Clermont-Ledéve greifi dó fyrir viku. —- Barnið mitt, veiztu ekki hvað þú getur gert þér mikið illt með því að lepja upp þessar slúðursögur? sagði Angelique og reyndi að vera þolinmóð. E’nginn vill hafa svein í þjónustu sinni, sem lepur kjafta- sögur. — En ég er ekki að lepja kjaftasögur, öskraði Florimond og stapp- aði í gólfið með rauðum hælnum. — Ég er að reyna að segja þér, — en ég held. ... já, þú hlýtur að vera heimsk. Hann sneri sér burt með særðu stolti og starði út um gluggann á bláan himininn, til að láta ekki sjá að varir hans skulfu. Hann var orðinn of gamall til að gráta, en vonleysistárin streymdu fram í augu hans fyrir því. Angelique vissi ekki, hvaða aðferð hún ætti að reyna næst. Það var eitthvað í fari drengsins, sem hún áttaði sig ekki á. Hann var örugg- lega að ljúga að nauðsynjalausu, en til hvers? I örvæntingu sneri hún sér að Lesdiguiéres djákna og kastaði sökinni á hann. — Það þarf að hýða þennan dreng. Ég hef ekki mikið álit á aganum hjá yður. Ungi presturinn varð kafrjóður upp að hárkollurönd. — Madame, ég geri eins vel og ég get. I gegnum starf sitt hefur Florimond komizt það. — Svona, svona, drengur minn. Slikt er óhugsandi. Þar að auki hefur konungurinn ekki sýnt nein veikindamerki eftir þessa svokölluðu eitrun þína. — Ég veit ekkert um það. Ef til vill er þetta seindrepandi eitur. —• Florimond, þú veizt ekki, hvað þú ert að segja. Barn ætti ekki að tala um svona mál. Gleymdu þvi ekki, að konungurinn er umkringdur tryggum þjónum. —■ Hver veit það ekki? spurði Florimond. Hann leit á móður sína með sömu meðaumkunarljúfmennskunni eins og Marie-Agnés hafði gert. I rúma klukkustund hafði hún barizt við að láta hann viðurkenna, að hann hefði verið að spinna upp þessa sögu. Henni fannst hún vera stödd á brún vonleysisins. Hún var ekki fær um að ala upp barn með svona frjótt ímyndunarafl. Hann hafði þegar vaxið frá henni. Nú var hann farinn að treysta á sjálfan sig, og hún var of önnum kafin til að geta hugsað almennilega um hann. — Hver getur hafa komið þeirri hugmynd inn í kollinn á þér, að verið væri að eitra fyrir kónginn? — Það eru allir að tala um eitur, sagði hann blátt áfram. — um daginn bað de Vitry hertogafrú, mig um að halda á slóðanum fyrir sig. Hún var að fara til Malvoisin í París. Ég hlustaði við skráargatið, meðan hún var að tala við nornina. Hún bað um eitur til að láta í súpu gamla karlsins sins og líka duft til að vekja ást Monsieur de Vivonne. Sveinn de Cossacs markgreifa sagði mér, að húsbóndi hans hefði farið að ákveðnum leyndarmálum, sem hann heldur, að hann viti svarið við.... — Þú kennir honum að minnsta kosti ekki að halda því fyrir sig, sagði Angelique þurrlega. Þegar hann tók að stama, minntist hún þess, að han var einn af skjólstæðingum Madame de Choisy. Að hve miklu leyti hafði hann njósnað um hana og svikið hana? Florimond hafði náð valdi á tárum sínum. Hann sagðist ætla að fara í gönguferð með litlu prinsessunum og bað um leyfi til að fara. Hann fór út um gluggann og brá fyrir sig virðulegu göngulagi, en um leið og hann var kominn yfir svalirnar, tók hann til fótanna. Þau heyrðu hann syngja. Hann var eins og fiðrildi í vordagsvímu. Garðurinn í Saint- Cloud með endalausum flötunum var fullur af tistandi trjápöddum. — Hvert er álit yður á þessu öllu, Monsieur de Lesdiguiéres? —- Madame, ég hef aldrei staðið Florimond að því að segja ósatt. — Þér óskið auðvitað að verja nemanda yðar. En með því tefjið þér fyrir framþróun.... — Hver veit það ekki? spurði djákninn og hermdi eftir Florimond. Hann spennti greipar í ákefð: — Við hirðina er jafnvel fegursta trún- aðaryfirlýsing tortryggð. Við erum umkringd njósnurum. ... —• Þér hljótið að vita töluvert um njósnir, Monsieur de Lesdiguiéres, úr þvi að Madame de Choisy hafði yður á launum til að snuðra um mig og svíkja mig. Djákninn náfölnaði. Kvenleg augu hans glenntust upp. Hann tók að skjálfa og féll loksins á hnén, — Fyrirgefið, Madame. Það er satt. VIKAN 52. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.